Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2003, Blaðsíða 18

Frjáls verslun - 01.05.2003, Blaðsíða 18
FJÁRDRÁTTUR í FYRIRTÆKJUM Ótrúleg fréttabomba Það þarf í sjálfu sér ekki mörg orð um föstudaginn 23. maí sl. Það er langt síðan jafn stórri bombu hefur verið varpað yfir bjóðlífið og þegar fréttir bárust um meintan fjár- drátt aðalgjaldkera Landssímans, Sveinbjörns Kristjáns- sonar, og að hann ásamt tveimur af kunnustu mönnum viðskiptalífsins, frumheijunum á Skjá einum, þeim Árna Þór Vigfússyni og Kristjáni Ra(gnari) Kristjánssyni, bróður aðalgjaldkerans, hefðu verið hnepptir í gæsluvarð- hald vegna málsins. Fjórði maðurinn, frændi þeirra Kristjáns Ra og Sveinbjörns, Ragnar Orri Benediktsson, var einnig hnepptur í varðhald nokkrum dögum síðar. Þeir eru allir lausir úr haldi. FV bókhaldskerfið var höfð opin. En til er tölvutækni sem læsir svarskránni svo gjaldkerar kornist ekki inn í hana. Vissulega hefúr það líka vakið athygli að það var fyrirspurn frá skattrannsóknarstjóra sem kom mönnum fyrst á sporið. Flestum finnst íjárhæðin, sem skotið var undan, óvenju há, en hún nemur að minnsta kosti 250 milljónum króna. Aðrir hafa hins vegar sagt sem svo að sé þessi upphæð sett í samhengi við umsvif Landssímans og virði hans, sem er um 50 milljarðar króna, sé þetta dropi í hafið. Sitt sýnist hveijum! Eru vinnusvik fjárdráttur? Almenningur leggur misjafnan skilning í orðið ,jjárdrátt“. Flestir líta á hann sem „hvítflibba- brot“, það að stjórnendur og skrifstofufólk dragi sér fé út úr fyrirtæki. En er þetta réttur skilningur? Er ekki fjárdráttur hvers kyns þjófnaður? Allt frá því að vera þjófnaður úr vöruhúsi í það að stela peningum? Eru ekki skattsvik líka þjófnaður? Það eru ekki mörg ár síðan forstjórar gerðu beinlínis ráð fyrir ákveðinni vöruiýrnun í vöruhúsum og verslunum vegna þjófnaðar starfsmanna og viðskiptavina. En er það eitthvað annað að starfsmaður steli vörum af lager fyrirtækis eða peningum af bankareikningi? Varla. Hvort tveggja er tjárdráttur. Sumir ganga svo langt að segja að vinnusvik í fyrirtækjum séu lika tjárdráttur. Viðhorfin eru mörg. Margir sjá fyrir sér tjárdrátt þannig að einhver hvítflibbi stingi peningum inn á sig. Það er myndin. Núna gerist þetta hins vegar oftast í gegnum bankalínur þar sem bókhalds- og greiðslukerfi eru núna tölvuvædd. Oftast eru peningarnir milli- færðir inn á prívatreikninga sem oftar en ekki eru eyrnamerktir stórum viðskiptavinum, og sem svindlarinn hefur stofnað í nafni þeirra, svo að svindlið blasi ekki við þeim sem lesa greiðsluyfirlitið frá viðskiptabanka fyrirlækisins. Númer eitt: Aðgreínið störf bókara og gjaldkera En hvernig geta stjórnendur minnkað líkurnar á að starfsmenn þeirrra stundi Jjárdrátt? Númer eitt er að aðgreina störf bókara og gjald- kera. Það er fyrsta málsgreinin í fræðiritum urn endurskoðun og innra eftirlit og breytist aldrei þótt tækninni í bókhalds- kerfum fleygi fram. Þessi aðgreining er og mun alla tíð verða aðalatriðið - hversu smá sem fyrirtækin eru. Sé þetta gert er mjög erfitt að „koma glæpnum fyrir“. Bókarinn er varnaglinn sem tekur gjaldkerann í bakaríið. Samt sem áður er misbrestur á þessu prinsippi í litlum fyrirtækjum. Stjórnendum finnst oft ekki taka því að skilja þetta að og láta sér fátt um finnast þótt Tuttugu varnaglar (frh.) bókhaldskerfið. Þetta ætti raunar að vera fylgihlutur í öllum bókhaldskerfum. Ekki var læsing á svarskránni í tilviki Símans og hjálpaði það aðalgjaldkeranum. 11. AÐ HAFA ÞAÐ Á BAK VIÐ EYRAÐ að enginn starfs maður getur dregið sér fé nema hann njóti sérstaks trúnaðar og trausts stjórnenda. Þess þá heldur þurfa eftir- litskerfin að vera í lagi. 12. AÐ VERA Á VARÐBERGI gagnvart því að starfsmaður stíli falsaðan reikning á fyrii'tækið og sjái svo um að greiða hann og koma honum fyrir í bókhaldinu til að hylja slóðina. 13. AÐ VERA GAGNRÝNINN á reikninga yfir vörukaup. Finni gjaldkeri - og hugsanlega viðskiptavinir líka - að það sé slælegt eftirlit gæti hann freistast til að setja inn falsaðan reikning. Viðskiptavinir geta sömuleiðis hækkað reikn- ingana án þess að eftir því sé tekið. 14. AÐ KOMA UPP ÖFLUGU samþykktarkerfi. Það þýðir að yfirmaður eða yfirmenn (tveir) verða að samþykkja alla reikninga sem gjaldkeri greiðir. Þetta torveldar gjaldkcr- anum að smeygja inn fölsuðum reikningum. 15. AÐ HAFA HUGFAST að endurskoðendur hafa aldrei gefið það út að til sé fullkomin vörn gegn tjárdrætti í fyrir- tækjum. Það er t.d. mjög erfitt ef tveir, þrír eða Jjórir yfir- menn; gjaldkeri, bókari, innheimtustjóri og gjaldkeri byija í samkrulli að svindla. 16. AÐ HALDA VÖKU SINNI gagnvart tjármálastjórum sem hafa víðtæka heimild til að taka lán í bönkum og veita viðskiptavinum lán. Munið: Það kunna ekki aliir að fara með traustið. Og hugtakið „viðskiptavinur" getur orðið ansi teygjanlegt. 17. AÐ ÞJÓFNAÐUR úr birgðageymslum er líka tjárdráttur - þó ekki sé um stuld á beinhörðum seðlum að ræða. 18. AÐ SETJA ÞAÐ í REGLUR gagnvart starfsmönnum að hinn minnsti tjárdráttur verði kærður til lögreglu. Það er vitað að menn hafa verið reknir fyrir misferli en ekki kærðir. 19. AÐ FJÁRDRÁTTUR er ekkert síður móralskt tjón fyrir fyrirtækin en tap á peningum. Hann kemur fyrirtækjum yfirleitt illa - sálrænt. Og flest fyrirtæki telja það skaða hags- muni sína að svona mál komist í fjölmiðla þar sem ímynd þeirra í hugum almenings dettur niður tímabundið og upp kemur sú hugsun að fyrirtækin séu illa rekin og að þar sé óreiða á hlutum. 20. AÐ NÓTULAUS VIÐSKIPTI koma í veg fyrir allt eftirlit með þjófnaði starfsmanna. B3 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.