Frjáls verslun - 01.02.2003, Blaðsíða 46
Ásmundur Stefánsson, þáverandi hagfræðingur ASÍ, ásamt Jóni Kjartanssyni, verkalýðsforingja í Vestmannaeyjum, og öðrum
verkalýðsforingjum þar 1974. Mynd úr safni ASÍ
Eldklár ákafamaður
Ásmundur Stefánsson, núverandi framkvæmdastjóri Fram-
taks fjárfestingabanka, afhendir námsmannastyrki í fram-
kvæmdastjóratíð sinni hjá íslandsbanka. Á myndinni sést
einnig Elísabet Sveinsdóttir, markaðsstjóri hjá íslandsbanka.
Mynd úr safni íslandsbanka
/
Asmundur Stefánsson er eldklár ákafamaður sem
á auðvelt með að mynda sér skoðun og tala fyrir
henni. Hann les mikið og hefur kynnt sérsérstak-
lega fræðirit um atburðina í kringum Krists burð
og trúverðugleika þess að Kristur hafi verið til.
Eftir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur
Uppruni Ásmundur er fæddur í Reykjavík 21. mars 1945.
Foreldrar hans eru Stefán Oddur Magnússon, fv. fram-
kvæmdastjóri Hreyfils, og Áslaug Ásmundsdóttir húsmóðir.
Ásmundur á tvö systkini, Ásu járnbrautarstarfsmann í Dan-
mörku og Þór frönskukennara við MR. Systkinin eru alin upp
í Hlíðunum. Þór segir að góður krakkahópur hafi verið að
alast upp í Hlíðunum á þessum árum og helstu áhugamálin
hafi verið alls kyns útileikir og fótbolti. Tryggvi Eyvindsson,
kerfisfræðingur í Seðlabanka Islands og vinur Ásmundar frá
því á unglingsárum, segir að Valsvöllurinn hafi verið tíður
samkomustaður og svo hafi þeir hist hvor heima hjá öðrum.
Hann rifjar upp að Ásmundur hafi átt tjald og þeir hafi gjarnan
farið í útilegur saman, jafnvel eftir að þeir voru komnir með
fjölskyldur. Ásmundur las mikið, varð fullorðinslegur nokkuð
snemma og fékk áhuga á þjóðmálum.
Fjúlskylda Ásmundur er kvæntur Guðrúnu Guðmunds-
dóttur, framkvæmdastjóra Þjóðleikhússins. Þau eiga tvö
46