Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2003, Blaðsíða 93

Frjáls verslun - 01.05.2003, Blaðsíða 93
VÍNPISTILL SIGMflRS B. RÓSavíll Áður en lengra er haldið vildi ég aðeins minnast á hið eina sannkallaða sumarvín og það er rósavínið. Einhverra hluta vegna drekka Norðurlandabúar sáralítið af rósavíni. Rósavínið er mikið drukkið í löndunum umhverfis Miðjarðar- hafið. Mín kynslóð, 68 kynslóðin, kynntist þó dásemdum létt- vínanna með þvi að drekka rósavín. Hér á ég að sjálfsögðu við hið ágæta portúgalska rósavín Matheus sem allir vínspekingar tala um af mikilli tyrirlitningu. Rósavínið er frískandi og ágætt sem fordrykkur og með kjöti og fiski. Það á einkar vel við með glóðarsteiktum og vel krydduðum mat. Þegar rósavín er gert er þrúgusafinn látinn vera í snertingu við hýðið þangað til rétt- ur litur er fenginn, en sem kunnugt er kemur liturinn úr hýð- inu. Hýðið og aldinkjötið er svo síað frá þrúgusafanum. Rósa- vín er efdr það svo framleitt svipað og hvítvín. Meðal þeirra rósavína sem hægt er að mæla með er Torres de Casa Rosado á 1.090 krónur. Þetta er einkar ljúft vín, hálfþurrt, með góðu ávaxtabragði - hentar vel með krydduðum mat. Prestige Bor- deaux á 1.110 krónur er létt og bragðmikið rósavín, frekar þurrt. Gott með feitum fiski eins og lúðu, laxi og glóðarsteikt- um kjúkiingi. Fleur de Rosé frá Georges Du Boeuf á 990 krónur er þægilegt vín með ljúfu beijabragði sem minnir á jarðarber og kirsuber. Gott vín til að smjatta á meðan grillið er að hitna og ágætis vín með miklum hvítlauk eða nautakjöti með piparsósu. Grill 09 sósur Glóðarsteiking er matreiðsluaðferð sumarsins og karlmanna. Gæði íslenska nautakjötsins hafa vaxið mjög á síðari árum. Gott nautakjöt þarf að vera búið að hanga og vera fallegt og fitusprengt. Gott er að byija á því að steikja kjötið við mikinn hita en halda svo áfram að steikja það við frekar lágan hita og færa grillgrindina upp. Bandaríkjamenn eru sérfræð- ingar í glóðarsteikingum og má segja að þessi matreiðsluað- ferð sé framlag þeirra til matargerðarlistarinnar. Þá er hægt að fá í Bandaríkjunum úrvals nautakjöt. í verslunum hér á landi er hægt að fá ýmsar tegundir af grillsósum. Sósur þessar eru mis- jafnar að gæðum, oft á tíðum allt of sterkar, t.d. iýrir lambakjöt. Best er því að búa til sósuna heima. Hér kemur uppskrift að ljómandi góðri sósu sem passar einkar vel með nautakjöti. Það sem þarf í sósuna er: 1 dl soyasósa 2 msk Dijon sinnep 1 msk sítrónusafi 4 hvítlauksrif, fínt söxuð 1 tsk rifin engiferrót 1/2 tsk timian 1/2 tsk svartur pipar 1 msk ferskt, fínt saxað rósmarín Blandið þessu öllu saman og pensfið nautasteikurnar með sós- unni og glóðarsteikið. Áströlsku rauðvínin passa frábærlega vel með glóðarsteiktu nautakjöti. Peter Lehmann Weighbridge Shiraz er nýtt vín hér frá víngerðarmeistaranum Peter Leh- mann. Þetta er þægilegt vín, léttkryddað með góðu beijabragði og bragði af þurrkuðum ávöxtum. Annað gott vín frá meistara Lehmann er Cabernet Sauvignon á 1.560 krónur. Þetta er mikið vín með krydd- og eikarkeim. Fyrir þá sem eru ekki mikið lyrir kröftug og bragðmikil rauðvín er hægt að mæla með Turning Leaf Zinfandel á 1.190 krónur. Þetta er þægilegt vín með ljúfu ávaxtabragði og jafnvel bragði af kirsubeijum og súkkulaði. Freyðívln Það virðist gilda sama lögmálið um kampavín og rósavín hér á landi, íslendingar drekka lítið af kampavíni og freyðivíni, alla vega ef miðað er við Frakka, Spánveija og ítali. Fátt er betra á heitum og sólríkum sumardegi en glas af vel kældu kampavíni. Kampavín kostar skildinginn en í verslunum ÁTVR má nú fá ljómandi freyðivín á góðu verði. Jacob’s Creek Chardonnay Pinot Noir á 1.090 krónur er þurrt og frískandi freyðivín með léttum ávaxtakeim. Burti Pinot Chardonnay Brut á 970 krónur er ágætis freyðivín, ljómandi fordrykkur, kitlandi eftirbragð, þurrt en margslungið. Þetta freyðivtn er gott með reyktum laxi og bragðmiklum mat. HvltVÍn Það er kjörið að drekka gott hvítvín í staðinn íýrir bjór eða sterka drykki. Frakkar segja að bjór sé iðnaðarvara en vín menning. Frábært sumarvín er Brundlmayer Riesling Langenloiser Berg á 1.670 krónur. Þetta vín er eitt best varð- veitta leyndarmálið í verslunum ÁTVR. Það er þurrt, frískandi en margbrotið, bragð af góðum eplum, melónum og jafnvel kiwi. Franck Millet Sancerre á 1.500 krónur er frábært vín með laxi og humri. Þetta er þurrt og sýruríkt vín með ljúfu bragði af ferskum ávöxtum, einkum eplum og sítrónum. Nýtt vín á reynslulista ÁTVR er Antinori Orvieto Classico Campogrande á 990 krónur. Þetta er einfalt vín á góðu verði. Vínið er óeikað, þurrt og ferskt. Bragðið er þægilegt, gott vín á góðu verði. Œi Sigmar B. Hauksson mælir með eftirtöldum vínum: Rauðvín Weighbridge Shiraz á 1.990 krónur Peter Lehmann Cabernet Sauvignon á 1.560 krónur Turning Leaf Zinfandel á 1.190 krónur Freyðivín Jacobs Creek Chardonnay á 1.090 krónur Hvítvín Brundlmayer Riesling Langenloiser Berg á 1.670 krónur Franck Millet Sancerre á 1.550 krónur Antinori Orvieto Classico Campogrande á 990 krónur 93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.