Frjáls verslun - 01.05.2003, Side 80
Icelandair Hotels:
Fjölbreyttir gistimöguleikar
Um er að ræða átta heilsárshótel í
Reykjavík, á Suðurlandi og á Austur-
landi. Þau eru Hótel Loftleiðir og Nor-
dica Hótel í Reykjavík, Hótel Selfoss, Hótel
Rangá, Hótel Flúðir og Hótel Kirkjubæjar-
klaustur á Suðurlandi sem og Hótel Hérað
á Austurlandi.
Icelandair Hotels eru tilvalinn kostur
fyrir þá einstaklinga sem vilja gera vel við
sig á ferð sinni um landið. Einnig er þar að
finna góða aðstöðu fyrir fundarhópa sem og hvataferðahópa.
Öll hótelin eru nálæg vinsælum útivistarsvæðum og margs
konar afþreyingarmöguleikar í boði.
Flughótel í Keflavík Flughótelið í Keflavík er glæsilegt
hótel sem er í 5 mínútna fjarlægð frá Flugstöð Leifs Eiríks-
sonar og gefst gestum hótelsins kostur á að geyma bílinn
sinn í upphitaðri geymslu á meðan þeir eru eríendis. A Suður-
nesjum eru margir áhugaverðir staðir og má þar meðal
annars nefna Bláa lónið, Reykjanes, Krýsuvík og Kleifarvatn.
HÓtel Loftleiðir Á Hótel Loftleiðum er lögð áhersla á
þægindi, góða aðstöðu og fyrsta flokks þjónustu.
Hér er að finna eina hótelið í Reykjavík sem hefur sund-
laug, heitan pott og gufubað svo að eitthvað sé nefnt. Önnur
þjónusta sem í boði er: banki, gjafavöruverslun, bílaleiga og
frá hótelinu er einnig farið í kynnisferðir um Reykjavík og
land allt.
Nordica Hótel Stærsta hótel landsins með 284 herbergi. Á
hótelinu er fyrsta flokks veitingastaður sem er undir stjórn
Hákonar Más Örvarssonar, en hann fékk bronsverðlaun í
hinni heimsþekktu matreiðslukeppni, Bocuse d’Or.
Ein glæsilegasta heilsulind landsins var nýlega opnuð á
hótelinu, Nordica Spa. Sérstaða hótelsins er þó hin glæsi-
lega ráðstefnu- og fundaraðstaða sem er á heimsmæli-
kvarða.
HÓtel SelfOSS Sumarið 2002 var Hótel
Selfoss opnað á ný eftir viðamiklar endur-
bætur. Hótelið stendur við bakka Ölfusár og
státar af 98 glæsilegum herbergjum.
Mikil afþreying er í boði í nágrenni
Selfoss, svo sem golfvöllur, hestaleigur og
sundlaug.
HÓtel FlÚðír Hótel Flúðir er tilvalinn
áningarstaður á leið fólks um Suðurland.
Þar er að finna glæsilegan veitingastað með einstöku útsýni,
notanlegan bar og setustofu.
Sundlaug er á Flúðum og skammt frá er skemmtilegur 18-
holu golfvöllur.
HÓtel Rangá Hótel Rangá stendur á bökkum Eystri-Rangár
aðeins um 7 km frá Hellu.
I boði er 21 hlýlega innréttað herbergi, notalegur veitinga-
staður og bar sem og heitir pottar. I boði skammt frá hótelinu
eru hestaferðir, stangaveiði, siglingar á gúmmíbátum, golf og
útsýnisflug.
Hótel Kirkjubæjarklaustur Hótel Kirkjubæjarklaustur er
sérstaklega vel staðsett fyrir þá sem vilja njóta íslenskrar nátt-
úru eins og hún gerist best en jafnframt dekra við sig með
ljúffengum veitingum og gistingu.
Hótel Hérað Hótel Hérað er á besta stað á Egilsstöðum,
höfúðstað Austurlands. Allur aðbúnaður hótelsins er mjög
góður og eru perlur Austurlands skammt undan.
Nánari upplýsingar um hótelin má nálgast á heimasíðu hótel-
anna: www.icehotels.is en þar er einnig hægt að ganga frá
gistibókun á hótelunum.
Urval, gæði og persónuleg þjónusta - þú átt von á því allra
besta á Icelandair Hotels.
Velkomin til okkar!! BH
Icelandair Hotels bjóda
mikinn jjölbreytileika í gist-
ingu um land allt. Umgjörd,
aöstaba og andrúmsloft
hótelanna er eins og best
veröur á kosiö.
Myndir Aslaug Snorradóttir
80