Frjáls verslun - 01.05.2003, Page 25
Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, um jjárdrátt aóalgjaldkerans:
„Hann naut trausts og
bjó yfir mikilli þekkingu“
Fjárdrátiur Sveinbjörns Kristjánssonar, aðalgjaldkera Símans,
nemur a.m.k. 250 milljónum króna. Afþvífóru um 130
milljónir til Alvöru lífsins hf, félags Arna Þórs Vigfússonar og
Kristjáns Ra. Kristjánssonar. Auk þess keyþti aðalgjaldkerinn í
heimildarleysi 42 milljóna króna víxil afBurnham International
sem íslenska sjónvarþsfélagið vargreiðandi að. Sá víxill var
greiddur á gjalddaga. En með víxlinum er fjárdrátturinn
samtals 292 milljónir.
Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, sendi
hinn 12. júní sl. út fréttatilkynningu um fjár-
drátt aðalgjaldkera Símans. Tilkynningin hefur
vakið athygli fyrir það hve hún er ítarleg og mik-
ill vilji er til að upplýsa almenning um málið. Vel
gert! Hún er birt hér í heild sinni:
A. Aðdragandi málsins Upp komst um málið
þegar innri endurskoðun Símans tók út
ákveðna þætti bókhaldsins, eftir fyrirspurn frá
Skattstjóranum í Reykjavík, dags. 8. maí, sem
barst 9. maí sl. og gaf 10 daga frest til svara. Fyr-
irspurnin varðaði viðskipti Símans við Alvöru
lífsins hf. Ekki fundust neinar greiðslur til þessa
fyrirtækis og óskaði Síminn eftír skýringum frá
skattsljóra. Þær skýringar, sem bárust með
tölvupósti þann 19. maí, gáfu tilefni til nánari
skoðunar innanhúss. Kannað var m.a. hveijir
stóðu að félaginu Alvöru lífsins og kom í ljós að
bróðir fyrrum aðalgjaldkera var einn helsti eig-
andi þess, þá hóf Síminn umfangsmikla rannsókn. I kjölfarið
viðurkenndi þáverandi aðalgjaldkeri stórfellt auðgunarbrot.
Málið var samstundis kynnt stjórn félagsins og fór strax í kjöl-
farið til efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra sem hefur
haft forræði málsins og stjórnað rannsókn þess.
B. Aðferðin í upphafi var ljóst að um stórfellt auðgunarbrot
var að ræða og beindist rannsóknin fyrst og fremst að árunum
1999 og 2000 og að hinum kerfisbundnu rangfærslum í tölvu-
kerfi fyrirtækisins. Við nánari rannsókn málsins kom í ljós að
málið náði einnig til áranna 2001-2003 og að fyrrum aðalgjald-
keri beitti jafnframt öðrum aðferðum. Hann naut trausts yfir-
manna og samstarfsmanna og bjó yfir mikilli þekkingu á bók-
halds- og eftirlitskerfi Símans. Hann nýttí sér traust samstarfs-
manna svo og þessa þekkingu til afbrotsins til að hylja slóð sína.
Stærstum hluta ijárins náði aðalgjaldkerinn með því að
breyta textaskrám með upplýsingum um reikninga, sem hann
átti að greiða, og millifærslur sem hann átti að framkvæma. Allt
virtist rétt og eðlilega skráð í sjálfu bókhaldskerfinu en upplýs-
ingum breytt eftir að þær voru komnar út úr bókhaldskerfinu
á leið til banka. Dæmi: Samkvæmt bókhaldi átti að greiða fyrir-
tæki A reikning en skránni var breytt þannig að upphæðin rann
inn á reikning í eigu B. Svarskrá frá bankanum var síðan breytt
að nýju áður en hún var lesin inn í bókhaldskerfið í þá veru að
reikningur A hafi verið greiddur. Þannig gat fyrrum aðalgjald-
keri velt upphæðinni á undan sér án þess að
nokkuð vantaði í bókhaldið.
Starfsfólk Símans hefur unnið náið með lög-
reglu við rannsókn málsins og nú er ljóst að brot
aðalgjaldkerans voru einnig framin með öðrum
aðferðum, þ.e. misferli við útgáfu tékka, óheim-
ilum millifærslum í bankalínu (skjálínu), auk
stuldar á reiðufé. Til að fela slóð sína notaði
fyrrum aðalgjaldkeri biðreikninga félagsins með
ólögmætum hætti, tvigreiddi reikninga og nýttí
sér ofgreidda reikninga, auk ólögmætra gjald-
færslna á gengismun og vaxtagjöldum fyrir-
tækisins. Aðferðir hans voru því margslungnar
og um margt óhefðbundnar, ásetningur mikill en
á sama tíma naut hann trúnaðar. Allt þetta hefur
gert málið erfiðara í rannsókn.
Rannsókninni er ekki lokið en hefur leitt í ljós
auðgunarbrot sem nemur 250 milljónum króna.
Líklegt er tafið að búið sé að upplýsa brotið að
mestu en ekki er loku fyrir það skotið að upp-
hæðin eigi eftír að hækka.
Máfið er umfangsmikið og flókið, rannsóknarhagsmunir
eru enn miklir og máfið er enn undir stjórn lögreglu. Ekki er
heimilt að greina nákvæmar um aðferðir á þessari stundu.
C. Umfang auðgunarbrotsins Auðgunarbrotið átti sér stað
á árunum 1999-2003 og skiptist á þessari stundu þannig á
milli ára.
Málið er á forræði efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra
og vegna rannsóknarhagsmuna er Símanum ekki unnt að
Brynjólfur Bjarnason, for-
stjóri Símans, sendi frá
sér óvenju ítarlega og
góða fréttatilkynningu
sem vakið hefur athygli
fyrir það hve mikill vilji er
til að upplýsa almenning
um fjárdráttarmálið.
25