Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2003, Page 60

Frjáls verslun - 01.05.2003, Page 60
 \ m iii f i í i. .j.i f i 1 I iijfö W B-j & jrol w*tqr~~jj / / // J / // | É / // £ j íj m Bill Emmott, ritstjóri hins virta viðskiptatímarits The Economist. Hann er hér í einkaviðtali við Frjálsa verslun. Bill Emmott, ritstjóri að vantar ekki að aðkoman er glæsileg: bara nafnið, The Economist Plaza, segir sitt og húsakynnin eru í stíl við það - ósvikið háhýsi, gler og stál. Skrifstofa Bill Emmotts, ritstjóra hins virta viðskipta- tímarits The Economist, trónir efst uppi eins og vera ber, með ævintýralegu út- sýni yfir borgina því það eru ekki mörg háhýsi sem keppa við The Economist bygginguna þarna í St. James’ hverfinu við Piccadilly í miðborg Lundúna. Einmitt, viðskiptatímaritið er ekki til húsa í fjármálahverfinu City og heldur ekki í tjölmiðlahverfinu í kringum Fleet Street. Skrifstofa ritstjórans líkist meira skrifstofu háskólamanns en manns sem stundar Ijármálaumsvif og stjórnun, nema hvað hún er stærri. Allt er fullt af bókum í kringum hann í horninu þar sem hann situr við skrifborðið með útsýni út í himininn yfir borginni, þó hinn helm- ingur herbergisins sé lagður undir fundarborð. Ritarinn er búttuð og elsku- leg ung kona, öldungis yfirlætislaus í gallabuxum og bómullarbol, engir skvísustælar á þeim bæ. Sami látleysis- bragurinn á Emmott, sem er skeggj- aður, í kakíbuxum og á skyrtunni með uppbrettar ermar. Efalaust á hann jakka- föt og allt sem þeim tilheyrir, en látlausi stíllinn virðist honum í blóð borinn. Kannski helgast bókabéusabragurinn á honum af því að hann hefur þegar látið til sín taka við bókaskrif. Fyrir nokkrum árum skrifaði hann bók um Japan, sem vakti mikla athygli, The Sun also Sets. í vetur kom út úttekt hans á lærdómi síðustu aldar og horfunum á þessari, 20:21 Vision; the Lessons of the 20th Century for the 21st. Hér kemur einkaviðtal Frjálsrar verslunar vib Bill Emmott, ritstjóra The Economist. Þab var Sigrún Davíbsdóttir sem ræddi vib hann í heimsborginni London. Texti og myndir eftir Sigrúnu Davíðsdóttur 60

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.