Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2001, Side 39

Frjáls verslun - 01.05.2001, Side 39
Allt að 1.250 Islendingar byggja afkomu sína með einum eða öðrum hœtti og að einhverju eða öllu leyti á ættfræðinni eða ættfræðitengdri starfsemi eftir því hvernig á það er litið. Flestir eru þeir hjá Islenskri erfðagreiningu, eða um 500 starfsmenn, að ættfræðingunum í húsnæði Friðriks Skúlasonar ehf. meðtöldum, og nœstflestir hjá UVS, eða um 40. Um 40 sjálfstætt starfandi ættfræðingar koma að útgáfu œttfrœðibóka og -rita á hverju ári. Islendingar hafa sérstöðu hvað ættfræði varðar þar sem ættfræðiupplýsingarnar, sem aðgengilegar eru hér á landi, eru einstakar í sinni röð. Til eru forn manntöl, jafnvel allt að 2000 ára gömul, sem ná yfir ákveðin svæði í Kína, en engin önnur þjóð í heiminum getur rakið ættfræði sína jafn heillega fyrir jafn stóran hóp manna jafn langt aftur i tírnann og Islendingar. Islenskir ættfræðingar hafa aðgang að manntali frá 1703 og ýmsum skriflegum heimildum, t.d. kirkjubókum og ritum útgefnum af ættfræð- ingum þessarar aldar og íýrri alda. Allir eru sammála um að íslenska ættfræðin sé ein- stök í sinni röð. Ættfræðin hefur verið „þjóð- ardella“ í aldanna rás og þekktir eru margir ættfræðingar sem lagt hafa á sig ómælda vinnu i þágu fræðigreinar sinnar. Allir hafa þeir átt eitt sameiginlegt fýrir utan ættfræð- ina: Fjárhagslega erfiðleika! Ekki gefið mikið af sér Rekstur ættfræði- iýrirtækja hefur alla tíð gengið erfiðlega og lítið verið upp úr ættfræðinni að hafa. Allnokkrir Islendingar stunduðu ættfræðirannsóknir á 19. öld og voru þeir flestir vel settir embættismenn sem gátu sinnt þessu hugðarefni sínu án þess að hafa fjárhagsáhyggjur. Sem dæmi um það má nefna Jón Pétursson, háyfirréttardómara og ættfræðing, sem þó segir svo í formála að Tímariti sínu, 1. bindi, árið 1869: ...,,því að eg hefi valla fengið alls 300 áskrifendur, sem er lángtum of lítið til þess eg geti verið skaðlaus, þar eð prentun og einkum útsendíng bóka hér á landi er svo kostnaðarsöm.“ Hann bætir við: „...Jjölgi Jón Ingi Benediktsson, framkvœmdastjóri Líftœknisjóðsins MP Bio hf, telur að ættfræðin hafi haft gríðarleg óbein áhrifí þjóðfélaginu, t.d. á rannsóknarumhverfi þjóðarinnar, án þess að bein söluverðmœti hafi orðið til í formi lyfja eða annarra afurða enn sem komið er. Mynd: Geir Olafsson kaupendum eigi, og ritið eigi gángi út, svo að eg af því að eins hafi skaða og tímatöf, þá vona eg, að enginn lái mér, þó eg hætti við það.“ I öðru bindi, sem kom út ári síðar, segist hann hafa velkst í vafa um hvort hann ætti að halda ritinu áfram þvi að kaupendur hafi verið svo fáir og ekki hafi þeim flölgað. Hins veg- ar sjái allir að það sé tóm vitleysa að láta prenta bækur sem eng- inn vilji kaupa eða lesa, það sé að verja tíma sínum og peningum til einskis. Þó að ættfræðiáhugi hafi blómstrað og markaðurinn verið talsverður síðustu áratugina hefur þessi fræðigrein ekki gefið mikið af sér fram á síðustu ár og byggst nánast eingöngu á áhuga og sjálfboðavinnu einstaklinga. .Ættfræðivinnan hefur nfiðast við að gefa út bækur, hvort sem það eru stéttatöl eða niðjatöl, og hefur talist gott að koma út á sléttu," segir Friðrik Skúlason, eigandi Friðriks Skúlasonar ehf., en ættfræðin hefur einmitt verið hans helsta tómstundagaman. „Eina ástæðan fyrir því að þetta hefur breyst var tilkoma liftækniíýrirtækjanna því að þau þurfa að nýta sér ættfræðina. Eina ijármagnið sem hefúr komið inn í þessa grein var það sem barst þegar líftæknifýrir- tækin fóru að taka þátt í uppbyggingu ættfræðigrunna og greiða íýrir ættfræðiupplýsingar og það var ekki lýrr en nú á allra síð- ustu árum. Þessi fýrirtæki hafa peninga sem ættffæðin hefur aldrei haft. Allt i einu hefur komið tjármagn inn í grein sem öld- um saman hefur verið í svelti." Hvetjandi fyrir vísindamenn Fijáls verslun hefur kortlagt pen- ingana í ættfræðinni í víðum skilningi og komist að þeirri niður- stöðu að ættfræðin hafi átt þátt í þvi að færa um 6.500 milljónir króna inn í landið á ári síðustu árin auk þess sem hún hefur, sem hluti af líftæknirannsóknum sem stundaðar eru í landinu, haft óbein áhrif í þjóðfélaginu, t.d. í áhrifum íslenskrar erfðagreining- ar og UVS á rannsóknarumhverfi þjóðarinnar, án þess að bein söluverðmæti hafi orðið til í formi lytja eða annarra afurða enn sem komið er. Þessi óbeinu áhrif verða ekki metin til Jjár en ótvi- rætt er að frumkvöðlar í líftæknigeiranum hafa fúndið leið til þess að nýta íslensku ættfræðina með öðrum gögnum og fá ijár- magn inn í landið eða, svo vitnað sé í Jón Inga Benediktsson, framkvæmdastjóra Líftæknisjóðsins MP Bio hf.: 39

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.