Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2003, Síða 50

Frjáls verslun - 01.05.2003, Síða 50
LUNDÚNAPISTILL SIGRÚNAR DAVÍÐSDÓTTUR Ofurlaunaðir forstjórar kallast: „FEITIR KETTIR“ Jean-Pierre Garnier forstjóri GlaxoSmithKline. Hluthafar felldu ofurlaunapakka hans. Þar með missti hann af 22 milljónum punda (2,4 milljörðum króna), sem hann annars hefði fengið greiddar við starfslok, þ.e. hefði hann misst vinnuna - verið rekinn. „Hva, datt einhverjum í hug að ég væri móðir Teresa?" voru viðbrögð Garniers. Hluthafar GlaxoSmithKline felldu ofurlaunapakka Jean-Pierre Garnier forstjóra fyrirtækisins - og enn á ný eru ofurlaun forstjóra helsta umræóuefnió í bresku vióskiptalífi, eins og Sigrún Davíðsdóttir rekur. Erþað nauðsyn eða græðgi að maður með milljónir punda í árslaun fái líka ókeypis lœknis- þjónustu fyrirsig og eiginkonuna til æviloka? Eftír Sigrúnu Davíðsdóttur í London Feitir kettir“ eru þeir kallaðir forstjórarnir, sem hreiðra um sig á ofurlaunum eins og stríðaldir kettir með ijómaskál og rækjur iyrir framan arineldinn. Þegar gestir streymdu á aðalfund GlaxoSmithKline, stóð náungi þar klæddur eins og feitur köttur með trýnið niðri í ijómaskál með „þreföldum” ijóma - en þykkasti ijóminn á markaðnum hér kallast „tvöfaldur" ijómi. Á mótmælaspjöldum Amicus, verkalýðsfélags skrifstofufólks, voru myndir af feitum köttum og áletrun um að feiti kötturinn Jean-Pierre Garnier, forstjóri GSK, ætti engan íjóma skilið. Málið hefur vakið ofurathygli hér og rétt eina ferðina enn geisar nú ofurumræða um ofurlaun forstjóra. Hinn granni, grá- og þunnhærði Garnier, 55 ára að aldri, er ekki sá eini, sem hefur gengið fram af fólki. En hann er sá fyrsti sem fær á baukinn með því að launasamningur hans var felldur á aðalfundinum nýlega. Þar með missti hann af 22 milljónum punda (2,4 milljarðar króna), sem hann fengi greiddar við starfslok, missti hann vinn- una. Já, af hveiju að leggja sig fram um að standa sig vel, þegar svona verðlaun fást iýrir að láta reka sig, spyrja ýmsir. „Ég er engin móðir Teresa“ Frakkinn Garnier er lytjafræð- ingur að mennt, hefur litlar mætur á Englandi en dýrkar allt amrískt, líka amerísk forstjóralaun. Hann skynjar illa tilfinn- ingar enskra hluthafa. í fýrra lét hann undan gagnrýni á ofur- launahækkun, en árslaunin voru þó ekki slæm: 5 milljónir punda (600 milljónir króna). í grunninn er GSK hið enska Glaxo, sem hefur stækkað við samruna lytjafyrirtækja, en 54 prósent teknanna koma að vestan og þar búa líka og starfa tveir þriðju yfirmannanna, þar á meðal títtnefndur Garnier. Pensions Investment Research Consultants, Pirc, er ráðgjafa- fyrirtæki lífeyrissjóða hér og hefur meðal annars augun á launapökkunum. Pirc ráðlagði hluthöfum að fella pakkann. „Hva, datt einhveijum í hug að ég væri móðir Teresa?" sagði Garnier eftir atkvæðagreiðsluna. Annað mál, einnig með tengsl vestur um haf, snerist um met-launapakka William Aldinger III, sem nýlega tók sæti sem einn af bankastjórum HSBC. Launapakki hans er metinn á 37,5 milljóna punda (4,5 milljarða króna) og á eftir að fara fyrir aðalfundinn. Aldinger, sem er Bandaríkjamaður, var for- stjóri Household, bandarísks húsnæðislánafyrirtækis sem HSBC keypti nýlega. Household þurfti nýlega að greiða bandarískum yfirvöldum tæplega 500 þúsund dali í sekt fyrir harðneskju í lánaviðskiptum. Aldinger fylgdi með í kaup- 50
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.