Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2003, Page 67

Frjáls verslun - 01.05.2003, Page 67
Helgi Magnússon, framkvæmdastjóri Hörpu Sjafnar. „Af hverju tala menn ekki um að það sé óeðlilegt að vátrygginga- félög, sem eiga hlut í öðrum almenningshlutafélögum, noti sína hluti til að styðja tiltekna menn í stjórnir eða hlutabréfa- sjóðir sem gjarnan eru í fjöldaeigu?" spyr hann. Pétur Blöndal alþingismaður. „Töluverð hætta er á því að vandamál fyrirtækisins fari að móta stefnu fjárfestisins, í þessu tilfelli lífeyrissjóðsins, ef forráðamenn lífeyrissjóðsins eru í stjórnum fyrirtækja," segir hann. í stjórnum fyrirtækja saman verkalýðsmálum og lífeyrissjóðsmálum. Við erum ekki búin að klára þessa umræðu og ákveða hvaða reglur við höfum og hvaða viðmið við setjum. Samningurinn við Sigurð var frá því áður en ég kom í stjórn og ég gerði engar athugasemdir við það. Eg tel að samningar skuli standa. En burtséð frá málinu með Kaupþing þá ættum við að vera ánægð sem lífeyrissjóður með mikinn hagnað í iyrirtæki og að forstjóra sé greitt fyrir ótrúlega góðan árangur þó að það sé andstætt okkar sjónarmiðum sem stéttaríélags," segir Gunnar Páll. Svipað 09 Alþingi Hver skyldi lausnin vera; að slíta böndin milli fyrirtækis og lífeyrissjóðs eða skipa fulltrúa í stjórn og koma með eigin viðmið og starfsreglur inn í stjórnina sem aðrir stjórnarmenn verða þá að taka afstöðu til, samþykkja eða ganga framhjá? Gunnar Páll bendir á að stjórnir fyrir- tækja séu svipaðar og Alþingi, minnihlutinn á Alþingi þeri ekki áþyrgð á gjörðum meirihlutans. „Það er okkar hlutverk að vera á vaktinni um góða og gilda stjórnunarhætti og að menn taki ekki ofurlaun sem eru í engu samræmi við afkomu fyrirtækjanna. Ef rödd okkar heyrist og menn vita hvaða við- horf við höfum þá er það hið besta mál,“ segir hann. Helgi Magnússon, framkvæmdastjóri Hörpu Sjaíhar, hefur verið í stjórn Islandsbanka fyrir hönd lífeyrissjóðsins Fram- sýnar á sjöunda ár. Hann hefur fylgst með umræðunni um aðkomu lífeyrissjóða að stjórnum fyrirtækja og telur að lif- eyrissjóður sem hluthafi í almenningshlutafélagi sé ekkert „ómerkilegri hluthafi" en hver annar. Hann hafnar því sem rökleysu að lífeyrissjóðir eigi að vera „þöglir hluthafar" á þeirri forsendu að svo margir eigi lífeyrissjóðina. ,Af hverju tala menn ekki um að það sé óeðlilegt að vátryggingafélög, sem eiga hlut í öðrum almenningshlutafélögum, noti sína hluti til að styðja tiltekna menn í stjórnir eða hlutabréfasjóðir sem gjarnan eru í ijöldaeigu?" spyr hann. „Vátryggingafélög sem kaupa í félögum eru ekki að gera neitt annað en að varð- veita bótasjóðina sína til að geta borgað út skaðabætur ef nauðsyn krefur. Þetta er nákvæmlega það sama og hjá lrf- eyrissjóðum. Þeir varðveita sína sjóði til að geta greitt eftirlaun og bætur þegar á þarf að halda. I báðum tilfellum eru þetta uppsöfnunarsjóðir sem mönnum er trúað fyrir að Hver skyldi lausnin vera; að slíta böndin milli fyrirtækis og lífeyrissjóðs eða skipa fulltrúa í stjórn og koma með eigin viðmið og starfsreglur inn í stjórnina sem aðrir stjórnarmenn verða þá að taka afstöðu til, samþykkja eða ganga framhjá? 67

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.