Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2003, Page 106

Frjáls verslun - 01.02.2003, Page 106
„Það var bæði skrítið og gaman að setjast á skólabekk eftir svo langan tíma," segir Drífa Sigfúsdóttir, deildarstjóri fyrirtækja- sviðs Lánstrausts. Mynd: Geir Ólafsson Drífa Sigfúsdóttir hjá Lánstrausti hf. Texti: Vigdís Stefánsdóttir Lánstraust var stofnað áríð 1997 og selur vörur sínar á Vefnum. Fyrirtækið heldur m.a. utan um vanskil einstaklinga og fyrirtækja en mest notaða vara þess er Vog. „Með notkun á henni má m.a. sjá hvort viðkomandi sé á vanskilaskrá eða hafi komið að tveimur eða fleiri gjald- þrotum,“ segir Drífa Sigfus- dóttir, deildarstjóri fyrirtækja- sviðs Lánstrausts. „Vog stuðlar að bættu við- skiptasiðferði og getur dreg- ið úr útlánatöpum fyrirtækja. Á hverju ári íjölgar þeim fyrirtækjum sem vakta við- skiptavini sem eru í reikn- ingsviðskiptum, þannig að þeir fái sendar upplýsingar um vanskil og geta því brugðist hratt við. Láns- traust selur einnig hæsta- réttardóma á tölvutæku formi og vandað innheimtu- kerfi sem ætlað er lögmönn- um. Þá bjóðum við t.d. að- gang að ársreikningum fyrir- tækja og hlutafélagaskrá. Gagnagrunnur okkar er upp- 106 færður daglega til að auka áreiðanleika. Hjá Lánstrausti starfar mikið af góðu fólki enda hefur fyrirtækið vaxið hratt og rekur nú þegar útibú á Möltu. í minni deild starfa 7 manns og þar eru m.a unnar LT-skýrslur en í þeim eru ítarlegar upplýsingar um fyrirtæki s.s. upplýsingar úr ársreikningum og vanskila- skrá, um stjórnar- og lykil- menn auk þess sem lagt er mat á líkum á gjaldþroti á næstu 12 mánuðum. Að undanförnu höfum við unnið talsvert með upplýsingar um vanskil og gjaldþrot einstakl- inga og fyrirtækja enda gefa slíkar upplýsingar vísbend- ingar um stöðu hagkerfisins sem gagnlegt er að þekkja." Drífa lauk prófi í viðskipta- fræði frá Háskólanum í Reykjavík vorið 2002 með áherslu á stjórnun. Lokaverk- efni hennar fjallaði um það hvort EES-samningurinn væri besta lausnin. „Það var bæði skrítið og gaman að setj- ast á skólabekk eftir svo langan tíma. Á fyrstu önn var t.d. einn kennarinn ári eldri en eldri sonur minn og það var álíka langt síðan ég var í stærðfræði og flestir bekkjar- félagarnir fæddust. Eg þurftí að taka hressi- lega á í stærðfræðinni og læra menntaskólastærðfræðina meðfram öðru á fyrstu önn. Reyndar hefði ég tæplega náð tökum á henni án aðstoðar eldri sonarins. Bekkjarfélagar mínir tóku mér einstaklega vel enda skemmtilegt og gott fólk sem gaman er að um- gangast. Ég ætlaði síðan í meistaranám í mannauðs- stjórnun en var boðið starf deildarstjóra fyrirtækjasviðs í sumarbyijun sem ég þáði. Starfið er tjölbreytt og skemmtilegt enda er vöru- þróun hluti af starfmu." I 16 ár sinnti Drífa Sigfús- dóttir bæjarmálum og var m.a. forseti bæjarstjórnar í 8 ár, fyrst í Keflavík og síðan í Reykjanesbæ jafnframt því sem hún leysti bæjarstjóra af á sumrin. Hún hefur setið í tjölda nefnda og stjórna, m.a. tekið þátt í að semja lög um bruna- mál, gerð kjarasamninga, bygginganefnd sjúkrahúss og tekið sæti sem varamaður á Alþingi. Þá var hún um tíma formaður Neytendasamtak- anna og átti sæti í nefnd um öryggis- og staðlamál á veg- um norræna ráðherraráðs- ins. Hún er formaður Bruna- málaráðs, í stjórn Viðlaga- tryggingar og hefur síðustu 8 árin verið í stjórn Sparisjóðs- ins í Keflavík. Drífa er gift Oskari Karls- syni, varðstjóra í slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli. Þau eiga 3 börn: Daníel sem er lif- upplýsingafræðingur og for- stöðumaður hjá Islenskri erfðagreiningu, Rakel Dögg og Kári Örn sem bæði eru í námi. Kona sem hefur svona mikið umleikis þarf að eiga sér góð áhugamál líka. „Ég vil helst veija frítím- anum með tjölskyldunni og góðum vinum,“ segir Drífa. „Ég les mikið og hef gaman af þvi að laga mat og ferðast. I sumar ætla ég að fara vestur í Arnartjörð en annað er ófrá- gengið enn sem komið er.“ H3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.