Frjáls verslun - 01.02.2003, Blaðsíða 80
TOYOTfl
P. Samúelsson hf:
Lúxusbíllinn Lexus
/
Urvalið af Lexusbifreiðum hefur
aukist mjög á skömmum tíma
og nú eru til fimm mismunandi
gerðir með ýmsum vélastærðum.
að eru aðeins þrjú ár frá því Lexus
á Islandi, umboð fyrir Lexusbíla,
var stofnað en viðtökurnar hafa
verið hreint frábærar. Það er P. Samú-
elsson sem hefur umboð fyrir þessa frá-
bæru bíla.
,Árið 2002 var einstak-
lega gott ár hjá okkur en við
seldum mun fleiri bíla en
okkar helstu keppinautar,"
segir Haraldur Þór Stefáns-
son, sölustjóri hjá Lexus.
„Urvalið af Lexus bif-
reiðum hefur aukist mjög á
skömmum tíma og nú eru
til fimm mismunandi gerðir
með ýmsum vélastærðum,
allt frá 6 strokka, 2 lítra til 8
strokka, 4,3 lítra en sú gerð
skilar um 283 hestöflum.
Það hefur átt sér stað mikil
þróun í hönnun á bílnum og
hefur framleiðandinn gert sér far um að mæta mismunandi
þörfum einstaklinga en verðið er líka hagstætt og lögð er
áhersla á persónulega þjónustu."
Lexus IS - línan
Hægt er að fá tvær mismunandi gerðir, IS200 og IS300,
bæði sem fernra dyra og einnig sem fimm dyra sem nefnist
SportCross. Líkt og í öllum Lexusbílum er spólvörn, 6 diska
geislaspilari, sjálfvirk loftræsting (air condition), 61oftpúðar
o.fl. IS200 er búinn 6 strokka, 2,0 lítra, 155 hestafla vél og er
fáanlegur 6 gíra beinskiptur eða 4 þrepa sjálfskiptur. IS300
er með 6 strokka, 3,0 lítra, 213 hestafla vél og er 5 þrepa
sjálfskiptur með „E-Shift“ ásamt skriðvörn o.fl. Verð á IS200
er frá kr. 2.930.000 og á IS300 kr. 4.350.000.
Lexus GS - línan
Þessi frábæri bíll sameinar kosti lúxusbílsins og aksturseig-
inleika sportbílsins og er í boði með tveimur vélarstærðum.
GS300 er með 6 strokka, 3,0 lítra vél sem skilar urn 220 hest-
öflum og GS430 sem er með 8 strokka vél, 4,3 og 283 hest-
öfl. Verð frá kr. 4.700.000.
Lexus LS430
LS430 er flaggskip Lexus og er glæsilega útbúinn í alla
staði. I þessum bíl er leitast við fullkomnun á öllum sviðum,
s.s. frábæra hljóðeinangrun, loftljöðrun, loftkæld framsæti
og gífurlegt afl hljóðlátrar 4,3 lítra vélarinnar. Auk þess er í
boði sérstakur „President pakki“ sem innifelur allan lúxus,
s.s. nudd í aftursætum, rafdrifnum höfuðpúðum o.fl. Verð
frá kr. 7.650.000.
Lexus RX300
Nýr RX300 mun líta dagsins ljós í maí n.k. en þessi margverð-
launaði bíll hefur nú verið endurhannaður og aðlagaður enn
betur að þörfum fólksins. RX300 verður með 6 strokka V-6 vél,
3,0 lítra sem skilar um 204 hestöflum. Fimm þrepa sjálfskipting
með handskiptimöguleika, 18“ felgur, regnskynjarar, minnis-
stillingar í sætum, sjálfvirk hurðaropnun að aftan er meðal þess
búnaðar sem verður í boði. Bíllinn mun stækka frá forvera sín-
um og verður 16 cm lengri og 3 cm breiðari þannig að hjólhaf
hans lengist. Verð á þessum bíl er frá kr. 5.190.000. SH
Haraldur Þór Stefánsson,
sölustjóri hjá Lexus.
80