Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2001, Síða 68

Frjáls verslun - 01.05.2001, Síða 68
VERSLUN SflLfl SKOTVGPNfl Skotvopn eru ekki vinsæl hjá yfuvöldum friðelsk- andi þjóðar en í lítilli verslun á Dunhaganum starfar eini iðnlærði byssusmiðurinn á íslandi og þjónar þeim 15 þúsund veiðimönnum sem virkir eru í dag. Hann hefur byggt upp jyrirtæki sitt í fimm ár og er bjartsýnn á framhaldið. Efdr Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur Uppi á veggjum hanga myndir af manni með bráð fyrir fótum sér og veiðifélaga sér við hlið, yfir dyr- um fylgjast uppstoppuð dýr með umferðinni og á veggjunum hanga alls kyns minjar og myndir úr veiði- ferðum liðinna ára. I einu horninu stendur óhagganleg- ur peningaskápur og bak við rimla standa rifflar og önn- ur skotfæri sem þolinmóð bíða kaupanda síns. Þó að verslunin sé lokuð á morgnana hringir bjallan alltaf öðru hvoru, sérstaklega þegar líður að hádegi, því að veiði- glaðir viðskiptavinir þurfa að koma með vöðlurnar sínar í viðgerð fyrir vertíðina í sumar. Jóhann Vilhjálmsson er byssusmiður að mennt og starfi. Hann hefur rekið byssuverkstæði og verslun í fimm ár og er nú búinn að koma sér fyrir við Dunhagann í Reykjavík. Þar þrífst hann vel. Jóhann er upprunalega vélvirkjameistari að mennt og vélstjóri lengst af, var lengi til sjós hjá Landhelgis- gæslunni og á togurum áður en hann söðlaði um fyrir Jóhann Vilhjálmsson byssusmiður hefur starfrækt verslun og verkstæði í fimm ár. Hann er eini íslending- urinn sem hefur menntun í því að handsmíða byssur og gerir það af metnaði og list. Handsmíðaður riffill getur kostað allt að hálfa milljón króna. Mynd: Geir Ólafsson tíu árum, gekk á land í Belgíu til að setjast þar á skólabekk. Hann hefur alltaf haft mikinn áhuga á veiðiskap og skotfær- um og er fyrsti og eini íslendingurinn sem hefur lært byssu- smíði sem iðn. Erlendis er rík hefð að baki veiðum og byssu- smíði og þar tíðkast mikil sérhæfmg innan iðngreinarinnar, menn sinna ýmist málmsmíði, skeftissmíði eða jafnvel blámun og mynsturgreftri en á íslandi er markaðurinn svo lít- ill að ekki er hægt að leyfa sér slíkan munað. í Belgíu lærði Jóhann bæði málmsmíði og skeftissmíði og hann sinnir hvoru tveggja auk þess sem hann grípur í blámun og skreyt- ingar eftir aðstæðum. algengastar hér á landi en sjálfur smíðar hann mestmegnis riffla því að við haglabyssusmíðina þarf stórar vélar sem hann hefur ekki aðgang að. Erlendis kaupa efnamiklir og metnað- arfullir veiðimenn og safnarar byssur fyrir kannski fimm milljónir króna en hér fer verðið á nýjum, handsmíðuðum riffli varla yfir hálfa milljón króna. Efniskostnaðurinn er á bil- inu 100-200 þúsund krónur og svo fara 200-300 tímar í að smíða byssuna sem er þá „klæðskerasaumuð" fyrir viðkom- andi veiðimann. Jóhann lyftir upp fallegum riffli og bendir á skeftisendann þar sem viður og járn mætast. „Sjáðu, þetta er dagsvinna og hérna sjást hvergi nein samskeyti.“ 200-300 tímar í eina byssu „Ég set ekki minn gröft á dýrar, handsmíðaðar byssur því að þá er ég bara að eyðileggja. Er- lendis starfa menn við svona myndskreytingar og hafa ekki gert neitt annað í ijölda ára. Þeir eru listamenn og það getur tekið þá marga mánuði að grafa út mynd á eina byssu,“ segir Jóhann og það er greinilegt að hann ber djúpa virðingu fyrir iðninni og verkum þeirra sem við hana starfa. Islendingar nota einkum tvenns konar skotvopn við veið- ar, haglabyssur og riffla, og segir Jóhann ódýrar haglabyssur 68 Smíðar ný Stykki Verkefni byssusmiðsins eru fjölbreytt enda er ekkert auðvelt að lifa í reglugerðaríkinu íslandi þar sem skotvopn mæta fordómum og innflutningur og viðskipti, jafn- vel nýsmíði, eru háð leyfum af hálfu hins opinbera. Jóhann smíðar ijórar til fimm nýjar byssur á ári og veltan nemur um 10 milljónum króna. Hann er þó bjartsýnn og segir veltuna fara vaxandi. Hann hefur nýlega stækkað við sig húsnæðið og í framhaldi af því tekið að sér vöðluviðgerðir. Fyrir utan ný- smíðina tekur Jóhann að sér að gera alls kyns breytingar á

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.