Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2003, Qupperneq 19

Frjáls verslun - 01.05.2003, Qupperneq 19
sama manneskjan sé bæði gjaldkeri, bókari, innheimtustjóri og jafnvel ijármálastjóri. Þetta er kórvilla! A viðkomandi að hafa eftir- lit með sjálfum sér? Það er engin ástæða til að búa til bókhaldsumhverfi, sem er svo sljótt og með svo lélegt eftírlit, að jafnvel grandvarir og heiðvirðir menn falli í þá gryflu að láta freistast Endurskoðendur hafa klifað á nauðsyn þessa aðskilnaðar í mörg ár - að það sé besta eftirlitskerfi sljórnandans. Endurskoðendur leggja líka til að bókhald sé fært mjög reglulega, helsta daglega. Oreiða í bókhaldi er jarðvegur fyrir ijárdrátt. Ennfremur brýna þeir fyrir yfirmönnum að þeir fari ævinlega yfir útprentanir bókhalds. Ráðning fólks. Ertu að ráða heiðarlegt fólk? Fleiri varnaglar eru í gangi. Ráðning fólks er þar efst á blaði. Forstjórai' þurfa að velta því mjög alvarlega fyrir sér hvers konar fólk þeir ráða í lykilstöður. Er það heiðarlegt? Það er alltaf erfitt að eiga við óheiðarlegt fólk. Stundum er sagt að sóst sé eftir þremur eiginleikum við ráðningar; heiðarleika, dugnaði og færni. Warren Buffett, ijárfestir í Bandaríkjunum, sagði eitt sinn að frekar vildi hann hafa latan, kláran og heiðarlegan mann í vinnu heldur en óheiðarlegan og eldkláran vinnuþjark. „Imyndið ykkur hvernig er að eiga við slíkan mann og hvað hann getur gert manni?“ bætti Buffett við. Aðgangur að lykilorðum Strangar reglur um aðgang að lykilorðum í bókhalds- og greiðslukerfum eru bráðnauðsynlegar. Hveijir eiga að vita lykilorðin og hafa aðgang að kerfunum? Gjaldkeri má alls ekki hafa lykilorðið að bókhaldinu til að komast inn í það. Það sama á við um bókarann gagnvart bankareikningnum. Báðir kunna að hafa lykilorð sem tryggja þeim aðgang að upp- flettílinum, svo þeir getí flett upp og skoðað ákveðin yfirlit. Ekki meira. Þeir mega alls ekki komast inn í kerfi sem er þeim óviðkom- andi svo þeir geti krukkað í það. Það er ófrá- víkjanleg regla. Fram hefur komið í fréttum um Landssímamálið að aðalgjaldkerinn komst inn í bókhaldskerfið og gat fiktað í því. Sendið lyhllfólh í frí Sendið fólk í frí. Það er afar mikilvægt að lykilfólk, eins og ijár- málastjórar, gjaldkerar og bókarar taki þau sumarleyfi sem þeir eiga inni - og helst sam- fellt og yfir mánaðamót Það kunna að vera ,fyrstu merki um að eitthvað sé í gangi“ fari TVær meginaðferðir Starfsmaður, sem dregur sér fé, hefur nokkrar leiðir tíl að „koma glæpnum fyrir“ í bókhaldinu til fela svindlið. Sumir nefna þetta spurninguna um „debet og kredit"; að þjófurinn verði að finna rétta „debetið" í bókhaldinu. Meginlínurnar eru samt tvær og í báðum tilvikum verður hrappurinn að hafa aðgang að heftinu og geta krukkað í bókhaldið. 1) HANN FALSAR REIKNINGA og býr til útgjöld sem hann lætur fyrir- tækið greiða, hvort sem hann færir þá gjalda- eða eignamegin. Flestir þjófar færa þetta líklegast gjaldamegin. 2) HANN STINGUR UNDAN TEKJUM sem koma inn í fyrirtækið - og lætur þær aldrei rata eðlilega leið inn í bókhaldið heldur kemur þeim fyrir undir liðnum afskrifaðar tekjur. Ekki er verra fyrir hann að hafa sljóan yfirmann sem sefur á verðinum. Dæmi um aðferðir til að svindla Lítum betur á þetta með nokkrum dæmum. Forsendan er sú að gjaldkerinn komist í bókhaldið eða að bókarinn komist í heftíð (bankalínuna). Að ekki sé aðskilið ferli þarna á milli. Dæmi eitt; Gjaldkeri er í aðstöðu til að taka við tekjum. Hann sér líka um að innheimta kröfur. Hann gæti hugsanlega innheimt kröfu, sem mikil vandræði hafa verið með, og látið sem að hún hafi tapast. Bókfærsla hans er þessi: Debet: afskrifaðar tekjur. Kredit: afskrifaðar kröfur (inneign). Dæmi tvö: ímyndum okkur að gjaldkerinn innheimtí vexti af þeim sem skulda fyrirtækinu. Hann tekur við fénu en lætur líta svo út að vextirnir hafi ekki verið innheimtir og að vonlaust sé að innheimta þá og því séu þeir tapað fé. Bók- færsla hans er sú sama og áðan. Debet: afskrifaðar vaxtatekjur. Kredit: afskrif- aðar inneignir. Dæmi þrjú: Hann afgreiðir vöru til viðskiptavinar. Tekur við greiðslunni. Skráir söluna og færir inn á bankareikning fyrirtækisins. Framhaldið er þá eins og áður. Hann tekur féð út af bankareikningi og bókar það síðan sem tapaða sölu. Dæmi fjtigur: Hann lætur greipar sópa og tekur fé út af bankareikningi fyrir- tækisins (kredit) og nær að fela glæpinn sem vaxtagöld (debet) í bókhaldinu. Þetta gæti t.d. verið fyrirtæki sem greiðir hundruð milljóna króna í vextí á ári og menn eru orðnir sljóir fyrir vaxtagjöldunum. Hvað er milljón þá á milli vina? Athugið! I þessum ímynduðu dæmum kemst gjaldkerinn upp með „galdra" sína með því að vera bæði gjaldkeri og bókari, auk þess sem hann hefur yfirmann sem nennfr ekki að lesa útprentanir úr bókhaldinu og er kærulaus við að skrifa upp á reikninga. Þetta sleppur líka í gegnum endurskoðunina þar sem þessar æfingar sluppu fram hjá úrtaksathugun endurskoðandans á bókhaldinu. SH Margir sjá fyrir sér fjárdrátt þannig að einhver hvítflibbi stingi peningum inn á sig. Það er myndin. IMúna gerist þetta hins vegar oftast í gegnum bankalínur. 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.