Frjáls verslun - 01.05.2003, Qupperneq 33
LENGSTfl SJONVflRPSflUGLYSINGIN
sannfærður um að fyrirtækið Brimborg og öll urngjörð þess
væri orðin þess eðlis að rétti tíminn væri kominn. Við höfum
unnið að því lengi að bæta þjónustu og innri ferli Brimborgar
samkvæmt ákveðinni 10 ára áætlun og erum á sjötta árinu
núna. Síðan gerist það að Birgitta vinnur undankeppni Evró-
vision hérna heima og ljóst er að Islendingar munu fara fyrstir
á svið. Staðan var því sú að vinsælasta söngkona landsins
mundi stíga fyrst á svið með gott lag í Evróvision sem er sjón-
varpsefni sem nánast öll þjóðin fylgist með. Áhorfið á keppn-
ina var því tryggt og ætli megi ekki fullyrða að RÚV hafi sett
heimsmet í áhorfi á einn einstakan dagskrárlið? Lokapunktur-
inn í ákvörðuninni var síðan sá að kreppunni í bílgreininni
virðist vera að ljúka og heldur bjartara framundan. Eg vil líka
ítreka að lengdin sem slík var ekki keppikefli heldur var aðal-
málið að vera eini auglýsandinn á undan vinsælasta dagskrár-
lið Islandssögunnar. Það hvað myndin var löng skipti ekki
máli. Við unnum einfaldlega út frá þeim forsendum sem við
fengum, 6 mínútum. Hugmyndin um heimsmet kom síðar.
Við sendum fyrirspurn á Guinness World Records og þegar
svar barst frá þeim var niðurstaðan sú að ekki er um heims-
met að ræða. Astæðan er sú að þeir segjast ekki geta undan-
skilið svokallaða sjónvarpsmarkaði. En ef miðað er við hefð-
bundna auglýsingatíma þá hefur enn enginn komið fram og
sýnt fram á lengri auglýsingu, hvorki hérlendis né erlendis."
Einstakur viðburður Þegar gífurlegu fé og miklum tíma hefur
verið varið í að búa til sex mínútna kvikmynd, fer ekki hjá því að
fólk spyrji hvort aðeins eigi að sýna hana einu sinni, hvort ekki
sé rétt að nota peningana betur og sýna hana nokkrum sinnum,
koma skilaboðunum vandlega á framfæri.
„Gjörningurinn er liður í stærri og skýrri almannatengsla- og
starfsmannastefnu Brimborgar og ljármununum hefúr nú
þegar verið vel varið og nei, í þessari útfærslu og óstytt verður
verkið væntanlega ekki sýnt aftur,“ segir Guðjón H. Pálsson,
framkvæmdastjóri íslandsdeildar PR-fyrirtækisins, Grey
Communications International - GCI og boðskiptaarkitekt
Brimborgar, sem útbjó boðskiptastefnuna og hinn aðferða-
fræðilega og sálræna þátt myndarinnar. GCI hafði yfirumsjón
með verkefninu í samstarfi við BaseCamp og Glansmyndir en
eftir frábært samstarf við gerð myndarinnar ákváðu þessi tvö
ungu framleiðslufyrirtæki að sameinast undir nafni BaseCamp.
