Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2003, Side 93

Frjáls verslun - 01.05.2003, Side 93
VÍNPISTILL SIGMflRS B. RÓSavíll Áður en lengra er haldið vildi ég aðeins minnast á hið eina sannkallaða sumarvín og það er rósavínið. Einhverra hluta vegna drekka Norðurlandabúar sáralítið af rósavíni. Rósavínið er mikið drukkið í löndunum umhverfis Miðjarðar- hafið. Mín kynslóð, 68 kynslóðin, kynntist þó dásemdum létt- vínanna með þvi að drekka rósavín. Hér á ég að sjálfsögðu við hið ágæta portúgalska rósavín Matheus sem allir vínspekingar tala um af mikilli tyrirlitningu. Rósavínið er frískandi og ágætt sem fordrykkur og með kjöti og fiski. Það á einkar vel við með glóðarsteiktum og vel krydduðum mat. Þegar rósavín er gert er þrúgusafinn látinn vera í snertingu við hýðið þangað til rétt- ur litur er fenginn, en sem kunnugt er kemur liturinn úr hýð- inu. Hýðið og aldinkjötið er svo síað frá þrúgusafanum. Rósa- vín er efdr það svo framleitt svipað og hvítvín. Meðal þeirra rósavína sem hægt er að mæla með er Torres de Casa Rosado á 1.090 krónur. Þetta er einkar ljúft vín, hálfþurrt, með góðu ávaxtabragði - hentar vel með krydduðum mat. Prestige Bor- deaux á 1.110 krónur er létt og bragðmikið rósavín, frekar þurrt. Gott með feitum fiski eins og lúðu, laxi og glóðarsteikt- um kjúkiingi. Fleur de Rosé frá Georges Du Boeuf á 990 krónur er þægilegt vín með ljúfu beijabragði sem minnir á jarðarber og kirsuber. Gott vín til að smjatta á meðan grillið er að hitna og ágætis vín með miklum hvítlauk eða nautakjöti með piparsósu. Grill 09 sósur Glóðarsteiking er matreiðsluaðferð sumarsins og karlmanna. Gæði íslenska nautakjötsins hafa vaxið mjög á síðari árum. Gott nautakjöt þarf að vera búið að hanga og vera fallegt og fitusprengt. Gott er að byija á því að steikja kjötið við mikinn hita en halda svo áfram að steikja það við frekar lágan hita og færa grillgrindina upp. Bandaríkjamenn eru sérfræð- ingar í glóðarsteikingum og má segja að þessi matreiðsluað- ferð sé framlag þeirra til matargerðarlistarinnar. Þá er hægt að fá í Bandaríkjunum úrvals nautakjöt. í verslunum hér á landi er hægt að fá ýmsar tegundir af grillsósum. Sósur þessar eru mis- jafnar að gæðum, oft á tíðum allt of sterkar, t.d. iýrir lambakjöt. Best er því að búa til sósuna heima. Hér kemur uppskrift að ljómandi góðri sósu sem passar einkar vel með nautakjöti. Það sem þarf í sósuna er: 1 dl soyasósa 2 msk Dijon sinnep 1 msk sítrónusafi 4 hvítlauksrif, fínt söxuð 1 tsk rifin engiferrót 1/2 tsk timian 1/2 tsk svartur pipar 1 msk ferskt, fínt saxað rósmarín Blandið þessu öllu saman og pensfið nautasteikurnar með sós- unni og glóðarsteikið. Áströlsku rauðvínin passa frábærlega vel með glóðarsteiktu nautakjöti. Peter Lehmann Weighbridge Shiraz er nýtt vín hér frá víngerðarmeistaranum Peter Leh- mann. Þetta er þægilegt vín, léttkryddað með góðu beijabragði og bragði af þurrkuðum ávöxtum. Annað gott vín frá meistara Lehmann er Cabernet Sauvignon á 1.560 krónur. Þetta er mikið vín með krydd- og eikarkeim. Fyrir þá sem eru ekki mikið lyrir kröftug og bragðmikil rauðvín er hægt að mæla með Turning Leaf Zinfandel á 1.190 krónur. Þetta er þægilegt vín með ljúfu ávaxtabragði og jafnvel bragði af kirsubeijum og súkkulaði. Freyðívln Það virðist gilda sama lögmálið um kampavín og rósavín hér á landi, íslendingar drekka lítið af kampavíni og freyðivíni, alla vega ef miðað er við Frakka, Spánveija og ítali. Fátt er betra á heitum og sólríkum sumardegi en glas af vel kældu kampavíni. Kampavín kostar skildinginn en í verslunum ÁTVR má nú fá ljómandi freyðivín á góðu verði. Jacob’s Creek Chardonnay Pinot Noir á 1.090 krónur er þurrt og frískandi freyðivín með léttum ávaxtakeim. Burti Pinot Chardonnay Brut á 970 krónur er ágætis freyðivín, ljómandi fordrykkur, kitlandi eftirbragð, þurrt en margslungið. Þetta freyðivtn er gott með reyktum laxi og bragðmiklum mat. HvltVÍn Það er kjörið að drekka gott hvítvín í staðinn íýrir bjór eða sterka drykki. Frakkar segja að bjór sé iðnaðarvara en vín menning. Frábært sumarvín er Brundlmayer Riesling Langenloiser Berg á 1.670 krónur. Þetta vín er eitt best varð- veitta leyndarmálið í verslunum ÁTVR. Það er þurrt, frískandi en margbrotið, bragð af góðum eplum, melónum og jafnvel kiwi. Franck Millet Sancerre á 1.500 krónur er frábært vín með laxi og humri. Þetta er þurrt og sýruríkt vín með ljúfu bragði af ferskum ávöxtum, einkum eplum og sítrónum. Nýtt vín á reynslulista ÁTVR er Antinori Orvieto Classico Campogrande á 990 krónur. Þetta er einfalt vín á góðu verði. Vínið er óeikað, þurrt og ferskt. Bragðið er þægilegt, gott vín á góðu verði. Œi Sigmar B. Hauksson mælir með eftirtöldum vínum: Rauðvín Weighbridge Shiraz á 1.990 krónur Peter Lehmann Cabernet Sauvignon á 1.560 krónur Turning Leaf Zinfandel á 1.190 krónur Freyðivín Jacobs Creek Chardonnay á 1.090 krónur Hvítvín Brundlmayer Riesling Langenloiser Berg á 1.670 krónur Franck Millet Sancerre á 1.550 krónur Antinori Orvieto Classico Campogrande á 990 krónur 93

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.