Frjáls verslun - 01.10.2003, Page 42
„Þann 1. janúar
2007 opnast mark-
aðurinn alveg, fyrir
heimili og fyrirtæki.
Þannig geta menn
leitað tilboða í raf-
magn hjá hverjum
sem er.“
NYR FORSTJORI RARIK
Nýr forstióri sest í
..rafmagnsstólinn"
Við erum auðvitað að ræða um forstjórastól Rarik, Raftnagnsveitna ríkisms
Hinn nýi forstjóri heitir Tryggvi Þór Haraldsson og tekur hann við af
Kristjáni Jónssyni sem gegndi stöðunni sl. 27 ár.
Eftir Isak Öm Sigurðsson Myndir: Geir Ólafsson
Kristján taldi það heppilegan tími að hætta nú, m.a. vegna
þeirra umfangsmiklu breytinga sem eru að verða innan
raforkugeirans hér á landi með nýjum raforkulögum sem
samþykkt voru á Alþingi á þessu ári og munu koma til fram-
kvæmda í áföngum til ársbyrjunar 2007. Fara þarf í algjöra upp-
stokkun á skipulagi Rarik eins
og annarra raforkufyrirtækja
og verður það að vera komið á
í síðasta lagi um mitt næsta ár.
Kristján taldi eðlilegt að þeir
sem komi til með að vinna í
nýju umhverfi takist á við
skipulagsbreytingar og
hrindi þeirn í framkvæmd og
þess vegna ákvað hann að
láta af störfum nú,“ segir
Tryggvi Þór.
Ný raforkulög „Með nýju
raforkulögunum er verið að
innleiða markaðsvæðingu á
raforkuiðnaðinum á Islandi.
Nú þarf að skilja að einka-
leyfisþætti og samkeppnis-
þætti starfseminnar. Einka-
leyfisþættir starfseminnar
eru í flutnings- og dreifikerfi
en samkeppni verður inn-
leidd í framleiðslu og sölu raf-
orkunnar. Þetta kallar á veru-
legar skipulagsbreytingar.
Markmiðið er að Rarik
verði öflugt fyrirtæki sem til-
búið sé að takast á við breytt
umhverfi og sé leiðandi í
dreifmgu raforku, sæki fram í
sölu hennar og hasli sér þar
völl á nýjum markaði. Sam-
hliða stefnum við einnig að
aukinni orkuframleiðslu.
Verkefni mitt felst í að
stýra skipulagsvinnunni og
hrinda nýju skipulagi í framkvæmd, en við það verkefni
höfum við fengið til ráðgjafar IBM business consulting. Stefnt
er að því að þessari vinnu verði lokið fyrir áramót, þannig að
strax á nýju ári verði hafist handa við að innleiða nýtt skipu-
lag í starfsemi Rarik.“
42