Frjáls verslun - 01.05.2003, Page 58
Viðtal Ingibjörg Pálmadóttir
Ingibjörg Pálmadóttir, eigandi og hönnuður 101 hótels við Hverfisgötu. „Ég held að þetta
hótel verði viðbót á markaðnum."
Hnarreistir á gallabuxum
Vakning hefur orðið í hótel-
geiranum og kemur þar
tvennt til. Svokölluð Design
eða Boutique hótel hafa rutt sér til
rúms í auknum mæli og eru farin
að njóta sívaxandi vinsælda en á
þessum hótelum er áhersla lögð á
vandaða og spennandi hönnun.
Falleg hönnun skilur meira eftir
hjá gestum en hefðbundin hótel
og opnar þeim jafnvel aðra og nýja
sýn á viðkomandi borg eða land. Hótelin eru farin að gegna
stærra hlutverki í samfélaginu, kannski í líkingu við það sem
var um næstsíðustu aldamót þegar hótelin voru hluti af lífsstíl
hástéttarfólks. Tiltölulega fámennur hópur efnafólks ferðað-
ist þá um heiminn og bjó þess á milli á hótelum um lengri eða
skemmri tíma. Þetta fólk kynntist
innbyrðis og hitti líka á hótelunum
annað efnamikið fólk sem kom inn
af götunni til að blanda geði í öðru-
vísi umhverfi. Hástéttarfólkið lifði
hótellífi. Um og eftir miðja öldina
hnignaði þessari hótelmenningu
og staða hótelanna breyttist. Má
segja að nánast hafi verið bannað
að fara inn á hótel til að hitta aðra
og skemmta sér, a.m.k. tíðkaðist
það engan veginn í sama mæli og áður.
Ég mÍSStí andann Ingibjörg Pálmadóttir, eigandi 101 hótels
við Hverfisgötuna í Reykjavík, segir að með tilkomu „design“
hótelanna séu hótelin farin að þjóna aftur fyrra hlutverki í
Endurreisn hótellíjsins er ofarlega í huga
Ingibjargar Pálmadóttur þar sem hún hefur
nýverió opnaö sérhannaó hótel í Reykjavík,
101 hótel. Hún óttast ekki erfidleika íferða-
þjónustunni, telurþvert á móti að hótelið
verði góð viðbót við flóruna.
Effir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur Myndir: Geir Ólafsson
58