Frjáls verslun - 01.05.2001, Síða 65
VÍNUIVIFJÖLIUN SIGMARS B.
ast upp á lagið með að smakka og
greina vín, en æfingin skapar meistar-
ann. Því fleiri upplýsingar um vinin
sem skráðar eru og því fleiri vín sem
smakkað er á, því meiri verður þekk-
ingin. Vín er skemmtileg tómstunda-
iðja því hún snertir svo marga þætti.
Nefna mætti jarðfræði, erfðafræði,
veðurfræði, efnafræði og jafnvel sagn-
fræði. Mikilvægast er þó að finna þá
tegund vína sem hverjum og einum
fellur best í geð. Út frá þeirri vitneskju
er þá hægt að fara að safna vínum og
koma upp vínkjallara. Engin þörf er á
að eiga einhver ósköp af vínum heima,
ágætt er að eiga 40 til 60 flöskur. Auð-
vitað er gaman að eiga stóran vínkjall-
ara með mörgum flöskum, en það er
nú önnur saga.
Starfsfólk í sérlistadeild vínbúðarinnar Heiðrúnar veitirgjarnan viðskiptavinum upplysingar um
góð vín.
0g SVO er það vefurinn Margs konar fróðleik um vín er að
finna á vefnum. Ef þú vilt t.d. ferðast um vínhéruð heimsins og
fræðast um vín og mat ættir þú að fara inn á vef Stephens
Barrett sem er www.stephenbarrett.com. Ef þú vilt fara á gott
námskeið í vínfræðum farðu þá inn á vefinn www.wine-ed-
ucation-service.com. Fróðleikur um vínin frá Bordeaux er
nauðsynlegur og þá gildir vefurinn www.vins-bordeaux.fr. Afar
fróðlegur vefur um vínin frá Nýja Sjálandi er www.nzwine.com,
og þá eru það Kaliforníuvínin en upplýsingar um þau fást á
vefnum www.winesofcalifornia.com. Upplýsingar um bækur í
vínfræðum eru á vefnum www.wineprices.com. Skemmtilegur
vefur um vín og mat er www.decanter.com/goodliving en á
þessum vef eru meðal annars girnilegar uppskriftir. Almennar
upplýsingar og ýmsan fróðleik um vín er hægt að fá á vefnum
www.chateauonline.com. Áhugafólk um portvín ætti að skoða
vefinn www.ivp.pt
Samanþurðarvin Áhugavert er að bera saman vín sem
pressuð eru úr sömu þrúgutegundinni. Það er sattbest að segja
stórkostlegt að kynnast því hvað jarðvegur og veðurfar hafa
mikil áhrif á vínið. Vín úr t.d. Chardonnay þrúgunni, sem rækt-
uð er í Frakklandi, er svo allt öðruvísi en vín úr sömu þrúguteg-
und ræktaðri í Kaliforníu. Raunar þarf ekki tvö ólík lönd til,
Chardonnay vín frá Chabli í Frakklandi er töluvert ólíkt víni frá
suður-Bourgogne, þó er Chabli eiginlega hreppur í Bourgogne
héraði. Skemmtilegt er að bera saman Chardonnay vínin Pierre
Andre Chablis le Grand Pre, sem er létt, með fersku ávaxta-
bragði þar sem bragð af grænum eplum er yfirgnæfandi, og
Beringer Napa Valley Chardonnay. Þetta vin er þurrt og af því
er öflugt eikarbragð sem er eins og létt kryddað. Það er svo
sannarlega skyldleiki með þessum vínum en þó eru þau svo
ólík. Hugel Riesling er svipað vín og ekta Alsace Riesling vín,
sýruríkt með smjörbragði. Stoneleigh Marlborough Riesling
frá Nýja Sjálandi er líkur Riesling en töluvert öðruvísi en sá
franski, hann er vissulega þurr og sýruríkur en af honum er
ávaxtakeimur með léttu piparbragði. Munurinn á milli rauðvín-
anna úr sömu þrúgutegundinni er hins vegar meira afgerandi.
Sólarljósið hefur meiri áhrif á rauðvínsþrúguna en þær þrúgur
sem hvítvín er pressað úr. Fetzer Home Ranch Zinfandel er
bandarískt vín en af þessu víni er milt eikarbragð með ljúfu blá-
beija- og súkkulaðibragði. L.A Cetto Zinfandel er frá Mexíkó.
Af þessu víni er bragðið einnig milt en ávaxtabragðið er yfir-
gnæfandi. Skemmtilegar andstæður eru tvö ljómandi Merlot
vín. Annars vegar er Pasqua Merlot Delle Venezie Vingeti del
Sole frá ítaliu, létt vín með aldinkeim sem stundum minnir á
sveskjugraut. Hins vegar er vín af sérlista ÁTVR sem heitir
Canepa Private Reserve Merlot og er frá Chile. Þetta vín er
mun þyngra Merlot, örlítið sætara með góðum aldinkeim og
það vottar fýrir smá tóbaksbragði. Það er sem sagt athyglisvert
að bera saman vín úr sömu þrúgutegund, á þann hátt komumst
við að þvi að vín eru íyrst og fremst náttúruafurð og víngerðar-
meistarinn mikli er iýrst og fremst sjálfur skaparinn. SU
Áhugavert er að hera saman vín sem pressuð eru úr sömu þrúgutegundinni.
Það er satt hest að segja stúrkostlegt að kynnast því hvað jarðvegur og
veðurfar hafa mikil áhrif á vínið.
Hvítvín
Pierre Andre Chablis le Grand Pri, á krónur 1.390
Beringer Napa Valley Chardonnay, á krónur 1.690
Hugel Riesling, á krónur 1.280
Stoneleigh Marlborough Riesling, á krónur 1.180
Rauðvín
Fetzer Home Ranch Zinfandel, á krónur 1.150
LA Cetto Zinfandel, á krónur 1.090
Pasqua Merlot Delle Venezie del Sole, á krónur 1.460
Canepa Private Reserver Merlot, á krónur 1.360
65