Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2003, Page 59

Frjáls verslun - 01.05.2003, Page 59
VIÐTflL INGIBJÖRG PÁLMflDÓTTIR auknum mæli. Borgarbúar og aðrir gestir geti nú komið inn, sest niður í aðlaðandi umhverfi og fengið sér að borða eða drekka, slappað af og hitt fólk í fallegu umhverfi, ekkert síður heimafólk en hótelgesti. Barir, veitingastaðir og móttökusalir á hótelum hafi mikið til tekið við af diskótekum og klúbbum fyrir fólk að hittast og skemmta sér saman. Stéttaskipting og efnamunur hafi þurrkast út. Hótelin séu fyrir alla og enginn þurfi lengur að vera uppstrílaður til að ganga þar inn eins og var fyrir nokkrum áratugum. Nú geti menn gengið hnar- reistir inn á gallabuxunum. „Um næstsíðustu aldamót voru hótelin íburðarmikil og fín og ég get ímyndað mér að því hafi Jóhannes á Hótel Borg kynnst þegar hann var úti í hinum stóra heimi. Þegar hann kom heim reyndi hann að búa til þennan anda með því að koma sér upp nokkurs konar Ritz hóteli hér. Um miðbik síðustu aldar fór hótelmenningunni að hnigna og hótelin urðu að náttstað fyrir ferðamenn. Eftir því sem leið á seinni hluta síðustu aldar urðu ferðalög almennari og þegar Ian Schrager opnaði Morgan’s hótelið í New York 1985 og Royalton 1987 fór boltinn að rúlla. Með tilkomu Royalton varð til nýtt konsept sem sló í gegn. „Það var eins og hjólið hefði verið fundið upp aftur. Ég var í námi í New York á þessum tíma og fór og skoðaði Royalton. Ég missti andann," segir Ingibjörg. „Philip Starck, sem er einn af snillingum 20. aldarinnar, hannaði hótelið og það hafði mikil áhrif á mig. í tengslum við þetta breyttist staða hótelanna þannig að þau voru ekki lengur bara fyrir gestina heldur fór að myndast samfélag á hveiju hóteli. Menn fundu að það er gaman og gott að vera í umhverfi sem er í senn fallegt og skemmtilegt og veitir vellíðan," segir hún. Oýpri Skynjun Ferðamenn nútímans gera aðrar og meiri kröfur til fegurðar og afþreyingar en áður. Þeir vilja aðra og dýpri skynjun á umhverfi sitt, „persónuleg svör við spurn- ingum sínum, hreina fegurð, kraftaverk og leyndarmál," eins og segir í kynningarbók sem design-hótelsamtökin gefa út. 101 hótel er aðili að þessum samtökum. „Yið viljum það sem er ekta, töfrastaði og orkuuppsprettur. Upp á síðkastið hafa svona hótel gefið náttúrulega orku sem flestir hafa ekki fengið að reyna áður. Það að koma á slíkan stað er eins og að anda að sér innblæstri,“ segir einnig í bókinni. Ingibjörg er nú að ryðja brautina hér á íslandi með opnun 101 hótels, fyrsta og eina hótelsins sinnar tegundar á Islandi. Afar mikið er lagt upp úr hönnun þess og mikill glæsibragur er á öllu og húsgögnin eftir heimsþekkta hönnuði eða sérhönnuð. „Þessi hótel eru farin að ryðja sér til rúms í heiminum og þá er mikið lagt í hönnunina og umhverfið. Hugsunin er sú að hótelið hreyfi við manneskj- unni og hafi áhrif á sýn hennar á viðkomandi borg, að það skilji eitthvað eftir hjá fólki og sé eitthvað meira en bara ópersónulegur svefnstaður yfir nótt. Það er hægt að gista á hóteli og upplifa það bara sem húsaskjól yfir blánóttina. En á design-hóteli er farið lengra," segir hún og bætir við: „Það þarf að vera einhver gredda í þessu. Á svona hóteli fær kúnninn tækifæri til að setja