Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2003, Síða 51

Frjáls verslun - 01.05.2003, Síða 51
Samsetning launapakka: Meðallaunakjör forstjóra í stórfyrirtækjum í Bandaríkjunum og Bretlandi: Meðal árstekjur $2,5 millj. - $1,6 millj. Bandaríkin Bretland 49% grunnlaun 27% bónus til lengri tíma llong term incentives) *[ fyrirtæki með um 1 milljarð punda í ársveltu (tölur úr Financial Times) 30% grunnlaun 12% bónus 58% huatagreiðslur til lengri tíma tlong term incentives) Þegar gestir streymdu á aðalfund GlaxoSmithKline, stóð náungi þar klæddur eins og feitur köttur með trýnið niðri í rjómaskál með „þreföldum" rjóma - en þykkasti rjóminn á markaðnum hér kallast „tvöfaldur" rjómi. unum, með rúmlega 10 milljón punda uppbót fyrir samnings- lokin þar (1,2 milljarða króna). Aldinger er ekki aðalbankastjóri HSBC, bara einn nokkurra bankasljóra, en gæti hæglega haft aðalbankastjórann Keith Whitson í vinnu, því sá fékk „aðeins" 2,27 milljónir punda í laun árið 2001. (272 milljónir króna). Pirc kallar launapakka Aldin- gers „svívirðilegan". Eftír að breska alþýðusambandið hvattí um 1.000 lífeyrissjóði, tengda sambandinu, tíl að fella Aldinger- pakkann er hætta á að HSBC fái sömu útreið og GSK Það sem einkum truflar verkalýðsforkólfana er „gullna regnhlíf1 Aldin- gers, um 20 milljónir punda (2,4 milljarðar kr.) ef hann verður rekinn, því það sé fáránlegt að verðlauna forstjóra sem missi vinnuna. „Ef ...færðu bara apa til að vinna fyrir þig“ „Ef þú borgar í jarð- hnetum færðu bara apa til að vinna íýrir þig,“ kvað Jean-Pierre Garnier gjarnan hafa á orði, þegar launamál ber á góma og þá leikið á enskuna þar sem „peanuts", jarðhnetur, þýðir líka „smá- ræði“. Sjálfúr ætlaði hann sannarlega ekki að vera neinn api. Hluthafar eru almennt seinir að reiðast eða láta ofbjóðast, en Garnier tókst að fara yfir strikið. Atkvæðagreiðslan er reyndar ekki bindandi fyrir stjórnina. Fæstír ímynda sér þó að hún sýni þann hroka að láta gagnrýnina sem vind um eyru þjóta þó stjórnin hafi reyndar gert það í vetur þegar innihald launapakk- ans var upplýst. Eftír stjórnarfundinn er það þó erfiðara og nú þarf stjórnarformaðurinn, Sir Christopher Hogg, að glíma við að finna hófstillta málamiðlun, sem hluthafar og Garnier sætta sig við, svo hann fari ekki í mál tíl að klóra eitthvað af milljón- unum tíl sín. Ókeypis tannlæknapjónusla Fyrir utan stjarnfræðilegar upp- hæðir í áðurnefndum pökkum sýna þeir báðir einstakt hug- myndaflug í kröfugerð. Ófróður gæti haldið að sá sem semur upp á slíkar upphæðir sé ekki að hafa áhyggjur af smáræði eins og læknis- og tannlæknakostnaði. Nei, öðru nær, hér er engu gleymt, heldur ekki eiginkonunum. Hvort það er smátt letur um hvað gerist ef konunni er skipt út, iylgir ekki sögunni. Ald- inger hefur samið upp á ókeypis heilbrigðisþjónustu, líka tann- læknisþjónustu íyrir sig og konu sína, hvorki meira né minna en til æviloka - ef hann verður rekinn. Hann fer þó ekki illa út úr þvi ef hann heldur vinnunni. Einn af kostunum er ótakmörkuð notkun einkaþotu iyrirtækisins, líka tíl persónulegra nota. Ald- inger og frú þurfa ekki að flytja. Samkvæmt samningum fær Aldinger að vinna sem mest á gamla staðnum. Garnier hafði lika konu sína í huga. Þau hjónin fá lífeyrissjóðsgreiðslur, þar sem aldur þeirra er reiknaður eins og þau séu þremur árum eldri en þau eru til að greiðslan sé hærri. Garnier fær líka 40 þúsund pund í ráðgjöf ef hann vildi skipta um starf, en sú upp- hæð er annars þokkaleg árslaun utan ofurlaunageirans. Hugmyndaflug Garniers í fyrirtækjarekstri hefur annars mest sýnt sig í hefðbundnum tilþrifum eins og uppsögnum. Matíð á gildi svona launapakka er auðvitað ákaft rætt. Spurn- ingin, sem hluthafar þurfa að spyija sig, er hvort þessir launa- pakkar tryggi bestu stjórnun og laði að bestu mennina, en líka hvort þetta sé í samræmi við launapakka, sem öflugir aðilar eins og National Association of Pensions Funds, Napf, mæla með í þágu góðrar stjórnunar (good corporate governance). Napf eru einkar öflug samtök lífeyrissjóða stéttarfélaga hér. Andstaða Napf gegn Garnier hafði örugglega sitt að segja í að hann var felldur, því auk lifeyrissjóða fylgjast margir aðrir stofnanafjár- festar með ábendingum Napf. Samtökin tóku ekki afstöðu til sjálfra talnanna, mæltu gegn samningi Garnier, en hvöttu með- limi sína tíl að hugleiða samning Aldingers, án þess að mæla gegn honum. .Feitir kettir" eru þeir kallaðir forstjórarnir, sem hreiðra um sig á ofurlaunum eins og stríðaldir kettir með rjómaskál og rækjur fyrir framan arineldinn. Það sem vekur þó athygli við nýjustu ofur- launapakkana er hvað forstjórum er ríku- lega iaunað fyrir að vera reknir. Er það mikil hvatning fyrir þá að standa sig í starfi? Aldinger hefur samið upp á ókeypis heil- brigðisþjónustu, líka tannlæknisþjónustu fyrir sig og konu sína, hvorki meira né minna en til æviloka - ef hann verður rekinn. 51
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.