Frjáls verslun - 01.05.2001, Qupperneq 72
ViktorJ. Vigfusson, framkvŒrndostjóri Netskilo: „ Við tökum við rafrcenum reikningsgögnum frá þeim sem
eru íþjónustu hjá okkur og viðskiþtavinurinn getursvo bœði skoðað oggreitt reikningana ígegnum tölvu-
banka sinn. FV-mynd: Geir Ólajsson.
menntafræðingur að mennt
en hefur upp á síðkastið skrif-
að í Gestgjafann. „Eg er svo
stálheppinn að hún er snill-
ingur í matargerð og nýtur
þess að prófa nýja rétti reglu-
lega,“ segir Viktor brosandi.
.Áhugamál okkar liggja sem
betur fer að mestu saman.
Það eru auðvitað þessi hefð-
bundnu áhugamál, ferðalög
innanlands og utan. Við höf-
um bæði mjög gaman af því
að ferðast í íslenskri náttúru,
fara í göngur og skoða okkur
um en ekki síður ánægju af
því að ferðast erlendis. Ég fór
til að mynda í heimsreisu fýr-
ir 10 árum og það blundar
alltaf í mér að gera það aftur,
en það verður að bíða betri
tíma. Við höfum svipaðan tón-
listarsmekk og kunnum bæði
að meta sígilda tónlist og jazz.
Viktor segist hafa gaman
af því að spila fótbolta með fé-
lögum sínum en þvertekur
fýrir að hann haldi með ein-
hverju einu liði. „Ég er eigin-
lega utan trúfélaga hvað það
snertir og er alls ekki einn
þeirra eiginmanna sem eyða
öllum helgum í það að horfa á
fótbolta. Hef miklu meiri
ánægju af því að spila hann
Viktor J. Vigfússon, Netskilum
Eftir Vigdísi Stefánsdóttur
Hugmyndin á bak við Net-
skil var að gera fyrir-
tækjum kleift að birta á
vefnum reikninga og önnur
skjöl sem send eru viðskipta-
vinum og spara með því papp-
írs- og sendingarkostnað. Eig-
endur Netskila eru Orkuveita
Reykjavíkur, Akureyrarbær,
Hitaveita Suðurnesja, Spakur,
Mens Mentis, Sjóvá-Almenn-
ar, Burðarás, Húsasmiðjan og
íslandspóstur. „Við tökum við
rafrænum reikningsgögnum
frá þeim sem eru í þjónustu
hjá okkur og viðskiptavinur-
inn getur svo bæði skoðað og
greitt reikningana í gegnum
tölvubanka sinn,“ segir Vikt-
or. „Aðgengi að Netinu og
notkun netbanka er hvergi
meiri en hér á landi svo jarð-
vegurinn fyrir þessa þjónustu
er mjög góður. Hagræðið get-
ur þannig orðið mikið, bæði
fyrir almenning og fyrirtæki.“
Að sögn Viktors geta fyrir-
tæki birt hvers kyns skjöl í
gegnum netskil og gert við-
skiptavinum kleift að gera
ýmsar greiningar á viðskipt-
um sínum. „Þjónustan er nú
þegar aðgengileg í Heima-
banka sparisjóðanna og von-
umst við til þess að síðar á ár-
inu verði allir netbankar
landsins búnir að tengjast
þjónustunni."
Fyrirtækið var stofnað í
mars í fyrra og Viktor var
fljótlega ráðinn til þess sem
framkvæmdastjóri. „Starf
mitt hefur verið fólgið í því að
sjá um uppbyggingu starf-
seminnar og stefnumótun,
ráða starfsmenn og koma
þjónustunni af stað,“ segir
hann. „Ég er vélaverkfræð-
ingur að mennt, lærði í HÍ, en
fór til framhaldsnáms í Karls-
ruhe í Þýskalandi. Eftir að ég
kom frá námi fór ég til starfa
hjá tæknideild Flugleiða á
Keflavíkurvelli og sá þar m.a.
um markaðssetningu og sölu
á viðhaldi til erlendra aðila."
Viktor er kvæntur Ernu
Sverrisdóttur. Hún er bók-
sjálfur og finnst það góð tíl-
breytíng frá því að sitja löng-
um stundum við skrifborðið.“
Fyrir utan fótbolta og
ferðalög hefur Viktor gaman
af lestri góðra bóka og segist
m.a. sækja í bækur um fræði-
leg efni, s.s. á sviði eðlisfræði
og þróunar mannsins. Hann
segist líka hafa lært að kafa
fyrir nokkrum árum og að
alltaf standi til að gera meira
af því. „I sumar verður ekki
tekið langt frí þar sem fyrir-
tækið er ungt en þó ætlum
við í frí til Frakklands þar sem
okkur er að auki boðið í brúð-
kaup,“ segir hann. „Og ferð-
ast um landið að svo miklu
leytí sem tími gefst til.“S!i
72