Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2003, Blaðsíða 29

Frjáls verslun - 01.05.2003, Blaðsíða 29
Árni Þór Vigfússon. Kristján Ra. Kristjánsson. Söfnunin tókst vel Þegar leið á árið 2001 kom í ljós að Skjár einn átti í ijárhagsvandræðum. Farið var í endurskipu- lagningu og endurijármögnun. Öllum starfsmönnum frétta- stofu var sagt upp og síðar um haustið bað Skjár einn áhorf- endur um ljárframlög upp á 4.290 krónur, eða andvirði mán- aðaráskriftar Stöðvar 2. Þessi bón vakti mikla athygli og þótti söfnunin takast vel. Seinna um haustið tók Kristinn Þ. Geirsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Goða, við sem framkvæmdastjóri Skjás eins og lét Kristján Ra. þá af störfum sem fjármálastjóri. Þar með var endurijármögnun fyrirtækisins upp á 200 milljónir króna lokið og komu nýir íjárfestar í stjórn. I viðtali við Árna Þór í 11. tölublaði Frjálsrar verslunar 2002 kemur fram að hluthafar voru þá um 20 talsins og átti enginn einn ráðandi hlut í félaginu. Sýningarnar á Hellis- búanum tókust afskap- lega vel. Vinirnir ásamt Bjarna Hauki ákváðu að tryggja sér sýningarrétt verksins á hinum Norðurlöndunum og var Hellisbúinn frum- sýndur í Bellevue-leikhúsinu í Kaupmannahöfn haustið 2000 og gekk strax vel. Eftir fylgdu uppsetningar í Noregi og Sví- þjóð og fyrirhugað var að setja verkið upp í Finnlandi, Eystra- saltslöndunum og Japan. Frekari áform voru á prjónunum í skemmtigeiranum. Arni Þór hætti sem sjónvarpsstjóri á Skjá einum um síðustu áramót og fór þá að einbeita sér að Three Sagas Entertainment, Þrjár sögur, fyrirtæki í eigu hans sjálfs, Kristjáns Ra. og Bjarna Þórs. Fyrirhugað var að fara út í fram- leiðslu á sjónvarpsefni fyrir erlendan markað. Líka í veitingarekstri Árni Þór og Kristján Ra. hafa ekki aðeins verið í leikhúsuppsetningum og Jjölmiðlarekstri, þeir hafa einnig haslað sér vöfl í veitingarekstri og rekstri ýmissa afþreyingarfyrirtækja. Sumarið 1999 keyptu þeir kaffihúsið Prikið á Laugavegi, stækkuðu það og tóku aðra hæð í notkun. Um haustið opnuðu þeir þar 120 manna kaffihús. Þeir stofn- uðu einnig ásamt fleirum fyrirtækið Lífsstíl hf. sem rak meðal annars Hótel Borg og veitingastaðinn Thorvaldsen. Þetta fyrirtæki óx hratt og var komið með yfir 100 starfsmenn á hálfu ári. Þeir félagarnir keyptu líka rekstur líkamsræktar- stöðvarinnar Planet City í Austurstræti af Jónínu Benedikts- dóttur í fyrrahaust ásamt Eyþóri Arnalds og kölluðu Planet Reykjavík. Eyþór seldi síðar hlut sinn í fyrirtækinu. Þá hefur komið fram í tjölrniðlum að Árni Þór og Kristján Ra. hafa einnig átt ásamt fleirum í öðrum fyrirtækjum, þ.á.m. Suðurljósum og Alvöru lífsins sem hefur verið í fréttum að undanförnu. S3 130 milljónir frá Símanum inn í Skjá einn Fjárdráttur aðalgjaldkera Símans, Sveinbjörns Kristjáns- sonar, hefur smám saman verið að fá á sig lokamynd og tengslin við félag þeirra Árna Þórs Vigfússonar og Kristjáns Ra., Alvöru lífsins ehf., smátt og smátt verið að púslast saman. I hádegisíréttatíma Ríkisútvarpsins laugardaginn 14. júní var athyglisvert viðtal við Kristin Geirsson, framkvæmdastjóra Islenska sjónvarpsfélagssins, sem rekur Skjá einn, um þetta mál. Við birtum hér þessa hádegisfrétt RUV í heild sinni en fréttin er býsna greinargóð um þetta mál. Hún er svona: „130 milljónir sem fóru frá Landssímanum á bankareikn- ing hlutafélagsins Alvöru lífsins runnu nær óskertar inn í rekstur Islenska sjónvarpsfélagsins á árunum 1999 til 2001. Kristinn Geirsson, framkvæmdastjóri Islenska sjónvarps- félagsins, segir að eftir að farið var að rannsaka máflð sé ljóst að Árni Þór Vigfússon og Kristján Ra. Kristjánsson hafi íjár- magnað sína þátttöku í félaginu með fé frá Landssímanum. I dag eigi Islenska sjónvarpsfélagið ekkert óuppgert gagnvart neinum vegna málsins. Kristinn Geirsson segir að af 130 milljónum af fé Landssím- ans, sem fóru í Alvöru lífsins og þaðan til reksturs Skjás eins, fengu Árni Þór Vigfússon og Kristján Ra. Kristjánsson greiddar rúmlega 60 milljónir til baka frá Islenska sjónvarpsfélaginu og aðrar 65 milljónir greiddar í hlutabréfúm á árunum 2000 til 2001. Þá létu þeir skrifa á reikning félagsins eða tóku út verð- mæti fyrir 14 mifljónir. Þeir voru forsprakkar félagsins en stærri hluthafar komu inn í félagið strax á árinu 1999 og 2000. Árið 2001 var félagið nánast gjaldþrota og hlutafé þess var fært niður í litið sem ekkert og nýir fjárfestar komu inn. Hlutafé þeirra félaga var þá orðið lítið og er eingöngu tæp 5% í dag. Lögreglan hefur nú lagt hald á þau bréf en þau ganga inn í uppgjör vegna Jjársvikamálsins innan Landssímans. Það kom fram í fyrradag að aðalgjaldkerinn fyrrverandi tók í heimfldarleysi 25 milljóna króna lán frá Landssímanum árið 1999. Enga lánspappíra var að finna í fórum Landssímans en peningarnir voru raktir til Islenska sjónvarpsfélagsins. Lánið var greitt til baka sama ár. Þá keypti aðalgjaldkeri Landssímans víxfl af verðbréfamiðlara sem Islenska sjónvarpsfélagið var greiðandi að og hljóðaði hann upp á 42 milljónir króna. Kristinn Geirsson segir að félagið eigi ekkert óuppgert gagnvart einum eða neinum í þessu máli. Það sé þó ljóst að félagarnir hafi tjármagnað sína þátttöku í félaginu með pen- ingum frá Alvöru lífsins. Virkri þátttöku þeirra í félaginu hafi þó lokið með öllu þegar hlutaféð var fært niður árið 2001, Kristján Ra. hafi þá látið af störfum sem Jjármálastjóri. Árni Þór Vigfús- son hafi verið hafður áfram sjónvarpsstjóri til að viðhalda ímynd stöðvarinnar, hann hafi þó hvergi komið nærri rekstrinum eftir þann tíma.“ H3 „Ljóst að þeir Ámi Þór Wgfusson og Kristján Ra. Kristjánsson hafi fjármagnað sína þátttöku í Skjá einum með fé frá Landssímanum." Versló 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.