Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2001, Page 56

Frjáls verslun - 01.05.2001, Page 56
Veiðideild ÚTILÍFS hefur stækkað talsvert a3 undanförnu og starfsmönnum fjölgað. Þeir Úlafur Kr. Úlafsson, Drn Hjálmars- son og Úlafur Úskar Úlafsson eru að vonum sáttir við útkomuna enda hefur talsverð vinna verið lögð í að gera deildina aðgengilega og þægilega fyrir veiðimenn. „Hér vinna menn sem ekki aðeins vita hvað til er í versluninni, heldur hafa það að aðaláhugamáli að veiða og geta þannig auðveldlega sett sig í spor viðskiptavinarins," segir Örn. „Fyr- ir fluguveiðimanninn leggjum við enn meiri áherslu en áður á fjölda flugna og hefur í þeim tilgangi verið komið upp „flugnabar" þar sem viðskiptavinurinn getur valið sér flugur sjálfur, óháður afgreiðslu. Þetta eigum við von á að verði til mikilla bóta og þæginda fyrir veiði- menn sem geta nú í rólegheitum skoðað frábært úrval af flugum." Markmið ÚTILÍFS er að veiðimaðurinn þurfi ekki að leita annað eft- ir búnaði, hvort sem veiðin er fiskur, fugl eða hreindýr. Þekkt merki eru innanbúðar svo sem Dam, Redington og Abu, merki sem flestir veiðimenn þekkja og treysta. „Við eigum að sjálfsögðu allan fatnað sem veiðimaðurinn þarf, einnig skófatnað," heldur Orn áfram. „Þar að auki eigum við mesta úrval landsins af spúnum og beitu og erum ein- faldlega að stefna að því að allir fínni eitthvað við sitt hæfi, hvort sem peningaeignin er 1G0 kall eða 100 þúsund." Þeir sem vilja skoða nánar úrvalið á Netinu geta farið inn á www.utilif.is þar sem ÚTILÍF hefur opnað nýjan veiðideildarþátt og kennir þar ýmissa grasa, hvort sem um er að ræða fræðslu, vöru- kynningar eða veiðisögur. Utilffsdeildin skiptist í raun í tvennt, því að á sumrin fer mest af tjaldasölu ÚTILÍFS fram íTjaldalandi ÚTILÍFS að Vatnsmýrarvegi v. Umferðarmiðstöðina. Þar eru tjöld öll uppsett til sýnis fyrir þá sem vilja skoða þau nánar. „Það er auðvitað miklu þægilegra að skoða tjöldin uppsett heldur en að sjá bara myndir af þeim," segir Gísli Páll Hannesson, deildar- stjóri Útilífsdeildarinnar, en með honum starfa sölumennirnir Helgi Benediktsson, Svanur Lárusson og Arnar Einarsson. Gauti Sigurpáls- son er forstöðumaður Tjaldalands og með honum starfa Helmut Mai- er og Haukur Már Sveinsson, en þeir hafa margra ára reynslu af sölu og þjónustu, á tjöldum jafnt og skíðum. „f versluninni kappkostum við að eiga allt sem þarf til útilegunnar, og útiveru yfirleitt," segir Gísli. „Við höfum mjög vandaða og góða gönguskó frá Meindl, þar sem vin- sælasta tegundin heitir einmitt Island. Skemmtileg tilviljun. Þegar við tókum Sportleiguna yfir fylgdi Fjallraven merkið með, en það er þekkt merki í útivistarfatnaðí, tjöldum og tilheyrandi búnaði sem bætti enn við annars gott úrval okkar af þeim vörum." Þar fyrir utan bjóðum við upp á mikið úrval af vönduðum fatnaði á frábæru verði fyrir alla fjölskylduna, og öll veðrabrigði, en þar eru vörumerkin helst Marmot, Millet, Qrtovox, North Cape, Zo-on o.fl. ÚTILÍF GLÆSIBÆ Sími 545 1500 • www.utilif.is 56

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.