Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2001, Page 62

Frjáls verslun - 01.05.2001, Page 62
FERÐALÚG - SÆKJUM ÍSLflND HEIIVI í SUMflR á landinu sem svo er um varið. Sjö vitar eru með einnota raf- geyma, 55 fá orku sína frá rafveitum og 41 er knúinn sólarorku. Söfnill Víða um land er að finna söfn af ýmsu tagi. Sum stór og viðamikil, eins og Byggðasafnið í Vestmannaeyjum, önnur kannski bara eitt litið hús eða jafnvel garður. Öll eiga þau ein- hveija sögu og með þvi að skoða þau - staldra við rétt sem snöggvast - gefst færi á að kafa dýpra niður í söguna. Af athyglis- verðum söfnum má nefna sem dæmi Símaminjasafnið, sem stað- sett er í Loftskeytastöðinni við Suðurgötu í Reykjavík, en þar má finna sögu ijarskipta á íslandi, Sjóminjasafn íslands, með sögu fiskveiða, siglinga og sjómennsku, Sædýrasafnið í Höfnum, Dav- íðshús á Akureyri, Sænautaselið á Héraði, Steinasafnið á Teigar- horni og þannig mætti lengi telja. Veiði og reiðtúrar Við Langá er elsta veiðihús landsins, „Ensku húsin“, en það hefur nú verið opnað öðrum en veiðimönnum og er hægt að gista þar og njóta umhverfisins. Það er notalegt að sitja við kamínuna í setustofunni, laus við truflanir frá sjónvarpi og síma, í þessu skemmtilega húsi sem byggt var árið 1884. Reið- túr á Löngufjörur með Hauki á Snorrastöðum er ógleymanlegur þeim sem prófað hafa en það að fara ríðandi um landið í stað þess að aka gefur alveg splunkunýja mynd af því og færir ferðalanginn nær sjálfum sér og náttúrunni. Fagrihóll er sérkennilegt náttúru- iyrirbrigði sem er við akveginn til Breiðuvikur á móts við Svart- fell. Frost hefúr í gegnum aldirnar myndað þar mjög reglulega grasivaxna garða 1 til 2 metra breiða sem eru til að sjá eins og hryggir í kartöflugarði, en samt vel grónir. Gönguleiðir Það vilja ekki allir aka um landið, sumir vilja fara hægar yfir og skoða, tengjast náttúrunni og finna kyrrðina þeg- ar ekkert truflar. Við bendum á gönguleiðina Seyðisijörður Loð- mundarijörður um Hjáfrnárdalsheiði. Þetta er u.þ.b. 6 tíma gang- ur og er mesta hæð 550 m. Gengið er eftir slóð með stikum og vörðum og fara þarf yfir tvær óbrúaðar ár. Þessi leið var iýrrum aðalleiðin milli flarðanna. Nokkuð bratt er upp í efstu brekkur í Seyðisfirði en annars er þetta þægileg ganga og aðstaða er íyrir ferðamenn í Stakkahlíð. Gönguleiðin milli Landmannalauga og Þórsmerkur er án efa vinsælasta gönguleið landsins. Hún liggur um stórbrotið og plbreytt landslag; hraun Landmannalauga, há og hrikaleg fiöll og snjóbreiður við Hrafiitinnusker, sanda og ár á Fjallabaksleið og skóglendi Þórsmerkur. Margir halda að gangan sé frtið mál og það getur hún verið ef veður er gott og ekkert kemur upp á. í slæmu veðri, roki, rigningu og kulda, er Laugavegurinn hins vegar ekki fyrir hvern sem er. Gönguleiðin um Fimmvörðuháls er með þeim vinsælli af styttri ferðum. Fimm- vörðuháls er milli Eyjatjallajökuls og Mýr- dalsjökuls og liggur í um 1.100 m hæð yfir sjávarmáli. Sunnanmegin eru Skógar en norðan megin er Goðaland og Þórsmörk. Efst á hálsinum er Fimmvörðuskáli Útivist- ar. Gangan yfir Fimmvörðuháls er tafin taka um 8-10 klukkustundir. Fjöllin Fjöll hafa löngum freistað. Nokkur flöll eru oftar nefnd en önnur og má nefna t.d. Esjuna, Heklu, Keifi, Helgafell, Trölladyngju og IngólfsJjall. Ekki endilega fyrir það að vera erfið yfirferðar, heldur fremur vegna þess að þau eru oft gengin og gott að komast að þeim. Þau eru einnig öll fremur nálægt Reykjavik og stutt að fara ef löngun til fjall- göngu grípur skyndilega. Kirkjuferð Eítt er það sem skemmtilegt er að skoða á ferðum um landið en það eru kirkjurnar. Hefðbundnar kirkjur með litlum turnum og klukkum, stórar steinsteyptar kirkjur, kirkjur úr rekaviði og kirkjur sem eru eitthvað allt annað en kirkjur nú á dög- um, til að mynda leikskóli eða gistihús. Sum- ar kirkjur eru ótrúlega fallegar, aðrar passa svo vel inn í umhverfið að vart er hægt að hugsa sér það betra. Hellar Hellar sem eru gerðir af náttúrunn- ar hendi, td. Arnarker í Ölfusi, en einnig manngerðir, td. á Hellum undir Skarðsijalfi í Landsveit, eru meðal ijölmargra áhuga- Vestmannaegar óvænt æ vintýri Heimsækið Vestmannaeyjar - með flugi eða ferju. I Eyjum er boðið upp á fjölbreytta gistimöguleika. hótel, gistiheimili og tjaldstæði ásamt úrvali veitinga- og skemmtistaða. Boðið er upp á fjölmargar skoðunarferðir á sjó, í lofti og á landi. Stórkostlegt útsýni, fjölskrúðugt fuglalíf, þ.á m. stærsta lundabyggð í heimi. Eldgosið 1973 lagði Vestmannaeyjabæ næstum í eyði en þrátt fyrir það er þar í dag ein stærsta verstöð landsins. Gosið er ekki aðeins nálægt öllum í minningunni, heldur eru minnisvarðar þess um allan Vestmannaeyjabæ. Á Byggðasafninu í Eyjum er að finna lifandi sýningu um gosið og í bíóinu eru daglega sýndar myndir frá þessum atburðum. I Vestmannaeyjum er auk þess að finna einstætt sædýrasafn, það eina á íslandi. í Eyjum er glæsilegur 18 holu golfvöllur. Auk þess er alltaf spennandi að fara í fuglaskoðun um eyjamar. Einnig eru íboði óvenjulegar gönguferðir, hestaleiga og sjóstangaveiði. Greiður aðgangur er að íþróttasölum og sundlaug með heitum pottum og gufubaði. Verið velkomin til Vestmannaeyja. Vinsamlegast haftð samband ef þið óskið nánari upplýsinga. n* Upplýsingamiöstöö ferðamála L* Vestmannaeyjum Sími: 481-3555 • Fax: 481-1572 ' #' 62

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.