Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2003, Page 6

Frjáls verslun - 01.10.2003, Page 6
RITSTJÓRNARGREIN OFURLAUN FORSTJÓRA Hvað á Sigurflur afl hafa? Það kom fæstum á óvart að þeir Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings Búnaðarbanka, og Hreiðar Már Sigurðsson, annar tveggja forsljóra bankans, drægju kaupréttarsamninga sína til baka eftír þá reiðiöldu sem bylgjaðist um þjóðfélagið vegna samninganna. Ejóðin gerði uppreisn með Davíð Oddsson forsætísráðherra fremstan í flokki. Þjóðin þolir ekki ofúrlaun forsljóra. Raunar er hún ekki ein um þessa skoðun því vaxandi gagniýni hefur verið á ofurlaun forstjóra erlendis eftír bókhaldsbrellur og notkun Enron-tætara. Má minna á nýlega umfjöllun um skandalinn hjá Skandia í Svíþjóð. I GREIN, sem Stefán Svavarsson lektor skrifaði í Frjálsa verslun fýrir þremur árum um kaupaukakerfi, vísaði hann í könnun bandaríska tímaritsins Fortune um að heildarlaun banda- rískra forstjóra skiptust á eftírfarandi hátt: Föst laun 21%, skamm- tímabónusar 27%, langtímakaupaukar 16% og kaupréttarsamn- ingar 36%. Ennfremur kom fram hjá honum að laun forstjóra eru miklu hærri en meðallaun starfs- manna. I Bandaríkjunum hefur forstjórinn 120 sinnum hærri laun, í Kanada 36 sinnum og í Japan 16 sinnum hærrí laun. Bættí Stefán því við að nútíminn hirti greinilega litt um heilræði gríska heimspekingsins Plató sem sagði að ósiðlegt væri að hæst launaði starfsmaður stofnunar fengi meira en íimmföld laun þess sem lægst væri launaður. EN ÞA VAKN.4R sú spurning hvað Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings Búnaðarbanka, eigi að hafa í laun. Á hann að hafa 100 milljónir, 70 milljónir, 30 milljónir eða 10 milljónir á ári? Og hverjir eiga að ákveða laun hans? Geta ekki aliir verið sammála um að það sé í verkahring eigenda fýrirtækja að ákveða laun forstjóra og starfsmanna? Ef þeir vilja greiða for- stjóra t.d. einn milljarð extra fyrir að búa til 20 milljarða fýrir sig þá er það þeirra mál. En eigendurnir verða þá líka að taka afleið- ingunum ef viðskiptavinum misbýður og sniðganga fýrirtækið. í tilviki bankanna kom hvellurinn um ofurlaunin ofan á umræðuna um 12 milljarða gróða bankanna fýrstu níu mánuði ársins, há þjónustugjöld og ágengni þeirra á hlutabréfamarkaði. HVERS VIRÐI er góður forstjóri fýrir iýrirtæki? Tvær stuttar sögur: Eg minnist þess að þegar ég fór á sjó eftír stúdents- próf þá komst ég í gegnum klíku í áhöfn hjá aflahæsta skipstjóra þeirrar vertíðar. Það var slegist um að komast í pláss hjá honum, hann skapaði svo mikil verðmæti. Við mokfiskuðum allt sumarið. Eg hugsaði með mér; sá er naskur. Hann sagði okkur nákvæmlega hvar ættí að leggja netin og árangurinn var alger- lega undir honum kominn. Hann fékk tvöföld hásetalaunin mín - og ég sem hafði aldrei stigið fæti áður um borð í fiskiskip. Ég kvartaði að sjálfsögðu ekki. Þegar ég ræddi um það í útvarps- þætti sl. vor, þegar 70 milljóna króna árslaun Sigurðar Einars- sonar voru í brennidepli, að mér fýndist þau vera í hærri kantinum - svona í íslenskum veruleika - hringdi gamall skóla- bróðir í mig, sem búsettur hefur verið í New York í yfir tuttugu ár og hafði hlustað á mig í gegnum Netíð. Hann sagði bálreiður í símann: „Hvernig getur þú leyft þér sem ritstjóri Frjálsrar verslunar og aðdáandi frjáls vinnumarkaðar að setja þig í dómarastól og gefa út hvað menn eigi að hafa í laun? Ætlið þið aldrei að komast út úr þessum molbúahugsunarhættí að for- stjórar eru að vinna fýrir hluthafana sem ákveða launin? Hvers vegna mega góðir starfsmenn og forstjórar ekki fá mikla umbun fýrir að búa tíl verðmæti fýrir hluthafana? Eru það bara eigendur fýrirtækjanna sem mega græða og segja svo á tyllidögum að starfsmennirnir séu dýrmætasta eignin sem búi tíl verðmætín fýrir þá?“ Það kom fýrst löng þögn, en svo glefsaði ég eitthvað á móti. MESTU MISTÓKIN í kaupréttarsamningi Sigurðar og Hreiðars Más voru að hafa samn- inginn afturvirkan og miða við gengi bréfanna þegar samningar þeirra voru lausir í júni. Sennilega hefðu fáir fett fingur út í samninginn ef þeir hefðu keypt bréfin á markaðsvirði dags- ins. Þó finnst mér gagnrýnisvert að bankinn skuli lána starfsmönnunum týrir kaupunum og veija þá frá gengistapi. Með því sitja aðrir hluthafar ekki við sama borð, þeir þurfa að fara út í bæ tíl að taka lán og naga á sér neglurnar yfir því hvort bréfin lækki. Best hefði verið ef Sigurður og Hreiðar hefðu samið þannig að þeir ættu kauprétt á bréfum í bankanum eftír 5 ár á markaðsgengi dagsins þegar samningurinn var tílkynntur. ÍSLENSK LAUNAKERFI eru almennt ekki byggð á kaup- réttarsamningum og okkur skortir alla reynslu af slíkum samn- ingum. Þeir eru mjög flóknir og nokkrar útfærslur geta leitt til sömu niðurstöðu. Flestír virðast geta sætt sig við „eðlilegan launamun" sem byggir á mismunandi ábyrgð, afköstum og frammistöðu. Það er einu sinni þannig að sumir eru einfaldlega betri en aðrir og hafa meiri hæfileika. Flestir eru sammála um að miklir athafnamenn draga alla upp með sér og bæta hag allra - þótt allir fái ekki sömu laun. ÞJOÐIN sættir sig hins vegar ekki við þann gífurlega launa- mun sem tíðkast í öðrum löndum. Hún er eins og Plató sem setti hámarkið við fimmföld lægstu launin. Ekki veit ég hvar hámarkið er nákvæmlega, en ætli heimspekingurinn, sem samdi gamla Trabant-slagorðið, komist ekki nærri því: Skynsemin ræður! Jón G. Hauksson „Eru það bara eigendur fyrirtækjanna sem mega græða og segja svo á tyllidögum að starfs- mennirnir séu dýr- mætasta eignin sem búi til verðmætin fyrir þá?“ 6
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.