Frjáls verslun - 01.10.2003, Qupperneq 38
MATVÖRUMARKAÐURINN
Jón Björnsson, forstjóri Haga:
Hrópum ekhi húrra!
Eg held að þetta hafi engar sérstakar breytingar í för með
sér. Við þekkjum þessar verslanir og vitum að hjá Bykó
eru menn færir í sínu fagi. Eg á ekki von á öðru en að þeir nái
að gera góða hluti. En við höldum bara áfrarn að spila úr
okkar spilum eins og við höfum alltaf gert. Rekstur matvöru-
fyrirtækja hefur ekki verið neitt glimrandi ábatasamur upp á
síðkastið, þó að mörg fyrirtæki séu rekin með ágætis hagnaði
þá er þetta í heildina ekkert til að hrópa húrra fyrir,“ segir Jón
Björnsson, forstjóri Haga, sem rekur Bónus, Hagkaup og 10-
11 verslanirnar.
Matvörumarkaðurinn hefur verið mjög harður upp á
síðkastið, mikil verðsamkeppni og samkeppni um viðskiptavini
í kjölfar samdráttarins sem hófst í þjóðfélaginu haustið 2001.
„Þá fóru menn að keyra meira á tilboðum til að lokka til sín við-
skiptavini því að enginn vill rnissa veltu þegar kakan skreppur
saman og verðið lækkar. Síðan bætist við að verðið hefur verið
lágt á kjötmarkaði og það hefur haft sársaukaverk í för með sér,
samkeppnin hefur verið svo mikil að allir hafa getað fengið
kjötið ódýrt og enginn hefur hagnast á því. Það gengur ekki
upp til lengdar. Ég held að þetta hafi haft mikil áhrif. Á sama
tíma hefur markaðurinn breyst hvað
skiptinguna varðar og sérhæfingin hefur
aukist. Fyrir 15 árum var Bónus fyrsta
lágvöruverðsverslunin, í dag eru
lágvöruverðsverslanir um 45 talsins. Það
er mikil breyting," segir hann.
Jón telur að þróunin haldi áfram,
aukning verði í lágvöruverðsverslun og
jafnframt verði gerðar ennþá meiri
kröfur um úrval, ferskleika og gæði og
lágt vöruverð hjá úrvalsbúðunum.
Þægindaverslanirnar þróist í átt til enn
meiri þæginda og hnitmiðaðra vöru-
úrvals. Ekki verði neinar stórar breyt-
ingar á markaðnum en að sjálfsögðu geti
verð lækkað enn frekar.
Hagar Matarævintýrið hjá Högum á
sér rætur einkum í tveimur fyrirtækjum,
Hagkaupum og Bónus. Pálmi Jónsson
stofnaði póstverslunina Hagkaup árið
1960 og hóf rekstur matvöruverslunar
við Miklatorg 1967. Feðgarnir Jóhannes
Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson
opnuðu 300 fermetra matvöruverslun í
Skútuvogi undir nafninu Bónus árið
1989. Það var fyrsta verslunin með
strikamerkingar á íslandi. Sú tæknibylt-
ing gerði þeim kleift að vera með lægsta
vöruverðið og ná góðri markaðshlut-
deild. Árið 1993 sameinuðust þessar
verslanir undir einn hatt þegar Hag-
kaupsfjölskyldan keypti 50% í Bónus og
fjölskyldurnar stofnuðu saman inn-
kaupafyrirtæki. Árið 1998 keyptu
Bónusfeðgar svo Hagkaupsfjölskylduna
út og 1999 keyptu þeir 10-11.
Starfsmenn eru í dag 1.400-1.500
talsins. S3
Jón Björnsson, forstjóri Haga, Árni Pétur Jónsson, framkvæmdastjóri rekstrar-
sviðs, og Jóhanna Waagfjörð, fjármálastjóri Haga.
38