Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2001, Page 42

Frjáls verslun - 01.05.2001, Page 42
Friðrik Skúlason, eigandi tölvufyrirtækisins Friðriks Skúlasonar ehf. „Eggeri ráðfyrir að hægt sé að reka líftœknifyrirtæki án þess að nýta sér svona ættfræðiuþþlýsingar en þessar uþplýsingar, sem eru aðgengi- legarhérá landi, eru auðvitað einstakar. Þærgera vissa tegund aflíf- tœknilegri vinnu mögulega sem annars væri gjörsamlega óraunhæf. “ Mynd: Geir Olafsson ar, sem og blóð- og vefjasýni frá almenningi. „Ættfræðiupplýs- ingarnar skipta miklu máli, þær eru mikilvægur hlekkur, en starfsemi lýrirtækisins byggist ekki alfarið á þeim. Island er mikilvægt fýrir rannsóknir af þessu tagi vegna þess að hér eru til góðar upplýsingar, bæði ættfræðiupplýsingar og krabba- meinsskrár, og síðan er almenningur jákvæður hvað það varðar að taka þátt í rannsóknum," segir hann. UVS hefur starfað í um það bil tvö ár og haft til ráðstöfun- ar 11 milljónir dollara eða 1,1 milljarð króna sem sóttur var til innlendra ijárfesta í ársbyijun 2000. Stefnt er að því að auka eiginfé síðar á þessu ári. UVS kaupir aðgang að ættfræði- grunni Erfðafræðinefndar Háskóla íslands en sá grunnur gefur mjög ítarlegar dulkóðaðar upplýsingar um ættir íslend- inga aftur til 1840 og góðar upplýsingar enn lengra aftur í tím- ann. Gangi allar áætlanir eftir mun UVS greiða tugi milljóna fyrir ættfræðiupplýsingar frá Erfðafræðinefnd á næstu árum, samkvæmt gjaldskrá nefndarinnar. Erfðafræðinefnd er rekin af Háskóla Islands og eru starfsmennirnir þrír, þar af einn í hlutastarfi. Landspítalinn greiðir laun starfsmannanna en tekjur af grunninum fara í kostnað við tæknimál starfsmanna og kaup á gagnagrunnum. Vestlirfarasetrið Norður á Hofsósi á sér stað athyglisverð uppbygging sem tengir saman ættfræði og ferðaþjónustu en þar hefur athafnamaðurinn Valgeir Þorvaldsson byggt upp og rekið Vesturfarasetrið í nokkur ár. Vesturfarasetrið er með sýningar sem tengjast búferlaflutningum íslendinga til Vest- urheims og býður upp á ættfræðiþjónustu til handa þeim sem leita uppruna síns. Gríðarleg uppbygging hefur átt sér stað á Hofsósi á síðustu árum fýrir frumkvæði Valgeirs, ný hús hafa risið og gömul hús hafa verið endurbyggð í þeim tilgangi að skapa sérstaka umgjörð um starfsemina. í tengslum við Vest- urfarasetrið hefur byggst upp margvísleg þjónusta önnur, t.d. gisting, veitingar og flölbreytt afþreying. Velta Vesturfaraset- ursins var um 13 milljónir króna árið 2000 og voru gestir set- ursins rúmlega 10 þúsund, þar af um 3.000 Vestur-íslending- ar, en hugsanlegt er að enn fleiri ferðamenn komi til landsins FRÉTTflSKÝRING LÍFTÆKNIW 0G ÆTTFRÆÐIN í þessum erindagjörðum þó að ekki leggi þeir leið sína til Hofsóss. Samkvæmt upplýsingum Frjálsrar verslunar skilur hver ferðamaður eftir sig um 100 þúsund krónur að meðaltali. Ef miðað er við að ferðamenn, sem koma í tengslum við ætt- fræði til landsins, séu 5.000 talsins skilar þessi grein um 500 milljónum króna í þjóðarbúið. Bókaútgáfur Allnokkur fyrirtæki hafa verið starfrækt á sviði ættfræðiútgáfu