Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2003, Side 77

Frjáls verslun - 01.05.2003, Side 77
Sumarið er tíminn Frítími stjórnenda Könnun KPMG á lífsstíl og viðhorfum stjórnenda, sem gerð var í ársbyijun, vakti talsverða athygli. Þar kom m.a. fram að annar hver stjórnandi vinnur stundum um helgar, vinnuvikan er um og yfir 60 stundir hjá nær öllum og því lítill fd- tími aflögu. Þó er munur milli kynja þar sem karlar vinna bæði lengri vinnudag og gera Frítímínn Með fjölskyldu og vinum 32,0% Golf 11,0% Veiðar 9,0% ILestur 8,0% Hreyfing 17% Ferðalög 18% Annað 5,0% Stjórnandinn eyðir frítíma sínum helst með fólkinu sínu en leggst þar á eftir í ferðalög eða stundar hreyfingu. Forstjórinn er áhugamaður um golf og ueiðar. síður greinarmun á helgum dögum og virkum. Þegar skoðað er hvernig stjórn- andinn eyðir helst fdtíma sínum, kemur í ljós að stærsti hluti tímans fer í fjöl- skyldu en ferðalög eru næst á eftir. Þó fer um það bil helmingi minni tími í ferða- lög en tjölskyldu en hluti ferðalagatímans hlýtur að vera með fjölskyldunni. Tómstundastörf eins og golf, veiðar og lestur eru hvert um sig um 10% af kök- unni en hreyfing almennt er um 17%. H3 Gönguferðir um óbyggðir Eg á sumarbústað í Lóni þar sem eitt fallegasta svæði landsins er,“ segir Stefanía Katrín Karlsdóttir, rektor Tækniháskóla íslands. „Þar er frábært að vera í slökun og ganga um svæðið, endalausir möguleikar í landslaginu. Þar sem ég er ættuð austan af Jökuldal þá þykir mér gott að koma þangað reglulega og sérstaklega til að veiða og líka slappa af. Töluverð veiði er í landi okkar á Jökuldal. Síðast en ekki síst eru gönguferðir um óbyggðir Islands hluti af ferðalögum mínum um landið og þau svæði sem heilla mig mest eru eyði- firðir fyrir vestan eins og Hornstrandir og Jökulfirðir." HH Frábærir og frægir veiðistaðir Góð veiði í Iðunni. Pétur Alan Guðmundsson og vinur hans, Adolf Ólason. Það eru margir frægir veiðistaðir í ám á íslandi en af þeim sem ég helst veiði í má nefna Laxfoss-svæðið í Norðurá í Borgarfirði, þar sem eru Eyrin, Brotið og Krossholan, allt frábærir veiðistaðir í góðu vatni fyrri part sumars," segir Pétur Alan Guðmundsson, kaupmaður í Melabúðinni. „Annað veiðisvæði eru Rangárflúðirnar í Ytri-Rangá, rétt fyrir neðan þjóðveginn við Hellu. Þar liggur laxinn út um allt fyrir ofan og neðan flúð- irnar. Þær hafa þó örlítið dalað að mér finnst vegna sandburðar. Þriðja veiðisvæðið er Breiðan í Langá á Mýrum. Skemmtilegur veiði- staður þar sem laxinn getur legið allt í kringum steininn og niður á brot.“ I uppáhaldi ,Af mínum uppáhaldsveiðistöðum má nefna m.a. Hræsvelg í Norðurá. Þangað fer maður niður frá bílastæði stuttu áður en maður kemur í veiðihúsið á Rjúpnaási. Annaðhvort er vaðið yfir ána eða farið yfir á kláf og labbað niður með ánni að sunnanverðu. Gullfallegur staður fyrir gárutúpur þegar vatnsmagnið fer að minnka. Annar uppáhaldsveiðistaðurinn er Bragð í efri hluta Selár í Vopnafirði. Þangað er keyrt frá Leifsstöðum upp með ánni og gengið síðan uppfyrir Krók. Staður sem leynir á sér. Síðast en ekki síst er Iðan, ármót Hvttár og Stóru-Laxár. Frábær staður sem getur gefið mikla veiði og stórlaxa." 33 77

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.