Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2003, Blaðsíða 42

Frjáls verslun - 01.02.2003, Blaðsíða 42
M i ífnníffinpiSTiLL sigrúnar Hún lögfræðingur, hann á framabraut í banka. Einn daginn vildu þau breyta til og gera eitthvað nýtt. Texti og myndir: Sigrún Davíðsdóttir í London 3,8 milljónir punda og fyrirtækið hefur þurft að selja fyrirmynd- inni og erkikeppinautinum almáttuga, Starbucks, slatta af kaffi- börum. Hlutabréfin, sem voru skráð á 22 pens þegar fyrirtækið fór á markað, eru nú á 2 pens. En burtséð frá þessu hafa þau áhugaverðri reynslu að miðla og gera það á skemmtilegan hátt. Lífið ekki alveg eins og hana hafði dreymt um Það var í nóv- ember árið 1994 sem Sahar uppgötvaði að lífið sem lögfræð- ingur var ekki alveg eins og hana hafði dreymt um. Viðskipti var þó það síðasta sem henni hefði dottið í hug. Þau systkinin, fædd í Iran en alin upp í Englandi, misstu pabba sinn árið áður og það hafði skekið þau, þar sem hann varð bráðkvaddur á besta aldri. Bobby var á hraðleið upp metorða- og tekjustigann hjá Lehman í New York. Hann var í hálfs árs leyfi í London. Rétt eins og Sahar var hann að hugsa sinn gang. Þetta var á „dot- kom-tímanum“ og eins og marga starfsbræður hans dreymdi hann um að detta niður á sniðuga viðskiptahugmynd. Þegar hann sat á veitingastað með systur sinni eitt kvöldið og hún kvartaði sáran yfir að í London væri hvergi hægt að fá almennilegt kaffi og fitusnauðar múffur eins og í New York, sá Bobby að þarna var hugmyndin komin; kaffibarir með New York-stæl í London. Sahar hélt nú ekki, en þar sem hún hafði ekkert að gera tók hún tilboði bróður síns um að vera í vinnu hjá honum í viku við að kikja á kaffimenninguna í London og hvað væri hægt að gera. Þetta dugði henni til að sjá að við- fangsefnið væri spennandi og írumkvöðlasagan hófst. Ari síðar, í nóvember 1995, var fyrsti kaffibarinn þeirra opnaður við South Molton stræti, hliðargötu frá Oxford stræti. Gatan er hluti af verslunargötunum út frá Bond-stræti, þar sem hver glæsibúðin tekur við af annarri. Umgjörðin var því eins og best varð á kosið. Fyrsta daginn, laugardag i jólaösinni, streymdi fólk að og allt seldist upp á stundinni. Mánuði síðar opnuðu þau næsta kaffibar. En næstu sex mán- uði var lítið að gera og systkinin voru að því komin að gefast upp. Þá snerist dæmið við, það var skrifað um barinn hér og þar og það dugði. I lok 1998 voru staðirnir orðnir 20, á í bókinni segir: „Ég vildi að ég gæti verið sá sem ég var þegar mig langaði að vera sá sem ég er nú.“ Systkinin Sahar og Bobby Hashemi, hún lögfræðingur, hann á framabraut hjá Lehman Brothers bankanum í New York, kýldu á draum sinn um að stofna kaffihúsa- keðju. Ur varð Coffee Republic, sem náði sér rækilega á strik. Um þetta hafa þau skrifað skemmtilega og lærdómsríka bók, .Anyone Can Do It; Building Coffee Republic From Our Kitchen Table“. Það athyglisverðasta er kannski að þegar markmiðinu var náð komust þau að því að það átti ekki við þau að stjórna stórfyrirtæki. Umsvifum þeirra lauk með því að þau seldu fyrirtækið. Endirinn var þó ögn társtokkinn, því þó að árangurinn væri auðvitað stórfenglegur þá var sárt að komast að því að spenna uppbyggingartímans var það skemmtilegasta - ekki að reka afurð þess tíma. Reyndar eins gott þeirra vegna að þau seldu því að eins og er gengur fyrirtækið ekki vel. Tapið seinni hluta liðins árs var BÓKIN „ANYONE CAN D0 IT".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.