Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2003, Side 84

Frjáls verslun - 01.05.2003, Side 84
Veiðihúsið við Grenlæk, sem var líklega fyrsta lúxusgistingin í boði fyrir silungsveiðimenn, hefur fengið frábærar viðtökur. Þetta hús við Minnivallalækinn er nýkomið í notkun, frábær staðsetning á árbakkanum og liggur við að veiðimenn geti veitt af veröndinni! Veiðihúsið Eyjar við Breiðdalsá, myndin tekin við lokafrágang. Stórir stofugluggar og verönd bjóða upp á glæsilegt útsýni. Strengir: LÚXUS UEIÐIHÚS Við bjóðum upp á jirjár laxveiðiár, Hrúta- íjarðará, Breiðdalsá og Laxá í Nesjum," segir Þröstur Elliðason forsvarsmaður og eigandi Veiðiþjónustunnar Strengir ehf. „Þar fyrir utan seljum við einnig veiðileyfi í íjórar silungsveiðiár en þær eru Minni- vallalækur, Hvolsá, Staðarhólsá og Tungu- læk. Svo erum við með í umboðssölu svæði fimm í Grenlæk en það er þekkt sjóbirtingsá." Við flestar þessar veiðiár er boðið upp á gistingu í háum gæðaflokki og frábæra aðstöðu í veiðihúsunum. „Við erum með nokkur af bestu veiðihúsum landsins og þar á meðal þrjú ný. Við Minnivallalæk er nýlokið byggingu 100 fm glæsilegs veiðihúss við árbakkann en þar er heitur pottur og allur lúxus sem hægt er að hugsa sér. Eiginlega er þetta dálítil „villa“. Við Grenlæk hafa menn sér baðherbergi með hverju herbergi, einnig er þar gufubað og heitur pottur á stórri verönd, en í silungsveiðinni er alveg nýtt að bjóða upp á svona frábæra gistingu þó svo þetta hafi þekkst við laxveiði- árnar,“ segir Þröstur. 84 Strengir eru með í byggingu nýtt 350 fm veiðihús við Breiðdalsá á jörðinni Eyjum sem er í eigu íjölskyldu Þrastar. Að sögn hans mun þetta hús slá öllum öðrum veiði- húsum við hvað snertir klassa en þar eru 7 herbergi, hvert með sér baðherbergi, og einnig sérstök svíta. Hvert herbergi hefur Internettengingu og gervihnattasjónvarp og í húsinu er gufubað og heitur pottur á glæsilegri verönd. Sérhannaður arinn í borð- og setustofu setur stóran svip á húsið. Utsýnið verður stórfenglegt yfir Breið- dalsá og dalinn. „I Breiðdalsá er nýhafið gríðarlega mikið fiskiræktarátak og veiðin þar hefur aukist um 20-30% á ári að undanförnu og er stefnt að því að gera ána eina af betri laxveiðiám landsins á næstu árum. Það er því full ástæða til að leggja nokkuð í að gera aðstæður góðar. Margir þeirra sem stunda þessar veiðar eru fólk sem gerir kröfur um góðan aðbúnað og við erum einfaldlega að uppfylla þær kröfur. Einnig verða veiði- húsin boðin til gistinga utan veiðitíma, tilvalin fyrir smærri hópa sem vilja hafa það virkilega þægilegt." 33 Veiðiþjónustan Strengir er ört vaxandi fyrirtœki á veiðileyfa- markaði hér á landi.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.