í gegnum tíðina, sem flestöll hafa hætt starf- semi. í þeirra hópi má nefna fyrirtæki á borð við Líf og sögu, Þjóðsögu, Sögustein og Byggðir og bú. Genealogia Islandor- um, sem stofnað var á grunni nokkurra fyrirtækja, er mönn- um þó kannski ferskast í minni en það var lýst gjaldþrota fyr- ir nokkru og er talið að skuldir fyrirtækisins nemi tæpum 300 milljónum króna. Fyrirtækið var stofnað til að gefa út ætt- fræðibækur og starfrækja ættfræðigrunn á tölvutæku formi, sem UVS hugðist kaupa aðgang að. Ekkert varð úr þeim áformum. Þorsteinn Jónsson ættfræðingur hefur tengst flest- um ef ekki öllum ofannefndum útgáfuiýrirtækjum en hann hefur verið manna stórtækastur í ættfræðiútgáfu á íslandi. Þá hefur Nýja bókafélagið, sem er í eigu Páls Braga Kristjóns- sonar, gefið út ættfræðibækur. A hveiju ári koma út nokkur ættfræðiverk, stéttatöl, sem auðvitað eru ekki bein ættfræði, og niðjatöl auk þess sem ábúendatöl hafa farið í vöxt. Steingrímur Steinþórsson, eig- andi bókaútgáfunnar Máls og myndar við Bræðraborgarstíg ásamt Ivari Gissurarsyni, áætlar að veltan í ættfræðibókaút- gáfu hafi numið 40-50 milljónum króna á ári þegar best lét. Mál og mynd hefur verið starfrækt í sex ár. Fyrirtækið hefur aðallega gefið út bækur um sagnfræði og þjóðfræði en nokkr- ar ættfræðibækur hafa fylgt með. Velta fýrirtækisins vegna ættfræði nemur 10-15 milljónum króna á ári. Auk þessara er ijöldinn allur af sjálfstætt starfandi ættfræðingum að vinna að útgáfu ættfræðibóka og -rita. Vfir 1.250 íslendingar? Gróflega áætlað má segja að allt upp í 1.250 íslendingar byggi afkomu sína að hluta til eða öllu leyti með einum eða öðrum hætti á ættfræðinni. Eins og áður sagði starfa yfir 500 starfsmenn hjá Islenskri erfðagreiningu og má því segja að 1.000 einstaklingar eða fleiri, að mökum og börnum meðtöldum, byggi afkomu sína á tilvist ættfræði- grunnsins, jafnvel þótt það sé aðeins með mjög óbeinum hætti. Innan þessa flölda eru 15 starfsmenn, sem hafa að jafn- aði starfað við uppbyggingu Islendingabókar hjá Friðriki Skúlasyni ehf. Ef aðeins er tekið tillit til þeirra sem örugglega hafa beina afkomu af vinnu við ættfræði og fjölskyldna þeirra þá eru þeir samtals um 60 talsins. Hjá UVS eru starfsmenn- irnir 40 og því má segja að það séu tæplega 200 einstaklingar sem hafa að hluta til afkomu af ættfræðitengdri starfsemi fyrirtækisins. Otaldir eru þá starfsmenn Erfðafræðinefndar. Vesturfarasetrið hefur að jafnaði tvo starfmenn yfir árið en þeim ljölgar á sumrin svo að það eru kannski tíu einstakling- ar sem þar hafa framfærslu sína að einhveiju leyti af ættfræði- tengdri starfsemi. Um 800 ættfræðingar eru í Ættfræðifélag- inu. Fijáls verslun áætlar að um 40 sjálfstætt starfandi ætt- fræðingar komi að ættfræðiútgáfu á hverju ári en ekki er víst að þeir hafi miklar tekjur af því. Og þrátt fyrir að tugir manna hafi misst atvinnu sína við gjaldþrot Genealogiu Islandorum er ljóst að flöldi Islendinga byggir afkomu sína, þó ekki sé nema að litlum hluta, á tilvist ættfræðinnar. B!1 42

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.