Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2003, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.02.2003, Blaðsíða 6
RITSTJÓRNARGREIN Hafa peningarnir tekið völdin? „Peningarnir hafa tekið völdin. Ekki stjórnmála- flokkar. Ekki kjörnir fulltrúar. Ekki samtök fólksins. Ekki hinn almenni borgari.“ Þannig komst Ellert B. Schram nýlega að orði í grein í Morgunblaðinu þar sem hann útskýrir iýrir les- endum framboð sitt iýrir Samiýlkinguna. Ellert hafði á orði að sér hefði orðið þetta ljóst við lestur greinarflokks Agnesar Bragadóttur, blaðamanns á Morgunblaðinu, um viðskiptalífið. Ekki var annað á honum að skilja en að hann vildi auka völd stjórnmálamanna og þá væntanlega á kostnað „peninganna“. Grein hans var að vísu skrifuð áður en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hélt fræga ræðu í Borgarnesi þar sem hún sagði m.a. að stjórnmálamenn ættu ekki að skipta sér af viðskiptalífinu. „Lög á tiessa auðhringi“ Ellert er svo sem ekki einn um þá skoðun að „peningarnir hafi tekið völdin“. Þetta er orðið að eins konar frasa. Menn eins og Sverrir Hermannsson, Jón Magnús- son og Guðmundur G. Þórarinsson tala á sömu nótum. Þannig vill Sverrir Hermannsson, sem í hugum margra gæti talist auð- maður, að lögum verði komið yiir þessa „auðhringi" án þess að hann útskýri það frekar hvernig þau lög og þær reglur eigi að vera. Eg held hins vegar að flestum finnist eðlilegast að við- skiptalífið búi við almennar leikreglur sem veita öllum frjálsan aðgang að mörkuðum og hindra einokun, samráð og óeðlilega viðskiptahætti. Því sértækari sem reglurnar eru þeim mun verri eru þær. Hvað er t.d. heimamarkaður þegar samkeppnin er alþjóðleg? A hið opinbera að ákveða stærð iýrirtækja? Hvernig á að skipta iýrirtækjum upp og bijóta valdablokkirnar niður? Umfjöllun Frjálsrar verslunar Fijáls verslun ver óvenjumiklu rými í þessu tölublaði undir umflöllun um valdablokkirnar í íslensku viðskiptalifi. Við teljum þær vera átta og þeim hefur Jjölgað um sex á tólf árum. Þeim mun örugglega fjölga áifam. Skilin á milli þeirra eru oft og tíðum óljós og fýrirferð hverrar blokkar hefur minnkað. Tveir bankar eru á meðal þessara valdablokka. Við skilgreinum lifeyrissjóðina, sem eru í eigu allra landsmanna, sem valdablokk. Engin valdablokkanna er með einokun á sínum markaði þótt markaðsstaða sumra iýrirtækjanna sé mjög ráðandi og sterk en þau hafa verið lengi í atvinnurekstri í viðkom- andi atvinnugrein. Valdablokkirnar eru aðeins hluti af íslensku atvinnulifi og því fer auðvitað Jjarri að allir Islendingar séu í vinnu hjá þeim og ofurseldir þeim. I raun er íslenskt hagkerfi keyrt áfram með eldmóði af sterkri millistétt, um 80 til 90% þeirra sem eru á vinnumarkaði, þar sem aragrúi einyrkja og smáiýrirtækja kemur við sögu. Fyrsl og fremst Sterkir fjárfestar Valdablokkirnar eru fýrst og fremst sterkir ijárfestar sem koma til sögunnar standi til að gera eitthvað verulega stórt og öflugt í íslensku atvinnulifi. Samspil þeirra myndar aflið. Það er hins vegar engin ný bóla að peningum fylgi völd og erfitt sé að bijótast inn á markað þar sem öflugt fyrirtæki er iýrir. Hluthafar í almenningshluta- félögum hafa völd í samræmi við eign sína og það er forsenda þess að hægt sé að halda úti hlutabréfamörkuðum og almenn- ingshlutafélögum. Það verður ekki bæði sleppt og haldið. Stjórnmálamenn sem afsala sér völdum í atvinnulifinu með því að selja ríkisiýrirtæki geta ekki vænst annars en að völd þeirra minnki. Islendingar eru ein allra ríkasta þjóð í heimi þótt þeir hafi meira fyrir því að baka kökuna en aðrar þjóðir. En það fylgir einu sinni markaðs- öflunum að menn njóta ávaxta erfiðis síns. Væri betra að hafa litla köku og almenna fátækt? Það er af hinu góða að fólk fylgist með atvinnulífinu, umsvifum einstakra valdablokka og hvar þræðir liggja þvers og kruss í viðskiptalífinu. Til þess þarf upplýsta umræðu. Það er algjör óþarfi að þetta fari að snúast um gamla frasa í kröfu- göngum. Jón G. Hauksson Stofnuð 1939 Sérrit um viðskiþta-, efnahags- og atvinnumál - 65. ár Sjöfn Guðrún Helga Geir Ólafsson Hallgrímur Sigurgeirsdóttir Sigurðardóttir Ijósmyndari Egilsson auglýsingastjóri blaðamaður útlitshönnuður RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfn Sigurgeirsdóttír BLAÐAMAÐUR: Guðrún Helga Sigurðardóttir LIÓSMYNDARI: Geir Ólafsson UMBROT: Hallgrímur Egilsson ÚTGEFANDI: Heimur hf. V heimur RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA: Borgartúni 23,105 Reykjavík, sími: 512 7575, fax: 561 8646, netfang: fv@heimur.is ÁSKRtFTARVERÐ: kr 7.700.-10% afsláttur ef greitt er með kreditkortí. LAUSASÖLUVERÐ: 799 kr. DREIFING: Heimur hf., sími 512 7575 PRENTVINNSLA; Gutenberg hf. LJÓSMYNDIR: © Heimur hf. - Öll réttíndi áskilin varðandi efni og myndir ISSN 1017-3544 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.