Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2003, Side 98

Frjáls verslun - 01.05.2003, Side 98
Þóranna Jónsdóttir, forstöðumaður BS-náms í viðskipta- fræði við Háskólann í Reykjavík. Pharma og í því starfi fór ég að færast meira yfir í viðskipta- fræðina því stór hluti af starfi mínu var tengdur markaðs- fræði fremur en lyfjafræði. Mig langaði í frekara nám og ákvað að fara til Spánar með alla fjölskylduna og fara þar í mastersnám í viðskiptafræði við IESE í Barcelona sem er virtur á þessu sviði. Þegar aug- lýst var eftir kennurum við Háskólann í Reykjavik (sem þá hét Viðskiptaháskólinn) vorið 1998 var ég enn á Spáni, en sá auglýsinguna af tilviljun og hugsaði sem svo að þarna væri draumastarfið. Mér datt þó ekki í hug að sækja um því ég taldi mig ekki búa yfir nægilegri starfsreynslu. Eftir að ég kom heim frá Spáni starfaði ég fyrst sem markaðs- FÓLK verð áhersla er lögð á við IESE og ég tel að eigi að nota mun meira en gert er nú. Það er nefnilega allt annað að þurfa að horfast í augu við raunveru- legar aðstæður en að lesa um þær.“ Eg hef líka átt þess kost að kenna á námskeiðum Stjórnendaskóla HR sem hefur um nokkurt skeið sér- sniðið nám iyrir stjórnendur og starfsfólk í íslenskum fyrir- tækjum, það starf hefur verið einstaklega gefandi þar sem kennsluaðferðirnar, sem ég lærði í IESE, hafa lagst vel í íslenska stjórnendur, og starf með fyrirtækjunum hefur veitt mér mikla innsýn í íslenskt atvinnulíf sem aftur nýtist í allri kennslunni. I kreijandi starfi og með þrjú ung börn, gefst ekki Þóranna Jónsdóttir, Háskólanum í Reykjavík Eftir Vigdísi Stefánsdóttur óranna Jónsdóttir, for- stöðumaður BS-náms í viðskiptafræði hefur í ýmis horn að líta. Hún er í tví- skiptu starfi, sinnir forstöðu- mannsstarfinu en er um leið kennari í markaðsfræði og fleiri greinum. „Starf mitt er fólgið í þvi að gæta þess að réttir kennarar fáist fyrir hvert námskeið, að þróa námið, sjá um gæðaeftirlit með því og umsjón með innritun ný- nema,“ segir Þóranna. „Hinn hlutinn, kennarastaðan, er kennsla í markaðsfræði, fagi sem heitir International Business Policy, heiti sem við höfum ekki getað fundið íslenska þýðingu á ennþá og svo stofnun og rekstur fyrir- tækja. Eg hef afskaplega gaman af þessari kennslu og finnst hún skemmtilegasti hluti starfsins." Þóranna hefur starfað við Háskólann í Reykjavík frá haustinu 1999 og hefur gegnt mörgum störfum innan hans. Hún hefur óvenjulegan bak- grunn en að mörgu leyti sterkan. „Eg fór í lyfjafræði í Háskóla Islands eftir stúdents- próf frá MH og lauk þaðan prófi 1994 og eignaðist börnin mín þijú á námstímanum. Aður en ég fór í Háskólann vann ég m.a. við sjálfboðaliða- störf í Afríku en eftir útskrift- ina þar fór ég að starfa fyrir lyfjaumboðsfyrirtækið NM stjóri Ibúðalánasjóðs, var þar á krítísku tímabili, og svo var ég um tíma framkvæmdastjóri hjá Lytjum og heilsu. Þessi tvö stuttu tímabil hafa reynst mér vel síðan því að reynslan þaðan er griðarleg þar sem tekist var á um mikið hjá þeim báðum og mikið um að vera. Þegar hringt var í mig frá háskólanum haustið 1999 og ég beðin að taka að mér kennslu þurfti ég því ekki að hugsa mig tvisvar um! Hjá Háskólanum í Reykja- vík hefur mér gefist færi á að þróa ýmislegt í kennslu, m.a. hef ég lagt mikla áherslu á verkefnavinnu sem felst í því að hópur þarf að vinna saman, líkt og gerist á vinnumarkaði, en þetta er nokkuð sem tals- mikill tími til að sinna áhuga- málum. Raunar segist Þór- anna eiga fá áhugamál og vísar þá í tómstundastörf eins og golf o.þ.h. Ég held að aðal- áhugamál mitt sé að læra og e.t.v. er kennsla besta leiðin til þess. „Ég prófaði reyndar að fara á skiði fyrir nokkru og hafði gaman af,“ segir hún. „Ég er revndar alveg afburða lélegur skíðamaður en markmiðið er að vera með, njóta þess að vera úti með fjölskyldunni og því læt ég gott heita að vera léleg. Ég les lika mikið og reyni að halda mér í formi en fjölskyldan hlýtur að teljast stærsta áhugamálið og það sem tekur mestan tímann utan vinnunnar.“S!l 98

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.