Frjáls verslun - 01.02.2003, Blaðsíða 100
FlflT
Alfa Romeo og Fiat:
Mögnuð
ástríða
„Smæð okkar gerir okkur kleift að þekkja viðskiptavini
okkar betur en gengur og gerist. Dágóður fjöldi kemur
reglulega við til að fá sér ítalskt kaffi, skoða nýjustu bílana
og ræða um daginn og veginn. Það erum við þakklát fyrir,"
segir Sturla Sigurðsson, framkvæmdastjóri Fiat og Alfa
Romeo á Islandi.
Alfa Romeo Kamal.
Alfa Romeo er bíll sem mörgum er kær, ítalskur,
umvafinn dulúö, sterkri sögu kappaksturs og
framúrskarandi hönnunan
Slagorð Alfa Romeo, „mögnuð ástríða", er ekki úr lausu
lofti gripið því saga Alfa Romeo er full af tilíinningum og
ástríðu. Kappakstursmaðurinn Enzo Ferrari, þá ungur
maður, setti á stofn eigið fyrirtæki með það að markmiði að
smíða bíla til kappaksturs en hafði ekið Alfa Romeo bílum
áður. Þegar svo Ferrari bifreið sigraði í fyrsta sinn Alfa
Romeo bifreið, brast hinn tilfinningaríki Ferrari í grát - hon-
um fannst hann hafa framið helgispjöll gagnvart bílnum sem
honum þótti svo vænt um og var samofinn allri kapppaksturs-
sögu Italíu frá upphafi aldarinnar.
Alfa Romeo hefur haldið óbreyttri stefnu og framleiddir hafa
verið bílar sem snert hafa hjörtu margra. Hver sá sem ekur
Alfa Romeo bíl verður áþreifanlega var við alúðina og ástríðuna
sem lögð er í hvern bíl og enginn ekur honum ósnortinn.
Breytingar hjá limboðinu Síðastliðið sumar tóku nýir aðilar
við umboðið fyrir Alfa Romeo og Fiat biireiðir á Islandi. Tals-
vert er í lagt og hefur sérmenntuðu starfsfólki verið fjölgað í
þjónustudeild með það að markmiði að stytta biðtíma eftir þjón-
ustu og tryggja enn betri og öruggari þjónustu.
Nýir bílar eru boðnir til leigu á meðan bifreið viðskiptavin-
arins er á verkstæðinu og munu viðskiptavinum þannig gef-
ast tækifæri til að reynsluaka nýjustu árgerð af bílum sínum
heilan dag. „Smæð okkar gerir okkur kleift að þekkja
viðskiptavini okkar betur en gengur og gerist. Dágóður ijöldi
kemur reglulega við til að fá sér ítalskt kaffi, skoða nýjustu
bílana og ræða um daginn og veginn. Það erum við þakklát
fyrir,“ segir Sturla Sigurðsson, framkvæmdastjóri Fiat og Alfa
Romeo á Islandi.
„Við erum stöðugt að kynna nýjar tegundir til sögunnar og
m.a. munum við frumsýna Fiat Stilo MW í apríl. Þetta er skut-
bílsútgáfa af hinum vinsæla Fiat Stilo sem frumsýndur var síð-
astliðið haust. Skutbílsútgáfan verður frumsýnd á sama tíma á
Islandi og annars staðar í Evrópu. I haust verður gerð andlits-
lyfting á flaggskipinu, Alfa Romeo 166, og á sýningu sem
haldin var í Genf í byijun mars var kynnt hugmyndaútgáfa af
nýjum jeppa sem ætlað er að keppa við jeppa frá BMW og
Porsche. Nýi jeppinn er kallaður Alfa Romeo Kamal og verður
fyrsti jeppinn frá Alfa Romeo. Sala Alfa Romeo fer vel af stað nú
í ár og hafa þegar selst fleiri Alfa Romeo en allt síðastliðið ár.“
Þar fyrir utan má geta þess að í haust er að vænta fjórhjóla-
drifins Alfa Romeo 156. B!i
Fiat Stilo. Fiat Stilo MW.
100