Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2002, Page 89

Frjáls verslun - 01.03.2002, Page 89
FYRIRTÆKIN fl NETINU RflFRÆN VIÐSKIPTI Allir græða á Netinu? Könnunin var unnin af fyrirtæk- inu Könnun.is fyrir Útflutnings- ráð íslands, Euro Info skrifstof- una og SARIS, samráð um rafrænt Island. Hún er hluti af alþjóðlegri herferð, EIC e-Business Campaign, og er markmiðið að varpa ljósi á stöðu rafrænna viðskipta hér á landi. I könnuninni kom fram að tæp 82 prósent þeirra sem hafa innleitt raf- rænar viðskiptalausnir telja sig hafa hagnast á þeim. Það hljóta að teljast mjög ánægjulegar fréttir því að fram að þessum degi hefur almennt séð ekki verið talin mikil arðsemi af raf- rænum viðskiptum. Hagnaður Af þeim fyrirtækjum sem eru með vefsíður sögðust 84 prósent hafa innleitt rafræn viðskipti. Niðurstöður könnunarinnar sýna að stærstu og minnstu fyrirtækin hagn- ast mest í viðskiptum sínum en með- alstóru fyrirtækin eitthvað minna. Meðal þeirra kosta sem fyrirtækin nefndu í tengslum við rafræn við- skipti var að þau hefðu skilað minni kostnaði, betri möguleikum á að bæta þjónustuna og aukinni ánægju viðskiptavina. Rafræn viðskipti virðast vera mjög útbreidd og var meirihluti svar- enda ánægður með framkvæmdina og kvaðst ekki myndu breyta neinu í sinni innleiðingu. Þegar spurt var um vandamál við innleiðingu á rafrænum viðskiptaháttum sagði rúmlega ijórðungur svarenda að fyrir- Könnun sýnir að 87prósent íslenskra fyrirtækja eru með vefsíöur. Þessi fyrirtæki hafa nánast öll innleitt raf- rœn viðskipti og tæplega 82 prósent peirra sem nýta sér rafræn viðskipti telja viðskiptin arðbær. Könnunin er kynnt á vef Útflutningsráðs, www.icetrade.is, ogþar má sjá nánari uþplýsingar, bæði um framkvæmdina og niðurstöðurnar. Rafrænir viðskiptahættir fyrirtækja Eigið vefsvæði. Rafrænan viðskiptalausnir. Hagnaður af rafrænum viðskiptum. 1 Ætla í rafræn viðskipti. 2 Keypt eða selt á rafrænu markaðstorgi. Pekkja eMarket Services. 62,5 % 40,4 % 1. Þeir sem hafa innleitt rafræna viðskiptahætti voru spurðir þessarar spumingar. 2. Þeir sem hafa ekki innleitt rafræna viðskiptahætti voru spurðir þessarar spurningar. Eins ogsjá má telja tæþlega 82 prósent svarenda sighafa hagnast á rafrænum viðskiptum. tæki sitt hefði ekki lent í neinum vandamálum. Aðrir nefndu helst mik- inn kostnað auk þess sem verkið hefði tekið lengri tíma en búist var við. Þegar menn voru spurðir að því hvað þeir hefðu viljað gera öðruvísi sagðist um helmingur ekki vilja gera neitt öðruvísi en rúmlega fimmtung- ur sagðist vilja þjálfa starfsfólk sitt betur. Viljugri til svara Könnunin fór þannig fram að tölvupóstur var send- ur til framkvæmdastjóra 320 mis- stórra fyrirtækja úr öllum greinum at- vinnulífsins og þeir beðnir um að svara spurningum á tiltekinni vefslóð eða fá einhvern til að gera það fyrir sig. Niðurstöður könnunarinnar sýna að mjög hátt hlutfall íslenskra fyrir- tækja hafi innleitt rafræna viðskipta- hætti og segir Hrund Sveinsdóttir, verkefnisstjóri hjá Útflutningsráði, hugsanlegt að stjórnendur þeirra fyr- irtækja sem hafi átt velgengni að fagna í rafrænum viðskiptum hafi ver- ið viljugri til að svara könnuninni en hinir. Hún segir athyglisvert að 69 prósent svarenda hafi ekki svarað spurningum um flölda heimsókna á vefsíður. „Við vitum ekki hver ástæðan er. Hún getur verið sú að fyrirtæki viti ekki fjölda heimsókna eða hvernig má nálgast þær tölur. Hún getur hins vegar líka ver- ið sú að fyrirtækin séu ekki að fylgjast með heimsóknum á síðurnar sínar. Þá er hugsanlega verið að eyða tíma og fyrir- höfn í að búa til og halda við síðum sem enginn er að heimsækja. Síðum sem annað hvort þyrfti að kynna betur eða hreinlega að loka,“ segir Hrund. I könnuninni var einnig spurt um inn- leiðingu staðla fyrir skjalasendingar milli tölva, eða EDI, en það eru skipti á stöðluð- um viðskiptaskeytum milli fyrirtækja sem oftast fara í gegnum miðlægan netþjón. Stór hluti svarenda hafði innleitt slika staðla en vera kann að þeir sem hafa inn- leitt lausnina séu viljugri til að svara. Tæp 90 prósent þeirra fyrirtækja, sem hafa innleitt rafrænar viðskiptalausnir, gerðu það fyrir meira en ári síðan. Þetta sýnir ef til vill að fyrirtækin hafa haldið að sér höndum undanfarin ár vegna versn- andi efnahagsástands. S5 86,5 % 84,6 % 81,8 % VIÐSKIPTI • TÖLVUR ■ FERÐALÖG ■ VÍN - WWW.HEIMUR.IS 89

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.