Frjáls verslun - 01.02.2003, Blaðsíða 28
KAU! 'þing BANKI
Bræðurnir í Bakkavör,
Ágúst og Lýður
Guðmundssynir.
þings banka hf. í fullu starfi. Hreiðar Már
Sigurðsson, áður aðstoðarforstjóri, er tekinn við
sem forstjóri.
Bræðurnir í Bakkavör, Agúst og Lýður Guð-
mundssynir, keyptu á síðasta ári 55,0% í Meiði
ehf., stærsta hluthafanum i Kaupþingi banka, af
Spron. Þess má geta að Kaupþing banki á sjálfur
um 18,8% í Meiði, en afgangurinn i Meiði, 26,2%,
er í eigu nokkurra sparisjóða. Guðmundur
Hauksson hefur verið stjórnarformaður Kaup-
þings. Hann situr í stjórninni áfram ásamt Geir-
mundi Kristinssyni, sparisjóðsstjóra í Keflavík,
en sá sparisjóður á núna stærsta hlut sparisjóða í
bankanum. Þeir Guðmundur og Geirmundur eru
fulltrúar gamalla tengsla sparisjóðsijölskyld-
unnar við bankann.
Þeir bræður í Bakkavör settust ekki í stjórn
Kaupþing banka á aðalfundinum á dögunum
heldur fulltrúar þeirra. Það fer hins vegar ekkert
á milli mála að þeir stýra þar ferðinni ásamt
Sigurði Einarssyni. Sigurður hefur unnið
geysigott starf fyrir Kaupþings banka og tífaldað
nánast allar stærðir þar á
nokkrum árum.
Sumir segja að völd
Sigurðar séu svo
mikil að hann
sé fýrirtækið.
Kaupþing og sparisjóðirnir voru til skamms
tíma valdablokk í íslensku viðskiptalífi. En
eftir að eignarhlutur sparisjóðanna hefur
minnkað svo afgerandi í Kaupþingi og ijarað
hefur undan tengslunum þarna á rnilli stendur
Kaupþing banki hf. einn eftir sem valdablokk.
Mörgum finnst sem Kaupþing banki „eigi sig að
stórum hluta sjálfur" þar sem bankinn kemur
nokkuð við sögu í baklandinu, þ.e. á meðal hlut-
hafa, og völd stjórnandans Sigurðar Einarssonar
séu svo rnikil að „hann sé bankinn“.
MfiRGUM FINNST sem Kaupþing
banki „eigi sig að stórum hluta
sjálfur“ þar sem bankinn kemur
nokkuð við sögu í baklandinu og völd
stjórnandans Sigurðar Einarssonar
séu svo mikil að „hann sé bankinn'.
Foringjarnir voru áður Sigurður Einarsson,
forstjóri Kaupþings, og Guðmundur Hauksson,
sparisjóðsstjóri Spron. Núna eru for-
ingjarnir þeir bræður í Bakkavör, Ágúst
og Lýður Guðmundssynir, sem og
auðvitað Sigurður Einarsson, sem
núna er stjórnarformaður Kaup-