Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2003, Blaðsíða 41

Frjáls verslun - 01.05.2003, Blaðsíða 41
NÆRMYNDINGIMAR JÓNSSON en hann lék þá með hinni landsþekktu hljómsveit Upplyft- ingu. Sú hljómsveit gaf út nokkrar plötur og var mjög vinsæl. Ingimar hefur ekkert stundað hestamennskuna síð- ustu árin og um skeið lá tónlistarástundun hans líka niðri en í dag er hann með trommusett í bílskúrnum. Hann fékk gítar í jólagjöf frá konu sinni fyrir þremur árum og spilar gjarnan á hann á kvöldin. Jósafat segir að hann hafi tekið upp tónlistarþráðinn eftir að hann eignaðist gítarinn og sé orðinn „mjög frambærilegur gítarleikari" í dag. Hann á það til að troða upp með Kaupásbandinu. Labbaði á Staur Áhugi á viðskiptum kviknaði ekki hjá Ingi- mar fyrr en nokkuð var liðið á nám hans við Háskóla Islands. Árið 1987 mun honum hafa þótt nóg komið af trommuleik og það sumar leysti hann af sem bókari í Verslunarbankanum og vann þar undir stjórn Brynju Halldórsdóttur, sem nú er ijár- málastjóri Bykó. Hann tók síðan til starfa sem bókari hjá FISK og eftir það var brautin bein, hann vann sig upp hjá FISK, gafst síðan kostur á starfi hjá Gunnari Dungal í Pennanum, tók nokkrum árum síðar við sem framkvæmda- stjóri og flutti sig svo yfir til Kaupáss þegar forstjórastarfið bauðst haustið 2001. Hjá Kaupási hefúr hann þurft að taka á erfiðum málum og þykir það hafa tekist vel. „Hann hefur unnið mjög gott starf í sparnaði og aðhaldi í rekstri jafnframt því sem hann hefur haft hugann við framtíðina. Hann hefur unnið mjög gott starf í rekstri hér,“ segir Bjarki Júlíusson, framkvæmdastjóri ijármálasviðs hjá Kaupási. „Hann er traustur stjórnandi sem fer fram af mikilli stefnu- festu. Hann hefur náð að byggja upp í kringum sig öflugan stjórnendahóp sem er kannski það mikilvægasta hjá hverjum stjórnanda, þ.e. að kunna að velja fólk í kringum sig. Ingimar heldur mjög fast að samstarfsmönnum sínum að þeir standi við það sem þeim er ætlað að gera og fylgir því fast eftir. Eg Ingimar Fæddur Á Sauðárkróki 5. febrúar 1961. Foreldrar Jón Jósafatsson, fv. skipstjóri, starfsmaður hjá Utgerðarfélagi Skagfirðinga og hafnarvörður á Sauðár- króki. Hann er látinn. Sigríður Ingimarsdóttir, húsfreyja og matráðskona í Fjölbrautaskólanum á Sauðárkróki. Ingimar á yngri bróður, Jósafat, sem starfar hjá Pennanum. Fjölskylda Eiginkona: Ingibjörg Rósa Friðbjörnsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum - háskólasjúkra- húsi í Fossvogi. Þau eiga þrjá syni; Atla Björn, 15 ára, Jón Rúnar, 10 ára, og Davíð, 9 ára. met það svo að hann sé sanngjarn og yfirvegaður í sam- skiptum við sitt fólk,“ segir Ásmundur Stefánsson, stjórnar- formaður Kaupáss. Ingimar er ákafamaður mikill sem sekkur sér ofan í við- fangsefnin hveiju sinni og hugsar ekki um annað á meðan svo að það getur reynst samstarfsmönnum erfitt að fylgja honum eftir. I Skagafirði sökkti hann sér svo ofan í sjávarút- vegsmálin að stundum var hlegið góðlátlega að því að hann talaði ekki um annað. „Hann hefur alla tíð verið ákaflega einbeittur í því sem hann tekur sér fyrir hendur," segir Lár- entsínus Kristjánsson, lögmaður Kaupáss og félagi Ingimars úr Upplyftingu. „Þegar hann var hjá FISK talaði hann ekki um annað en fiskútflutning, gengið o.þ.h. Sama var hjá Pennanum. Þar talaði hann ekki um annað en vinnuna. Við fórum einu sinni saman í frí til Amsterdam og þar var honum svo mikið niðri fyrir í umræðum um sjávarútvegsmál og aðgerðir stjórnvalda að hann labbaði á staur. Eg sagði honum þá að hvíla þessa umræðu," segir hann. Vinnan er honum hjartfólyin Ingimar hefur í seinni tíð reynt að hafa stjórn á ákafa sínum. Hann er skapmikill og sagt er að hann geti verið stífur og frekur í samstarfi þegar honum er svo mikið í mun að fá sínu framgengt að hann hlustar ekki á annað. Hann segir skoðun sína umbúðalaust og getur því „stuðað“ fólk, eins og sagt er. Hann þykir stundum keyra fullhratt áfram á eigin forsendum og gleymir þá stundum að taka tillit til annarra. Ingimar hefur venjulega unnið mjög langan vinnudag en í dag er hann venjulega kominn heim um kvöldmat. Þó að vinnan sé honum hjartfólgin reynir hann að vera natinn við ijölskylduna og sinna strákunum sínum þremur. Hann hefur þó stundum sagt sjálfur að líklega mætti hann gefa bæði sjálfum sér og ijölskyldunni meiri tíma. SS Jónsson Menntun Stúdentspróf frá Samvinnuskólanum á Bifröst 1984. Viðskiptafræðingur frá Háskóla íslands 1988. Ferlll Fjármálastjóri Fiskiðjunnar Skagfirðings, FISK, 1988-1996. Forstöðumaður smásölusviðs hjá Pennanum frá september 1996, framkvæmdastjóri í Pennanum frá júní 2000 til október 2001. Forstjóri Kaupáss frá nóvember 2001. Lék með hljómsveitum frá unglingsaldri, þar á meðal hinni landsþekktu Upplyftingu. Ahugamál Vinna og ijölskylda, íþróttir, tónlist og þá sér- staklega trommu- og gítarleikur, hestamennska og golf. Ingimar hefur stundað tijárækt við sumarbústað ijölskyld- unnar á Flugumýri í Skagafirði. 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.