Frjáls verslun - 01.02.2003, Blaðsíða 106
„Það var bæði skrítið og gaman að setjast á skólabekk eftir svo langan tíma," segir Drífa Sigfúsdóttir, deildarstjóri fyrirtækja-
sviðs Lánstrausts. Mynd: Geir Ólafsson
Drífa Sigfúsdóttir hjá Lánstrausti hf.
Texti: Vigdís Stefánsdóttir
Lánstraust var stofnað áríð
1997 og selur vörur sínar
á Vefnum. Fyrirtækið
heldur m.a. utan um vanskil
einstaklinga og fyrirtækja en
mest notaða vara þess er Vog.
„Með notkun á henni má m.a.
sjá hvort viðkomandi sé á
vanskilaskrá eða hafi komið
að tveimur eða fleiri gjald-
þrotum,“ segir Drífa Sigfus-
dóttir, deildarstjóri fyrirtækja-
sviðs Lánstrausts.
„Vog stuðlar að bættu við-
skiptasiðferði og getur dreg-
ið úr útlánatöpum fyrirtækja.
Á hverju ári íjölgar þeim
fyrirtækjum sem vakta við-
skiptavini sem eru í reikn-
ingsviðskiptum, þannig að
þeir fái sendar upplýsingar
um vanskil og geta því
brugðist hratt við. Láns-
traust selur einnig hæsta-
réttardóma á tölvutæku
formi og vandað innheimtu-
kerfi sem ætlað er lögmönn-
um. Þá bjóðum við t.d. að-
gang að ársreikningum fyrir-
tækja og hlutafélagaskrá.
Gagnagrunnur okkar er upp-
106
færður daglega til að auka
áreiðanleika.
Hjá Lánstrausti starfar
mikið af góðu fólki enda
hefur fyrirtækið vaxið hratt
og rekur nú þegar útibú á
Möltu. í minni deild starfa 7
manns og þar eru m.a unnar
LT-skýrslur en í þeim eru
ítarlegar upplýsingar um
fyrirtæki s.s. upplýsingar úr
ársreikningum og vanskila-
skrá, um stjórnar- og lykil-
menn auk þess sem lagt er
mat á líkum á gjaldþroti á
næstu 12 mánuðum. Að
undanförnu höfum við unnið
talsvert með upplýsingar um
vanskil og gjaldþrot einstakl-
inga og fyrirtækja enda gefa
slíkar upplýsingar vísbend-
ingar um stöðu hagkerfisins
sem gagnlegt er að þekkja."
Drífa lauk prófi í viðskipta-
fræði frá Háskólanum í
Reykjavík vorið 2002 með
áherslu á stjórnun. Lokaverk-
efni hennar fjallaði um það
hvort EES-samningurinn
væri besta lausnin. „Það var
bæði skrítið og gaman að setj-
ast á skólabekk eftir svo
langan tíma. Á fyrstu önn var
t.d. einn kennarinn ári eldri
en eldri sonur minn og það
var álíka langt síðan ég var í
stærðfræði og flestir bekkjar-
félagarnir fæddust.
Eg þurftí að taka hressi-
lega á í stærðfræðinni og læra
menntaskólastærðfræðina
meðfram öðru á fyrstu önn.
Reyndar hefði ég tæplega náð
tökum á henni án aðstoðar
eldri sonarins. Bekkjarfélagar
mínir tóku mér einstaklega
vel enda skemmtilegt og gott
fólk sem gaman er að um-
gangast. Ég ætlaði síðan í
meistaranám í mannauðs-
stjórnun en var boðið starf
deildarstjóra fyrirtækjasviðs í
sumarbyijun sem ég þáði.
Starfið er tjölbreytt og
skemmtilegt enda er vöru-
þróun hluti af starfmu."
I 16 ár sinnti Drífa Sigfús-
dóttir bæjarmálum og var
m.a. forseti bæjarstjórnar í 8
ár, fyrst í Keflavík og síðan í
Reykjanesbæ jafnframt því
sem hún leysti bæjarstjóra af
á sumrin.
Hún hefur setið í tjölda
nefnda og stjórna, m.a. tekið
þátt í að semja lög um bruna-
mál, gerð kjarasamninga,
bygginganefnd sjúkrahúss
og tekið sæti sem varamaður
á Alþingi. Þá var hún um tíma
formaður Neytendasamtak-
anna og átti sæti í nefnd um
öryggis- og staðlamál á veg-
um norræna ráðherraráðs-
ins. Hún er formaður Bruna-
málaráðs, í stjórn Viðlaga-
tryggingar og hefur síðustu 8
árin verið í stjórn Sparisjóðs-
ins í Keflavík.
Drífa er gift Oskari Karls-
syni, varðstjóra í slökkviliðinu
á Keflavíkurflugvelli. Þau
eiga 3 börn: Daníel sem er lif-
upplýsingafræðingur og for-
stöðumaður hjá Islenskri
erfðagreiningu, Rakel Dögg
og Kári Örn sem bæði eru í
námi.
Kona sem hefur svona
mikið umleikis þarf að eiga
sér góð áhugamál líka.
„Ég vil helst veija frítím-
anum með tjölskyldunni og
góðum vinum,“ segir Drífa.
„Ég les mikið og hef gaman
af þvi að laga mat og ferðast. I
sumar ætla ég að fara vestur í
Arnartjörð en annað er ófrá-
gengið enn sem komið er.“ H3