Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2003, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.05.2003, Blaðsíða 22
FJÁRDRÁTTUR í FYRIRTÆKJUM þekkts fyrirtækis í tölvunni hjá sér, láti prenta þá, og sendi síðan á fyrirtækið þar sem hann er bæði gjaldkeri og bókari. Aðalatriðið er að honum takist að koma upp kerfi sem greiðir falsreikninga hans þegjandi og hljóðalaust - og í skjóli þess að lítið efdrlit er haft með reikningunum og uppáskrift stjórnenda. Hann þarf að hafa bæði aðgang að bókhaldi og bankareikningi og gjaldfærir reikningana undir útgjaldaliði þar sem mikið er af færslum og háar flárhæðir streyma í gegn. Iiklegt er að hann gæti þess að upphæðirnar í falsreikning- unum séu að svipaðri ljárhæð og aðrir reikningar í þessum útgjaldalið til að vekja ekki grunsemdir. Háir verktakareikningar Fyrirtæki, sem ævinlega er með háa framkvæmda- og verktakareikninga frá mörgum aðilum, þarf að standa vaktina gagnvart hugsanlegum falsreikningum gjald- kerans. Þeir kunna að vera eins og dropi í hafið í allri reikninga- súpunni sem snertir framkvæmdirnar - og eiga fyrir vikið greiðari leið í gegnum kerfið. Dæmi: Kostnaðaráætlun við eitt- hvert verk eða starfsemi er 500 milljónir króna. Kostnaður í reynd er 480 milljónir. Gjaldkerinn bætir 20 milljónum við og allir eru ánægðir. Aætlun stóðst. í samkrulli með viðskiptavini að fölsun reikninga Önnur aðferð falsaðra reikninga gæti verið sú að yfirmaður, sem sam- þykkir reikninga í fyrirtæki, „vinni með“ stórum viðskiptavini þess um að senda of háa reikninga sem hann svo samþykkir og rennir í gegnum kerfið. Viðkomandi viðskiptavinur gerir síðan vel við hann, færir honum einhverjar sporslur fyrir „greiðann", eins og boðsferðir til útlanda, boðsferðir í laxveiði og þar fram efdr götunum. Jafnvel fær hann greitt í beinhörðum peningum. Þetta er samt ólíklegt og er eiginlega frekar í „ætt við mútur“. Munið samt; það er allt hægt og útfærslurnar eru margar. Byrjar oflast sem „lán“... Flestír eru heiðarlegir! Þeir eru örugglega mjög fáir sem setjast niður einn góðan veðurdag og segja: „Eg ætla að stela.“ Fjárdráttur byrjar langoftast sem skammtíma „lán“ hjá fyrirtækinu, svona til að bjarga sér fyrir horn með greiðslur, í stað þess að fara í banka eða selja eitthvað af eignum sínum. Vandinn er bara sá að þetta „lán“ vindur fljótt upp á sig. FV Stærstu fjárdráttarmálin... Fjárdrátturinn hjá Símanum upp á yfir 250 milljónir er stærsta tjárdráttarmál Islandssögunnar, a.m.k. það sem hefur verið upplýst. Sé seldur víxill gjaldkerans til íslenska sjónvaipsfélagsins upp á 42 milljónir talinn með nálgast tjárdrátturinn nær 300 milljónum króna. Fjárdrátturinn hjá Nathan & Olsen, sem komst upp haustið 1996 var upp á 32 milljónir króna og gat gjaldkerinn, sem dró sér féð, ung stúlka, greitt um 7 milljónir til baka. Þá eru dæmi um ótal tjárdráttarmál sem liggja á bilinu 5 til 10 milljónir króna. FV Fyrirtæki sem draga fé af öðrum fyrirtækjum Þessu tengt er auðvitað þegar viðskiptavinir senda vísvitandi of háa reikninga á önnur fyrirtæki vegna þess að þeir vita að þar er slælegt eftirlit og óreiða og að þar nenna menn ekki að kanna reikningana áður en þeir eru greiddir. Þar með er viðskiptavinurinn farinn að hækka reikningana og draga sér fé út úr fyrirtækinu án þess að eftír því sé tekið vegna lélegs eftirlits þar. Stjórnendur þurfa því að vera mjög á varðbergi í vörukaupum og gagnrýnir á reikninga áður en þeir samþykkja þá. Finni gjaldkeri - eða við- skiptavinurinn - að þar sé lélegt eftirlit eru meiri likur á að hann freistist til að setja inn falsaðan reikning fyrir vörukaupum og bóki hann eftir það, færi hann einnig bókhald. Þegar lirír eða fjórir standa að svindlinu Endurskoðendur hafa aldrei gefið út að til sé fullkomin vörn gegn tjárdrætti í fyrirtækjum. Ljóst er að taki nokkrir lykilstarfsmenn sig saman um að draga sér fé, eins og gjaldkeri, bókari og Jjár- málastjóri, getur verið mjög erfitt að komast að glæpnum, enda „koma þeir honum fyrir í bókhaldinu og færslumagni ársins“. Þeir myndu stemma glæpinn af. Það væri þá einna helst að einhver færsla þeirra lenti í úrtaksathugun endur- skoðenda fyrirtækisins og vekti grunsemdir þeirra. Eða þá að talnaglöggur forstjóri teldi að einhveijir kostnaðarliðir væru óeðlilega tjárfrekir og léti endurskoðanda sinn fara nákvæm- lega ofan í saumana á þeim. Fyrir flesta er erfitt að ímynda sér að nokkrir innan sama fyrirtækis komi að glæpnum. Það þarf einhver að byrja og brydda upp á svindlinu. Hvernig á hann að bera sig að og nefna hugmyndina að glæpnum í upphafi? Hann er „búinn að vera“ ef viðmælandi hans fyrtist við og klagar beint í for- stjórann. Að vísu standa þá væntanlega orð gegn orði. En það er sama. Tortryggni hefur verið sáð og viðkomandi er kominn undir sérstakt eftirlit. Það hlýtur að vera enn erfiðara að brydda upp á glæpnum við þriðja og tjórða mann, innan fyrir- tækis sem utan þess. Lykilmaður hjá stórum viðskiptavini, sem „reynt yrði við“ með þessum hætti, gæti brugðist ókvæða við og hringt beint í forstjórann og sagt honum frá samtalinu og að hann yrði að gæta sín á viðkomandi starfsmanni. Mikil græðgi og fjárhæðir háar Flestfr eru á því að frekar komist upp um Jjárdrátt í íýrirtæki þegar svindlarinn er mjög gráðugur og um háar Jjárhæðir er að ræða. Þetta á þó ekki við um Jjárdráttinn hjá Símanum. Almennt hlýtur að vera erfiðara að koma auga á svikin ef um smáa skammta er að ræða, t.d. 1 milljón á ári, sem „komið er Jyrir“ í bókhaldinu, en tugi milljóna á ári. Hér verður náttúrulega að horfa á umsvif og stærðir fyrirtækjanna. Nótulaus Viðskipti Loks þarf vart að taka fram að líkur á Jjár- drætti starfsmanna eru meiri í Jyrirtækjum sem stunda nótu- laus viðskipti, svonefnda „svarta sölu“. Þar þurfa eigendur að standa vaktina nánast allan daginn og þeir geta sig varla hreyft frá kassanum. Þetta er ekki flókið: Nótulaus viðskipti girða Jýrir allt eftirlit með því að starfsmenn dragi sér fé eða „gangi ftjáls- lega“ um birgðageymslurnar. H3 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.