viðfangsefni dagsins til hliðar, hverfa úr hversdagsleikanum, láta ímyndunaraflið reika og leika sitt leikrit í þessu íslenska leikhúsi." Fylla UPP í gatið Mörg hótel hafa verið í byggingu hér á landi að undanförnu, þrátt fyrir þau áföll sem ferðaþjónustan hefur lent í á alþjóða vlsu, og því hlýtur sú spurning að vakna hvers vegna Ingibjörg hafi ákveðið að fara út í þetta. Hún segir að alltaf hafi blundað í sér áhugi á hótelum og hún hafi hannað hótel og velt hótelum og hótelhönnun lengi fyrir sér, t.d. Hótel Borg á sínum tíma. „Ég hefði samt aldrei farið út í þetta verkefni þara til þess að opna eitt hótelið í viðbót. Ástæðan fyrir því að ég ákvað að fara út í þetta er sú að ég var búin að vera að skoða hótel og sá að þessi viðskiptahugmynd var ekki fyrir hendi hér á landi. Mér fannst vera gat í flórunni og ég hafði löngun til að fylla upp í það,“ segir hún. Ingibjörg keypti Alþýðuhúsið við Hverfisgötu um ára- mótin 2000-2001 og hóf strax hönnunina. Húsið er um 70 ára gamalt og þurfti að endurnýja það að öllu leyti. Hún lét húsið halda sér að utan þó að auðvitað færi fram endurnýjun, t.d. skipt um glugga og skeljasand á veggjum. Að innan var húsið tekið í gegn og því gjörbreytt. Herbergin eru 40 og ekkert til sparað, mikið lagt upp úr svörtu og hvítu og lúxusinn margs konar, t.d. hiti í öllum gólfum, stór og opin baðherbergi, þráð- laus tölva og DVD með t.d. myndinni 101 Reykjavík inni á herbergjunum, íslensk nútímalistaverk á veggjum og svo mætti lengi telja. Framkvæmdir hófust haustið 2001 og hótelið var svo opnað síðla vetrar. Ingibjörg vill ekki ræða mikið um það hvað kaupin á húsinu og framkvæmdirnar hafi kostað en játar að upphæðin hafi numið nokkrum hundruðum milljóna. Hún segir að hvert hótelherbergi á 101 hóteli sé um 30 prósentum dýrara en venjulegt hótelherbergi. I áætlunum sínum segist hún gera ráð fyrir að það taki sig tvö til þijú ár að koma hótelinu á gott ról miðað við 60 prósenta nýtingu. Verðið er á svipuðu róli og á dýrari hótelunum í Reykjavík. Ingibjörg tekur fram að það sé ekki dýrt rniðað við svona hótel erlendis. Síðasti geirfuglinn? Þegar samkeppni ber á góma bendir Ingibjörg á að í rauninni sé samkeppni engin því að um algjöra nýjung sé að ræða. Hún telur að hótelkakan muni stækka með tilkomu 101 hótels og ímyndar sér að hótelið geti fengið um 5- 10 prósent af stærri hótelköku. Nýja hótelið taki ekki frá hinum hótelunum en einhverjar breytingar verði hugsanlega á markaðnum. „Ég held að þetta hótel verði viðbót og það komi hingað ferðamenn sem hafi ekki komið áður því að þeir hafi ekki séð fram á að fá nógu spennandi hótel til að gista á. Ég hef fundið fyrir þessari eftirspurn frá útlöndum og því held ég að hótelið dragi að og auki vissa tegund af ferðamönnum. Þessir ferðamenn eru vanir að gista á svona hótelum og þeir láta berast að það sé eitt svona hótel til á íslandi. Smám saman birtast líka greinar í blöðum á borð við Wallpaper sem höfða til þessa fólks. Það er mikill áhugi á íslandi núna. ísland þykir „kúl“ og spennandi og ég held að Björk eigi allan heiðurinn af því. Hún hefur rutt brautina og vakið athygli og forvitni á Islandi,“ segir íngibjörg Pálmadóttir. [H 59

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.