Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2003, Page 43

Frjáls verslun - 01.02.2003, Page 43
BÓKIN „flNYONE CflN DO IT“ næstu tveimur árum bættust 50 staðir við. Núna eru þeir orðnir um 100. Vinnan á bak við árangurinn Það er vinnan að baki þessu ferli, sem þau systkinin segja frá í bókinni. Boðskapur þeirra er titill bókarinnar: ÞAÐ GETA ÞETTA ALLIR. Við nánari lestur er þó ljóst að það þarf ýmislegt til. Frumkvöðullinn þarf að vera tilbúinn til að leggja allt annað til hliðar, einkum og sér í lagi daglegt líf. Hann þarf að vera reiðubúinn að hlusta á enda- lausar úrtölur, taka á móti endalausum höfnunum um banka- fyrirgreiðslu og til að vinna kauplaust. Þau systkinin gera ekki mikið úr reynslu Bobbys í fjármála- heiminum, sem hafi ekki nýsthonum sem frumkvöðull. En þótt hann hafi ekki áður farið í gegnum frumkvöðlaferlið hlýtur hann óneitanlega að hafa haft innsæi sem nýttist. Og hann gat hlaupið í gamla starfið sitt, auk þess að vera á launum, alla vega hluta tímans, þó að það komi ekki glögglega fram. Vissulega tóku þau áhættu, en þau voru líka betur stæð en margir aðrir. Gerið ráð fyrir óendanlegri vinnu! En hvernig sem einkahög- um þeirra var háttað felur frumkvöðlaferlið alltaf í sér óendan- lega vinnu, meiri en reiknað er með í byrjun. Og allt tekur lengri tíma en reiknað var með. Auk þess að rekja sögu sína birta þau viðskiptaáætiunina, ýmsar minnisnótur og annað, sem tengist ferlinu. Bókin er því ekki bara almennar ráðlegg- ingar. Tilurðarsagan er rakin svo nákvæmlega að þeir sem eru í frumkvöðlahugleiðingum fá hér góða punkta til að styðjast við og þeir sem hafa áhuga á fræðilegri innsýn fá ítarlega lesningu. Þau bera líka til baka ýmsar goðsagnir um frumkvöðla. Þau hnykkja rækilega á að frumkvöðull er ekki sama og uppfinn- ingamaður. Það eru margir frumkvöðlar en aðeins örfáir upp- finningamenn. Frumkvöðullinn kemur ekki endilega með nýja hugmynd. Það getur einmitt oft verið til bóta að taka eitthvað sem aðrir hafa reynt eða sem einhver reynsla er komin á. í þeirra tilfelli tóku þau þrælreynda hugmynd frá New York og yfirfærðu hana á London. Þau voru ekki einu sinni fyrst. Önnur keðja, byggð á nákvæmlega sömu hug- myndum, opnaði á undan þeim og óx hraðar. Sú keðja hefur síðan orðið Starbucks að bráð. Lífssaga fyrirtækís eins og mannsævi Eins og þau benda á er lífssaga fyrirtækis ekki ósvipuð mannsævinni, en í sam- þjappaðri útgáfu. Það er getnaðurinn, meðgöngutíminn, fæð- ingin, bernskuárin og fullorðinsárin. Dauðann nefna þau Toastie + Tall Coffee COFFEE' 8EPUBUC REPU81IC f CAPPUCCINO. EATIE. ' AMtRICANOOKHlTtR your daily cup í nóvember 1995 var fyrsti kaffibarinn þeirra opnaður. í lok 1998 voru staðirnir orðnir 20, á næstu tveimur árum bættust 50 staðir við. Núna eru þeir orðnir um 100. reyndar ekki. Þau áttuðu sig á því að það þarf aðra hæfileika en þá sem frumkvöðlar hafa til að reka fyrirtæki eftir að bernskuskeiði þess lýkur. Þeim var létt þegar þau gátu loksins farið að ráða fólk í rekst- urinn með sér og flutt skrifstofuna af heimilinu og út í bæ. Þau náðu í gott lið sem var samhent í að efla vöxt afkvæmisins og aliir gengu í öll störf. En þegar að þvi kom að enn þurfti að fjölga og þeir nýju voru ekki bara áhugasamir og reynslulitlir heldur fólk sem var vant að reka stórar einingar, hætti upphaflega kjarnaliðið. Það kostaði ófá tár. Undir nýrri stjórn þandist keðjan enn út og þá þurfti stærra húsnæði, enn fleira fólk, með reynslu í að reka stórfyrirtæki. Þar með var reksturinn hættur að lúta fyrri lögmálum. Ekkert svigrúm fyrir sveigjanleika og til- raunastarfsemi, heldur bara fyrir beinhart skipulag og nákvæmni. Þá hættu þau. Daginn eftir flaug Sahar til New York. „Ég vildi að ég gæti verið sá sem ég var...“ Fyrir þá sem hafa áhuga á að læra af öðrum eða bara að fræðast um frum- kvöðlaferlið þá er „Anyone Can Do It“ áhugaverð og fræðandi lesning. Það er meira en bara að segja það að koma á fót eigin fyrirtæki og allt sem liggur að baki er skilmerkilega rakið í bókinni. En kjarni sögunnar er sá að það sé miklu skemmti- legra að vera á leiðinni á toppinn heldur en að vera þar. A bak við velgengnissöguna er angurvær tónn. Eða eins og segir í bókinni: „Ég vildi að ég gæti verið sá sem ég var þegar mig langaði að vera sá sem ég er nú.“ 33 Kjarni sögunnar er að það sé miklu skemmtilegra að vera á leiðinni á toppinn heldur en að vera þar. Frumkvöðullinn þarf að vera til- búinn til að leggja allt annað til hliðar, einkum og sér í lagi dag- legt líf. Hann þarf að vera reiðu- búinn að hlusta á endalausar úrtölur og að vinna kauplaust. Þau segjast hafa áttað sig á því sama og svo margir frum- kvöðlar að það þarf aðra hæfi- leika, en þá sem frumkvöðlar hafa, til að reka fyrirtæki sem komin eru af bernskuskeiði. 43
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.