Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2001, Side 50

Frjáls verslun - 01.05.2001, Side 50
MARKAÐSMÁL LYFSALA Þeir Róbert og Ingi eru gamlir vinir og unnu saman í Pharmaco á sínum tíma. Þeir eru báðir lyjjafræðingar frá Lyfjafrœðiháskólanum t Kaupmannahöfn og báðir eru þeir með MBA gráðu frá erlendum háskólum. ins og ráðum mjög miklu þó svo að við eigum minnihlutann í fé- laginu, 45%. Við samrunann seldum við Baugi 22% í Lyfju og eig- um eftir 45% í hinu sameinaðu félagi. Kaupverðið var að hluta greitt með hlutabréfum í Baugi.“ Samkeppnisstofnun skiptir Sér af Við sameininguna kvað Sam- keppnisstofnun upp þann úrskurð að þeim Róbert og Inga bæri að selja fimm af apótekunum 16 til þess að þeir hefðu ekki mark- aðsráðandi stöðu á Reykjavíkursvæðinu. Ekki máttu þeir selja keppinaut sínum, Lytjum og heilsu, apótekin, en það fyrirtæki fór í mál vegna úrskurðarins og fékk honum hnekkt. Því er stað- an í dag sú að þeir mega selja Lyijum og heilsu apótekin en við þá sölu myndu apótekum Lytju fækka úr 16 í 11 en apótekum Lytja og heilsu tjölga úr 17 í 22 og þar með væru Lyf og heilsa komin upp fyrir þau viðmið sem Samkeppnisstofnun setur varð- andi markaðshlutdeild á Reykjavíkursvæðinu í eigu eins fyrir- tækis. Svo er það rúsínan í pylsuendanum, sem segir að ekkert sé því til fyrirstöðu að Lytja stofni fimm ný apótek daginn eftir að hafa selt þau sem í eigu hennar eru og tjölgi þannig aftur apótek- um sínum. „Við erum engan veginn sammála þessu mati Sam- keppnisstofnunar en lútum þó skilyrðum hennar," segir Róbert. „Við álítum það ekki hlutverk Samkeppnisstofnunar að skipta sér af atvinnulífinu á þennan hátt, heldur eigi hún að nota sterk ákvæði sem eru í samkeppnislögunum varðandi misnotkun á markaðsráðandi stöðu.“ stór markaður Lytjavelta apóteka nemur um 7 milljörðum á ári og er því efdr nokkru að slægjast. Þar fyrir utan nota sjúkrahús- in um tjórðung af þeim lyfjum sem notuð eru hérlendis. Hlutdeild Lytju af heildarlytjamarkaði er tæp 30% en Samkeppnisstofnun gerði hins vegar athugasemdir við sterka stöðu fyrirtækisins á smásölumarkaði á höfuðborgarsvæðinu þar sem markaðshlut- deildin er um 50%. Það hefur tilfinnanleg áhrif þegar ríkisstjórnin ákveður að draga úr niðurgreiðslum vegna ákveðinna lytja eða jafnvel að hætta þeim alveg. Við það minnk- ar gjarnan salan á viðkomandi lyfi og færist jafnvel yfir á önnur lyf sem ekki eru eins áhrifarik. Árlega hefur heilbrigðisráðuneytið aukið hlutdeild sjúklinga í lytjakostnaði veru- lega og hefur hún breyst undanfarin ár. Hlut- deild ríkisins í lytjakostnaði var um 84% en er nú komin niður í 50%. „Ríkisstjórnin gerir ráð fyrir því að apótekin taki á sig aukinn kostn- að og það var það sem gerðist í fyrstu," segir Ingi. „Hins vegar hefúr það ekki verið svo upp á síðkastið þvt þau hafa einfaldlega ekki svigrúm til þess að lækka verðið á lyfjunum frekar en orðið er. Það er leitt að hugsa til þess að stýringin verði þess valdandi að þau lyf, sem eru notuð, séu ekki eins virk og önn- ur. Við höfum fyrir augunum nýtt dæmi um sveppalyf, en fyrir nokkru minnkuðu niður- greiðslur verulega á Lamisil, sem er afar öfl- ugt sveppalyf. Við það færðist neyslan fyrst yfir á annað lyf, sem er ekki eins áhrifaríkt, en það dró verulega úr sölunni á Lamisil. Þegar einnig var hætt að niðurgreiða hitt lyfið minnkaði sala og notkun á þessum flokki sveppalytja verulega í kjölfarið. Það hefur haft í för með sér að fjöldi fólks sem þjáist af sveppum á fótum hættir við að kaupa lyf- in, sem eru mjög dýr, og sleppir því meðferðinni en það er vissu- lega mjög slæmt.“ Har virðisaukaskattur „Það er leitt til þess að hugsa að ríkis- stjórnin geri sér sjúkdóma fólks að tekjulind. A íslandi er 24,5% virðisaukaskattur á lytjum en 14% á matvælum," segir Róbert. „Þegar ríkið greiddi 84% af lytjakostnaði almennings skipti það ekki mjög miklu máli en nú, þegar flestir almennir þegnar lands- ins borga stærstan hluta af lytjareikningi sínum sjálfir, hefur þetta mikið að segja; sjúkdómar fólks verða að tekjulind fyrir rík- ið. Þeir, sem njóta niðurgreiðslna ríkisins á lyfjum, eru fyrst og fremst miklir lyijanotendur, eins og ellilífeyrisþegar og öryrkjar, og þeir sem eru haldnir krónískum sjúkdómum. Hér ætti ríkis- stjórnin að taka Svía sér til fyrirmyndar og fella niður virðisauka- skatt á lyf og hafa þannig veruleg áhrif til lækkunar á lytjaverði til almennings. Það er einnig verið að mismuna fólki á þann hátt að þeir sem á sjúkrahúsum liggja og þurfa oft mikið af dýrum lytjum greiða ekkert á meðan almennur notandi greiðir að fullu það sem hann notar af lytjum.“ I september á s.l. ári opnaði Lyfla netverslun í samvinnu við Vísi.is þar sem í boði eru ýmsar vörur, s.s. heilsu- og hjúkrunar- vörur, en einnig lausasölulyf. Var þetta í fyrsta sinn sem hægt var að fá lyf í gegnum íslenskan vef. ,Á Islandi er ekki heimilt að póstsenda lyf og er fyrirkomulagið því þannig að starfsmaður Lytju annast sendingar sem innihalda lausasölulyf. Af þessum sökum er einungis hægt að selja lausasölulyf í netversluninni til viðskiptavina á höfuðborgarsvæðinu. Sala lyfseðilsskyldra lytja á Netinu verður sjálfsagt einhvern tíma að veruleika en eins og fyrirkomulagið er í dag er ekkert hagræði fólgið í sölu á Netinu,“ segirlngi.SS „Við stigum ákveðið skref með því kaupa húsnæði og setja síðan auglýsingu í Morgunblaðið þar sem við óskuðum eftir starfsfólki í ýmis störf í nýtt apótek með breyttum áherslum," segir Ingi Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lyfju. 50

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.