Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2003, Page 32

Frjáls verslun - 01.05.2003, Page 32
Guðjón H. Pálsson, framkvæmdastjóri Islandsdeildar PR-fyrirtækisins Grey Communications International, og Egill Jóhanns- son, framkvæmdastjóri Brimborgar. Mynd Geir Ólafsson Eftir Vigdísi Stefánsdóttur Evróvision var að heijast og þjóðin sat fyrir framan sjón- varpið og beið Birgittu Haukdal og allra hinna. Það er varla hægt að hugsa sé betri tíma til að koma skilaboðum til þjóðarinnar allrar í einu en á þessum tíma og það notaði Brim- borg sér til Ms og sýndi óhemju langa auglýsingu - auglýsingu sem fyllti alveg auglýsingatímann fyrir Evróvision þannig að enginn annar auglýsandi komst að. Heilar sex mínútur tók að sýna auglýsinguna sem var þannig gerð að það var hreint ekki ljóst að þarna væri um auglýsingu að ræða. Enda mörkin óljós þegar farið er að búa til söguþráð, mynda senur og í stuttu máli sagt, framleiða stuttmynd um Brimborg og þá starfsemi sem þar fer fram. Skilaboðin Skýr „Ég hef lengi gengið með það í maganum að gera mynd um starfsemi Brimborgar og hvað við stöndum fyrir og þá einmitt í þessu kvikmynda- eða stuttmyndaformi,“ segir Egill Jóhannsson, framkvæmdastjóri Brimborgar. „Nákvæmlega þessa hugmynd, það er að kaupa allan auglýs- ingatímann á undan Evróvision, fékk ég hinsvegar í febrúar, lagði hana fyrir nokkra lykilstarfsmenn hjá Brimborg og þótti þeim hún frekar klikkuð - en enginn vildi afskrifa hana strax. En það var nokkuð ljóst að mikil áhætta var samhliða þessu því að staðfesta varð kaup við RUV á öllum auglýsingatím- anum áður en nokkur vissa var fyrir því að tækist að gera vel heppnaða mynd sem tæki allan þennan tíma. Jafnvel 30 sekúndur geta verið lengi að líða ef ekkert áhugavert er að gerast, hvað þá 360 sekúndur. Þar kom inn trú mín á að sam- starfsfyrirtæki okkar, almannatengslafyrirtækið GCI-Iceland, gæti leyst verkefnið af hendi. Það var rétt ákvörðun. En ef einhvern tíma átti að vera hægt að gera svona hlut þá var það að mínu mati nákvæmlega núna. I fýrsta lagi hafði ég gengið með þessa hugmynd í maganum í mörg ár og ég var orðinn Einkunnarorð Brimborgar: „Öruggur staður til að vera á“ endurspeglast í myndinni. 32

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.