Frjáls verslun - 01.02.2003, Blaðsíða 34
A LISTANUM
Kenneth Peterson
Bandaríkjamaðurinn Kenneth Peterson gæti á
vissan hátt talist valdablokk í íslensku viðskipta-
lífi eftir að hann náði undirtökunum í Islandssíma.
Kenneth tóks hið óvænta, að sameina Halló-Fijáls
fjarskipti, Islandssíma og Tal í eitt íyrirtæki undir
merkjum Islandssíma. Fyrir átti
Kenneth Peterson Norðurál á
Grundartanga. Þrátt fyrir þetta
setjum við hann ekki á listann
yfir valdablokkir í íslensku við-
skiptalífi. Það þykir sjálfsagt
umdeilt. SH
Kenneth Peterson, eigandi Norðuráls og ráðandi
eigandi í Íslandssíma.
Þorsteinn Vilhelmsson og Afl
Sjálfsagt reka einhveijir augun í það að Þorsteinn
Vilhelmsson og Afl ljárfestingarfélag séu ekki á
listanum yfir valdablokkir í viðskiptalífinu. Þor-
steinn er stærsti hluthafinn í Afli sem segja má að
hann eigi í félagi við Landsbankann. Þorsteinn
ásamt tjárfestingarfélögum sínum, Ránarborg og
Skessu (þar er hann einn af hluthöfum), á 41,1% í
Afli og Landsbankinn 19,5%. Margir aðrir hluthafar
eiga afganginn. Helmingur eigna Afls eru peninga-
legar eignir sem geymdar er á reikningum á meðan
beðið er átekta eftir góðum tækifærum á mark-
aðnum.
Eignir Afls í hlutabréfum ligaa að mestu í
tveimur félögum, Hraðfrystihúsi Gunnvarar og
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, SH. Þá keypti Afl í
nýlegu hlutafjárútboði rikisins í Landsbankanum
þegar afgangurinn af bréfum ríkisins var þar seldur
á einni mínútu.
Þorsteinn Vilhelmsson og Afl komust í fréttirnar
á síðasta ári vegna valdabaráttunnar sem háð var
innan Þormóðs ramma. Henni lyktaði óvænt með
því að Afl seldi um 46% hlut sinn í fyrirtækinu fyrir
________________rúma 3,2 milljarða. Þá má geta
þess að Þorsteinn er hluthafi í
Össuri, Granda og í Búnaðar-
bankanum. Hann var einn af
helstu hluthöfunum í Gildingu
sem innlimuð var í Búnaðar-
bankann fyrir rúmu ári.SH
Þorsteinn Vilhelmsson, fjárfestir og ráðandi eig-
andi í Afli fjárfestingarfélagi.
Framtak (EFA og Þróunarfélagið)
Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn, EFA, og Þró-
unarfélag íslands létu bæði mjög til sín taka á
hlutabréfamarkaðnum fyrir nokkrum árum. Núna
hafa þessi félög verið sameinuð og hefur hið nýja
félag fengið nafnið Framtak - ijárfestingarbanki.
Fróðlegt verður að fylgjast með þessu félagi sem er
undir stjórn Asmundar Stefánssonar og að mestu í
eigu lífeyrissjóðanna. Þar er þó óháður stjórnarfor-
maður, Elfar Aðalsteinsson, forstjóri Hraðfrysti-
húss Eskifjarðar.
EFA beitti sér býsna hart sem valdablokk vorið
2000 þegar félagið greiddi 3,5 milljarða fyrir öll
hlutabréfin í Kaupási, risanum sem keppir við Baug
á matvörumarkaðnum. Hugmyndir EFA, sem þá
voru undir stjórn Gylfa Arnbjörnssonar, núverandi
framkvæmdastjóra ASI, voru að búa til sterkt fyrir-
tæki á matvörumarkaðnum með KEA og Kaupfé-
lag Suðurnesja innanborðs. Ekki hefur orðið úr
þeim samruna. Mjög líklegt er að Framtak rejmi að
koma Kaupási á hlutabréfamarkað á næstu árum til
að minnka áhættuna sem fylgir
þvi að vera með svo stórt egg
innan um hin eggin í körfunni.
Framtak ijárfestingarbanki
er auðvitað aflið sem keppir
hvað mest við Baug á
íslenskum matvælamarkaði. BD
Ásmundur Stefánsson, forstjóri Framtaks fjár-
festingarbanka. Lífeyrissjóðirnir eru ráðandi eig-
endur fyrirtækisins.
Jón Qlafsson og Hofsbræður
Jón Ólafsson, aðaleigandi
Norðurljósa og hluthafi í
Islenskum aðalverktökum, er
ekki inni á lista okkar yfir valda-
blokkir. Hann hefði lent þar
fyrir nokkrum árum þegar
hann var hvað atkvæðamestur
við kaup á fyrirtækjum. Þá hafa
áhrif Hofsbræðra, Sigurðar
Gísla og Jóns Pálmasonar,
snarminnkað með minni um-
svifúm í íslensku viðskiptalífi. I
raun ber meira á systrum
þeirra, þeim Ingibjörgu og
Lilju, í viðskiptalífinu. Sigurður
Gísli býr núna í Los Angeles í
Bandaríkjunum. 33
aðaleigandi
Norðurljósa.
Sigurður Gísli
Pálmason.