Frjáls verslun - 01.05.2001, Side 44
Arndís Armann og Björn Gunnarsson, eigendurÁrmann Reykjavík ehf. „Fólk verður að vera ákveðið í því að vilja vinna saman og hafa svip-
uð áhugamál til að þetta gangi upp, “ segir Björn. Mynd: Geir Ólafsson
Hjónin vinna
Hjón, sem vinna saman, reka saman fyrirtæki, eru í
nánari tengslum hvort við annað en aðrir. Það hlýtur
að geta íþyngt hjónabandinu og spurning hvort leiði
sæki fremuráen í„venjulegum“hjónaböndum. Hvað
er það sem ræðurþví hvort hjón geta unnið saman?
Erþað samvinnuviljinn? Sáttfysi? Gottskipulag og
ákveðin verkaskipting? Við leitum svara.
Efitir Vigdísi Stefánsdótiur
Flestir stunda vinnu og koma heim til sín að henni lokinni,
til makans, sem annað hvort stundar aðra vinnu eða er
heimavinnandi. Þannig skiptir fólk um vettvang, hefur um-
ræðuefni úr vinnunni, vinnu hvors annars og um heimilið. En
um hvað er rætt á heimilum þar sem hjónin vinna bæði á sama
vinnustað og reka saman fyrirtæki? Er ekki hætta á að um-
ræðuefnið snúist eingöngu um vinnuna og það sem gera þarf
næstu daga? Er ekki hætta á að fólk fái alveg nóg hvort af öðru
og vilji helst fara sitt í hvora áttina eftir langan vinnudag saman
í stað þess að vera heima og hafa það notalegt? Hvað með
börnin? Verða þau ekki út undan í öllu saman þegar mamma
og pabbi eiga sér bara eitt áhugamál - fyrirtækið?
Samstarfsviljinn Skiptir ÖilU Svörin við þessum spurningum
eru jafn mörg og mennirnir eru margir. Frjáls verslun ræddi
við þrenn hjón sem reka fyrirtæki saman og fékk að heyra eitt
og annað um reynslu þeirra. Ein hjónin hafa unnið og búið
saman í rúmlega þrjá áratugi, önnur hjónin eru ung og nýlega
farin að reka saman fyrirtæki og eiga ung börn en þau þriðju
hafa rekið fyrirtækið um tíma en ekki unnið saman í því nema
um stuttan tíma. Þau voru öll sammála um það að samvinna og
samstarfsvilji væri aðalatriðið. Og einnig að þörf væri fyrir að
eiga stund sitt í hvoru lagi, utan vinnunnar. Ungu hjónin sögð-
ust leggja á það ríka áherslu að hætta snemma í vinnu og sinna
börnunum fram að háttatíma þeirra, þó svo að vinnan væri ef
til vill tekin upp eftir að þau sofnuðu. Þau gerðu sér grein fyrir
því að börnin stækkuðu hratt og að tíminn með þeim væri dýr-
mætur. Ekki virtist neinum þeirra vandamál að skipta með sér
verkum, verkaskiptingin kom einhvern veginn af sjálfu sér.
Helst var varað við því að láta vinnuna taka of mikinn tíma, að
leyfa einkalífinu ekki að njóta sín. ffl
44