Frjáls verslun - 01.05.2001, Blaðsíða 63
FERÐALÖG - SÆKJUM ÍSLflND HEIIVI í SUIVIflR
verðra staða á Suðurlandi. Stutt og skemmtilegt er að ganga frá
Arnarstapa að Hellnum á Snæfellsnesi, setjast niður á kaffihúsinu
þar og slappa af og ganga svo til baka. í Landssveit eru þrír hell-
ar sem notaðir hafa verið sem geymslur, hlaða og fjárhús við bæ-
inn Hella. Þessir hellar eru manngerðir, höggnir í móhellur eða
sandstein. Sams konar hella er að finna vítt og breitt í Árnes- og
Rangárvallasýslum, til dæmis að Ægissíðu þar sem þeir eru 12
talsins. Ýmiss konar veggjakrot er að finna í sumum hellanna,
fangamörk, ártöl og krossa.
Bók fyrir jeppafólk
eir sem ætla að skoða hálendi landsins eru ekki á
flæðiskeri staddir varðandi leiðarvisi. Nýlega kom
út bók hjá bókaútgáfunni Skerplu ehf. sem ber
nafnið Hálendishandbókin - ökuleiðir, gönguleiðir og
áfangastaðir á hálendi Islands. Höfundur bókarinnar er
Páll Ásgeir Ásgeirsson blaðamaður en hann hefur um
árabil ferðast um hálendi landsins akandi og gangandi
og þekkir vel til þess. „Eins og undirtitill bókarinnar
gefur til kynna er hún ekki aðeins íýrir þá sem hafa
gaman af því að aka bílum um hálendið, heldur einnig
fyrir alla þá sem vilja njóta alls þess besta sem landið
býður upp á,“ segir Páll Ásgeir. „Bókinni er ætlað að
ljúka upp þeim töfraheimi sem hálendið er með því að
segja til vegar varðandi ökuleiðir og gönguleiðir og
merka áfangastaði. I henni eru bæði eiginlegar lýs-
ingar, landafræði og náttúrufræði og í bland við það sögulegur
fróðleikur og jafnvel kveðskapur. Mikið er til af fróðleik um há-
lendið en hann hefur verið dreifður um allt, ýmist í munnlegri
geymd eða á bókum og blöðum. Ég hef leitast við að safna þessu
saman á einn stað svo lesandinn geti notið margs konar fróðleiks
um leið og hann ferðast um landið, hvort sem er á venjulegum
eða breyttum jeppum."
Bókin er í þægilegu broti og henni er ætlað að vera ferðafélagi
í bílnum, ekki að sitja uppi í hillu. Hún er því í kiljuformi og
Uædd sterkri plastkápu.
I henni eru um 350 lit-
prentaðar ljósmyndir og
30 kort af ýmsu tagi. „Til-
urð bókarinnar varð með
þeim hætti að Þórarinn
Friðjónsson, útgefandi
bókarinnar, eignaðist
jeppa og langaði að vonum
til að fara á fjöll. Þá stóð
hann frammi fýrir þeirri
staðreynd að engar upplýs-
ingar lágu fýrir á einum
stað og vildi bæta úr. Hann
hafði um það vitneskju að
ég hefði ferðast víða um og
bað mig að vinna þessa bók
sem ég og gerði í samvinnu
við hann og marga aðra.“ [39
Tryggingar
VTSA ísland - Greiðslumiðkin hf. Álfabakka 16 109 Reykjavík Sími 525 2000 Fax 525 2020 www.visa.is visa@visa.is
Gleymd-ei-mér
V/SA
ALLT SEM ÞARF
Allar upplýsingar hjá Þjónustumiðstöð VISA í síma 525 2025