„Þetta er einstakur viðburður og sem slíkur minnkar verð-
mæti hans ef reynt er að endurtaka gjörninginn. Hins vegar er
ljóst, og stefht var að því frá upphafi, að hluti verksins verður
nýttur hér og þar eftir atvikum og myndin sem slík verður notuð
innan fyrirtækisins og utan til kynningar. Verkið er liður í innri
starfsemi fyrirtæksins, fyrir nýja starfsmenn Brimborgar sem
dæmi og samstarfsaðila, erlenda sem innlenda. Hún gegnir
einnig því hlutverki að vera heimild um ágæti Brimborgar auk
þess sem hún endurspeglar anda fyrirtækisins. Ákveðnum hluta
af ‘kaili Brimborgar’ hefur verið komið til skila á ákveðinn hátt
og samfélagslegri ábyrgð fyrirtækisins er nú einhverjum ljós.“
Margar týpur Egill segir mikla áherslu hafa verið lagða á að
allir hóparnir, sem fyrirtækið þjóni, þekktu sínar vörur aftur í
myndinni. „Bátavélaeigandinn, vinnuvélaeigandinn, jeppa-
maðurinn, fólksbílaeigandinn og allir hinir, allir voru með sinn
hlut í myndinni og gátu samsamað sig því sem þar var, enda
markmiðið að sýna fólki að Brimborg er góður staður til að vera
á. Reyndar má segja að þessi mynd sé hluti af því sem við höfum
verið að gera sl. ár, þ.e. að nýta miðlana á nýjan máta. Við getum
nefnt sem dæmi að í kreppunni drógu flestir úr auglýsingum en
við jukum þær frekar en hitt og töldum rétt að halda kynningum
á okkur í gangi. En þetta er einungis sviðsmynd auglýsingar-
innar, meginmarkmiðið er að sögugera tvíþætt gildi Brim-
borgar sem vinnustað og heiðarlegan kaupstað. Myndin er
aðeins hluti af stærri heild.“
Virkar betta? Egill er tregur til að nefna upphæðir varðandi
kostnað við gerð auglýsingarinnar en segir hana tvímælalaust
borga sig enda sýnir könnun Gallups, sem Brimborg lét gera,
svo ekki verður um villst, að áhorfið var gríðarlegt. Helmingur
þjóðarinnar á aldrinum 16-75 ára horfði á auglýsinguna.
Aðeins alvinsælustu þættir á RÚV hafa náð viðlíka áhorfi. Því
er ljóst að auglýsingin hefur haft mikil áhrif, bæði skammtíma
og langtíma. Könnunin staðfesti einnig að viðhorf fólks til
Brimborgar er mjög jákvætt. „Þó svo þessi auglýsing eða
mynd hafi kostað talsverða upphæð, en þó mjög líklega veru-
lega lægri upphæð en menn álíta, er það að okkar mati pen-
ingar sem vel er varið. Þetta er svipað og með húsið, sem hýsir
höfuðstöðvar okkar sem við byggðum hér á sínum tíma.
Mönnum þótti það algert rugl sumum hverjum að byggja
stórt, nota vönduð efni og það í kreppunni miðri en nú, þegar
þetta er allt að baki, stöndum við uppi með það að hafa gert
hárrétt, gætum ekki verið með betri aðstöðu til að taka við
auknum fjölda viðskiptavina. Með könnunina í huga og hið
sálræna form myndarinnar ættu menn að fara varlega í gagn-
rýnina. Það sem ég vil meina er að hinn raunverulega mikil-
vægi hluti myndarinnar er sá hluti sem er sleppt, sá hluti sem
ekki er sagður: Traust og trú. Þetta er í samræmi við skoðun
fólks að enda þótt siðfræði, trú og traust hafi þýðingu í lífinu
sé tungumálið ófullnægjandi til að segja hvað það er sem þær
miðla. Orð fá merkingu sína frá samhenginu sem þau eru
notuð í og það er svo aftur háð félagslegum venjum - og því
endanlega lffsháttum eða lífsmáta. Ég vil meina það að okkur
hafi tekist ætlunarverk okkar.“
Efasemdir hjá RÚV Ekki voru allir jafnsannfærðir og Egill um
að þetta væri rétt skref og m.a. þurfti RÚV að hugsa sig lengi
um. Þetta var ekki alveg hefbundið og vitað var að aðrir hugs-
anlegir auglýsendur yrðu ekki sáttir við að komast ekki að. Á
endanum var það svo samþykkt og Brimborg gat haldið vinn-
unni áfram.
Tæplega 30 manns koma ffam í myndinni og að gerð hennar
og í henni var frumflutt nýtt lag, Öruggur staður til að vera á,
eftir Ara Einarsson. Það verk, eins og allt annað, er samið út frá
sömu boðskiptastefnu og myndin. Hvorki meira né minna en 16
flytjendur komu að flutningi lagsins.
Gerð myndarinnar í heild tók um 2 mánuði og komu um 30
manns að gerð hennar. S3
33