Frjáls verslun - 01.02.2003, Blaðsíða 70
□ Landsbanki
Brynjólfur Helgason, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs
Landsbankans. „Bankinn fjármagnar sífellt stærri hluta með
skuldabréfaútboðum en hefur dregið úr beinum erlendum
lánum."
Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbank-
ans, Mark Sismey-Durrant, bankastjóri Heritable-bankans,
og Magnús Þorteinsson, úr Samsonhópnum.
MIKLA ATHYGLI UAKTI sú yfirlýsing Björgolfs Thors Björgólfssonar á
fundinum að Samson hygðist ekki eiga nema um 10% í bankanum
til frambúðar og ætlaði að selja öðrum fjárfestum, m.a. íslenskum
lífeyrissjóðum, af 45,8% hluta sínum eftir fjögur til fimm ár.
íslenska hagkerfið stöðugt og vaxandi; Landsbankinn væri
elsti viðskiptabankinn og stærstur á sviði innlána. Enn væri
svigrúm til að auka hagnað bankans og arðsemi eiginfjár.
Augljós tækifæri væru til frekari uppstokkunar í íslenska
bankakerfinu sem nyti mikils traust af hálfu Moody’s eins
og fram kæmi í hárri einkunn Moody’s á t.d. íslenskum
skuldabréfum.
Könnun Gallups Björgólfur sagði að í könnun Gallups, þar
sem spurt hefði verið: Hvaða banka treystir þú best?, hefði
Landsbankinn komið bestur út með um 31,5% fylgi, en Bún-
aðarbankinn hefði lent í öðru sæti og fengið 23,8%. Þá sagði
Björgólfur Thor að þeir félagar í Samson legðu áherslu á
nýja stefnumörkun sem gerði bankann kvikari og sneggri á
öllum sviðum með því að straumlínulaga skipulagið og
ákvaðantökuna, auk þess sem bankinn ætti veruleg sóknar-
færi sem ijárfestingarbanki og í eignastýringu.
Halldór Jón Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans,
kynnti stöðu bankans og þeirrar virðingar sem hann nyti á
Islandi. Bankinn hefði sömuleiðis fengið viðurkenningu frá
Global Finance íyrir notendavæna netþjónustu. Hann sagði
að hagnaður bankans eftir skatta hefði numið rúmum 2
milljörðum króna og arðsemi eiginljár eftir skatta hefði
verið 13,5%. Hann sagði að hlutfall kostnaðar af tekjum færi
lækkandi og væri núna 61,1% sem væri lægra en hjá stærstu
bönkunum á Norðurlöndum. Enn væri þó svigrúm til að
lækka þetta hlutfall, það væri hærra en hjá hinum viðskipta-
bönkunum tveimur á Islandi, og væri stefnt að því að það
færi niður fyrir 60% á þessu ári. Halldór sagði markmiðið að
arðsemi eiginijár yrði á bilinu 13 til 15% í framtíðinni.
Geir H. Haarde Ijármálaráðherra sagði einkar ánægju-
legt að einkavæðing beggja ríkisbankanna hefði tekist svo
vel og að þeir væru komnir úr höndum ríkisins. Geir lagði
mikla áherslu á stöðugleikann í íslensku efnahagslífi og að
útlit væri fyrir 2,5 til 3% hagvöxt á næstu árum, m.a. vegna
stóriðjuframkvæmda. Þá útskýrði hann stefnu stjórnvalda í
einkavæðingu.
Brynjólfur Helgason, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs
Landsbankans, útskýrði fyrir fundarmönnum hvernig bank-
inn ijármagnaði sífellt stærri hluta af útlánum sínum með
skuldabréfaútboðum erlendis og hefði á móti dregið úr
beinum erlendum lánum. Þýskir bankar eru helstu kaup-
endur skuldabréfanna, ítalskir bankar eru í öðru sæti og í því
þriðja koma Benelúxlöndin; Belgía, Holland og Lúxemborg.
Erindin á fundinum tóku aðeins um eina og hálfa klukku-
stund og þótti fundurinn takst í alla staðið mjög vel. S!j
70