Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2003, Side 43

Frjáls verslun - 01.10.2003, Side 43
Með nýju raforkulögunum er verið að innleiða markaðsvæðingu á raforku- iðnaðinum á Islandi. Nú þarf að skilja að einkaleyfisþætti og samkeppnisþætti starfseminnar. Einkaleyfisþættir starfseminnar eru í flutnings- og dreifikerfi en samkeppni verður innleidd í framleiðslu og sölu raforkunnar. Þetta kallar á verulegar skipulagsbreytingar. Rarik veltir um 6 milljörðum og hjá fyrirtækinu starfa um 220 manns. Starfsemi og bækistöðvar fyrirtækisins dreifast um stóran hluta landsins. Sambærileg kjör „Rarik er rótgróið fyrirtæki með dreifða starfsemi og sinnir mikilvægu hlutverki í því að tryggja afhendingu rafmagns um dreifðar byggðir landsins. Það er því mikilvægt að vel takist til í þeim breytingum sem framundan eru. Það er hlutverk Rarik, og þar með mitt í þessu verkefni, að tryggja hagsmuni landsbyggðarinnar þannig að fólk og fyrirtæki þar búi við sambærileg kjör og á suðvesturhorninu hvað varðar orkukostnað og öryggi. Sam- keppnishæfni þeirra sé tryggð hvað þetta varðar. Auk skipu- lagsmálanna þarf svo auðvitað einnig að sinna öðrum verk- efnum sem tilheyra þessu starfi," segir Tryggvi Þór. Tryggvi fæddist í Reykjavík árið 1956, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Tjörnina 1976 og prófi í rafmagns- verkfræði við Háskóla íslands 1980. Hann hóf störf hjá Rarik í júní 1980 og gegndi þar m.a. starfi deildarstjóra og síðar yfir- verkfræðings fram til 1993 er hann tók við starfi umdæmis- stjóra Rarik á Norðurlandi eystra 1993 og hefur starfað þar síðan. Auk ýmissa trúnaðarstarfa fyrir Rarik hefur Tryggvi starfað að félagsmálum og sinnt ýmsum trúnaðarstörfum. Tryggvi Þór er sonur Haraldar Sumarliðasonar húsa- smíðameistara, fyrrverandi formanns Samtaka iðnaðarins, og móðir hans er Sigurbjörg Sigurjónsdóttir. „Eg á fjögur systkini sem eru Jóninna Huld verslunarmaður, Brynja Þor- björg iðjuþjálfi, Jóhann Friðgeir rafmagnsverkfræðingur, sem starfar hjá Flögu, og Baldvin Björn lögfræðingur, sem starfar hjá Landwell. Eg er kvæntur Guðrúnu S. Jónsdóttur leikskólakennara og eigum við þrjár dætur, Hafdísi Maríu, nema við HI, Sigrúnu Hildi og Jóhönnu Kolbrúnu. Þá á ég tvö barnabörn, Aron Daða Bergþórsson og Öldu Ósk Sig- rúnardóttur." Helstu áhugamál hjá Tryggva Þór eru golf og veiði, bæði stangveiði og skotveiði. ,„4uk þess hef ég gaman af að fara á skfði, þótt ég hafi ekki mikið gert af því undanfarna vetur.“ 33 „Breytingar eru jafnan af hinu góða í þessu efni og ný tæki- færi myndast. Eðlilegt er að menn hafi skiptar skoðanir á því hvort þessar breytingar henti í okkar litla þjóðfélagi," segir Kristján Jónsson, fráfarandi forstjóri Rarik. Kristján afhendir keflið Kristján Jónsson, fráfarandi forstjóri Rafmagnsveitna ríkis- ins, ákvað að hætta störfum þann 1. október sl. eftír 27 farsæl ár í starfi. „Eg óska Tryggva alls hins besta í nýju starfi. Nú eru í gangi miklar breytíngar á rekstrarumhverfi orkufyrirtækja, ný raforkulög hafa tekið gildi. Sett verður upp sérstakt fyrirtæki fyrir flutning á raífnagni um landið og það hefur í för með sér verulegar breytingar hjá öllum orkufyrir- tækjum, skipulag þeirra breytist verulega. Orkufyrirtækin eru að fara inn í markaðsfyrirtæki þannig að nýjar áherslur munu ríkja,“ segir Kristján sem á sæti í svokallaðri 19 manna nefnd sem fjallar um skipulag raforkuflutnings. „Raforkulögin tóku gildi nú í vor og verið er að vinna að útfærslu ákveðinna þátta varðandi fyrirkomulag flutninga- fyrirtækisins, jöfnun á flutnings- og dreifingarkostnaði. Samkeppnin hefst að hluta 1. janúar 2005, en þá verður hún opnuð fyrir fyrirtæki sem eru með yfir 100 kílóvatta afl. Þann 1. janúar 2007 opnast markaðurinn alveg, fyrir heimili og fyrirtæki. Þannig geta menn leitað tilboða í rafmagn hjá hverjum sem er. Breytingar eru jafnan af hinu góða í þessu efni og ný tækifæri myndast. Eðlilegt er að menn hafi skiptar skoðanir á því hvort þessar breytingar henti í okkar litla þjóðfélagi. Akvörðun hefur hins vegar verið tekin um þessar breyt- ingar og nauðsynlegt að aðlagast þeim með þeim tæki- færum og ógnunum sem þeim fylgja," segir Kristján. S3 43
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.