Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2003, Side 87

Frjáls verslun - 01.05.2003, Side 87
Vinningsliðið í Fjölbrautaskóla Suðurnesja sem fékk verðlaun fyrir frumlegustu viðskiptahugmyndina og besta fyrirtækið. Þetta lið var með afsláttarkortið Local. hefur verið staðið fyrir áðurnefiidu nám- skeiði fyrir framhaldsskólanema hér á Islandi. „Við höfum skilning skattayfirvalda á því að þarna er um námsefni að ræða. Fyrir- tækjasmiðjan var bara ólík öðru námsefni að því leytinu til að þetta var gert af fullri alvöru, krakkarnir gerðu viðskiptaáætiun, ráku fyrirtækin með alvörupeningum, veittu alvöruþjónustu og framleiddu alvöru- söluvöru. Lykillinn að árangri, og það sem vakti áhuga hjá krökkunum, var að þeir fóru að reka sig á og læra af reynslunni, td. ef birgjarnir stóðu sig ekki. Þetta hafði aldrei klikkað í skólabók- unum þvi að þar gengur alltaf allt upp,“ segir Gunnar. Afsláltarkort og útskriftarbolir Ýmis áhugaverð fyrirtæki voru stofnuð. A Suðurnesjum settu nemendurnir td. á fót markaðs- fyrirtæki sem gaf út afsláttarkortið Local til allra þeirra 700 nemenda sem voru í framhaldsskólanum. Þeir fengu tekjur í kassann með því að selja auglýsingar á kortið frá þeim fyrir- tækjum sem veittu afslátt, og bjuggu til og dreifðu bæklingi með öflum upplýsingum. Með þessum hætti tókst þeim að örva verslun í Reykjanesbæ. Gunnar segir að kortið hafi haft mjög góð áhrif og m.a. orðið til þess að Pizza Hut hafi lengt opnunar- tíma sinn. I Verzlunarskólanum kom upp sú hugmynd að kanna hvort grundvöllur væri fyrir framleiðslu og sölu á sérstökum útskriftarbolum. Svo reyndist vera og því létu nemendurnir slag standa. Þá hafði afi eins nemandans búið til skóhorn og því kviknaði sú hugmynd að kaupa þessi skóhorn í heildsölu og selja í smásölu. Sú hugmynd gekk líka ágætlega upp. „Hagnaður var mismikill í öflum tilvikum en hluthafar fengu sinn arð greiddan út. Hvert hlutabréf kostaði 500 krónur og enginn mátti kaupa fleiri en tvö hlutabréf. í sumum tilvikum fór gengi hlutabréfanna úr 1 í 15,3 og 500 kafl breyttist þá í rúmar 7.000 krónur. Þetta eru litlar upphæðir en lærdómurinn er samur. Svona tenging mifli atvinnulifs og skóla er af hinu góða fyrir alla og fyrirtækin eru mjög ánægð með að fá tækifæri til að hafa áhrif á menntun unga fólksins, fá nokkurs konar aðgang að skólunum. Ráðgjafarnir koma á þeirra vegum og miðla af reynslu sinni úr viðkomandi fyrirtækjum. Kennararnir eru ánægðir með að fá nýjan flöt í kennslunni og nemendurnir eru ánægðir með tilbreytinguna. Kennararnir byggja upp góða grunnþekkingu en ráðgjafar frá fyrirtækjum koma síðan inn með praktíska reynslu og nýja sýn á efnið,“ segir Gunnar. Fyrir sex ára í haust? En víkjum aðeins að því hvernig Islandsdeild Junior Achievement kom tfl. Gunnar kynntist þessari hugmyndafræði erlendis fyrir þremur árum og taldi hana eiga erindi til Islendinga. Hann hefur unnið að því síðan að koma samtökum á fót og stóra skrefið var stigið í lok októ- ber á síðasta ári þegar þijú fyrirtæki tóku þátt í að stofna þau. Þetta eru fyrirtækin Sjóvá-Almennar, Iðntæknistofnun og Verslunarmannafélag Reykjavíkur. Skömmu síðar bættist R Samúelsson, Toyota, í hóp stofnaðila og nú hefur enn fiölgað með Hafnarijarðarbæ og VÍS. Verið er að kynna þetta starf fyrir öðrum fyrirtækjum og stofnunum og er markmiðið að fjölga þátttakendum um átta á þessu ári. I haust er fyrirhugað að halda námskeið fyrir 6 ára börn þar sem Jjallað verður um pen- inga, störf foreldra, verðmætasköpun, virðingu fyrir eignum og verðmætum og tengja þetta allt við blákaldan veruleikann.SH Lára Jóhannsdóttir, gæðastjóri hjá Sjóvá-Almennum, veitir B'or'go-liðinu verðlaun fyrir markvissustu viðskiptaáætlun- ina. Liðið Viðarás frá Verzlunarskóla íslands fékk verðlaun fyrir bestu viðskiptaáætlunina, en það fyrirtæki markaðssetti og seldi skóhorn. 87

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.