Frjáls verslun - 01.10.2003, Page 34
! i, • : ttæstís&í ■',1 ,•,'-. <
URINN
Matvörumarkaðurinn hefur verið einstaklega harður og verðstríð átt sér stíið,
sérstaklega í kjötinu. Við þessar aðstæður hafa eigendabreytingar átt sér stáð
hjá einni af stærstu keðjunum. Norvik hrifsaði Kaupás úr klónum á S-hópnui
Eftir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur
Ljóst hafði verið að bréf Framtaks ijárfestingabanka í
Kaupási hafði verið til sölu í um það bil tvö ár ef viðun-
andi verð fengist en lítið gerðist fyrr en í júní i sumar
þegar Norvik keypti hlut í Framtaki fjárfestingabanka sem
átti stóran hlut í Kaupási, með það fyrir augum að verða ráð-
andi eignaraðili í félaginu. Norvik náði ekki markmiðum
sínum og átti hlut í félaginu þar til félagið tók yfirtökutilboði
Straums í Framtaki, fékk hlut í Straumi sem félagið seldi
síðan Landsbankanum í haust. „Við lentum undir í þessu
máli. Það komu aðrir til sem hindruðu aðkomu okkar og
ásetning að verða ráðandi eignaraðili í Framtaki sem var
meirihlutaeigandi í Kaupási. Okkar hugmynd var sú að
komast að Kaupási í gegnum Framtak til að þurfa ekki að
taka félagið í fangið," útskýrir Jón Helgi Guðmundsson, for-
stjóri Norvikur og starfandi stjórnarformaður Kaupáss.
Ingimar hafði frumkvæðið Ekkert gerðist síðan fyrr en um
miðjan október sl. þegar einföld og hröð atburðarás fór í
gang. Ingimar Jónsson, forstjóri Kaupáss, og samstarfsmenn
hans í S-hópnum gerðu Framtaki skyndilega tilboð í gegnum
Islandsbanka undir nafninu Askaup hf. Þessu tilboði ákvað
Framtak að taka. Ingimar hafði forystu fyrir hópnum og hafði
raunar haft frumkvæðið. Aðrir í hópnum voru VÍS, Samvinnu-
lífeyrissjóðurinn, Kaupfélag Skagfirðinga og Kaupfélag Suð-
urnesja sem er eigandi Samkaupa en gjarnan hefur verið tal-
að um Samkaup og Kaupás sem eina heild enda hafa fyrir-
34