Frjáls verslun - 01.02.2003, Blaðsíða 20
S-HOt URINN
S-hópurinn er að hluta til gamli SmokMskur-
inn, þ.e. leifarnar af gamla Sambandinu.
Nafnið SmokMskur er horfið úr daglegu tali
um þessa blokk. Öxullinn í S-hópnum eru eigna-
tengslin á milli Kers (Olíufélagið), VÍS, Samvinnu-
lífejuissjóðsins og Eignarhaldsfélags Samvinnu-
trygginga.
EINHUERN UEGIIMIM ER ÞÚ erfitt að
setja Jón Helga inn sem einn af
foringjum S-hópsins þar sem hann
er kunnur af því að vera á eigin
vegum og utan valdablokka.
S-hópurinn kom fram sem sterk viðskiptablokk
þegar hann keypti 45,8% hlut ríkisins í Búnaðar-
bankanum í janúar sl. Þýski bankinn Hauck & Auf-
hauser Privatbankiers KGaA bættist inn í S-
hópinn við kaupin á hlut ríkisins í Búnaðarbankan-
um. Hlutur þýska bankans í Búnaðarbankanum
eftir kaupin er 16,3%, Kers 16,1%, VÍS 6,0%, Sam-
vinnulífeyrissjóðsins 3,9% og Eignarhaldsfélags
Samvinnutrygginga 3,5%.
Ker og VIS hafa verið peningamaskinur S-
hópsins undanfarin ár. Verulegur deilur hafa verið
innan hópsins og hefur þeim lyktað þannig að for-
ingjarnir tveir til margra ára, Geir Magnússon,
iýrrv. forstjóri Olíufélagsins, og Axel Gíslason,
iýrrv. forstjóri VIS, hafa báðir látið af störfum. Þeir
urðu báðir undir í baráttunni við Ólaf Ólafsson,
starfandi stjórnarformann Samskipa. I fréttaskýr-
ingu okkar um þá baráttu fyrir rúmu einu og hálfu
ári sagði að hörð arðsemissjónarmið hefðu tekið
við af samvinnuhugsjóninni hjá þessari valda-
blokk.
Foringjar S-hópsins eru þeir Ólafur Ólafsson,
stjórnarformaður Samskipa, Þórólfur Gíslason,
stjórnarformaður VIS og kaupfélagsstjóri Kaupfé-
lags Skagfirðinga, og Finnur Ingólfsson, forstjóri
VIS. Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri Byko,
tengist augljóslega S-hópnum eftir að Byko varð
stærsti hluthafinn í Keri sem kom til af kaupunum
í Búnaðarbankanum.
Jón Helgi situr í bankaráði Búnaðarbankans
sem og Finnur Ingólfsson. Einhvern veginn er þó
erfitt að setja Jón Helga inn sem einn af for-
ingjum S-hópsins og þessa arms í við-
skiptalífinu þar sem hann er kunnur
af því að vilja vera á eigin vegum í
viðskiptum og utan valdablokka. Þá
setjum við Kristján Loftsson,
stjórnarformann Kers, ekki á list-
ann yfir foringja S-hópsins.
Nokkrir stirðleikar hafa verið á
rnilli Ólafs Ólafssonar og Þórólfs
Gíslasonar þótt nú hafi klæði verið
borin á vopnin. Deilur þeirra
Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Samskipa og stjórnarmaður í Keri, og Þórólfur Gíslason,
stjórnarformaður VIS og kaupfélagsstjóri á Sauðárkróki.