Frjáls verslun - 01.10.2003, Page 44
Eggert Á. Sverrisson, framkvæmdastjóri Tryggingaþjónustu
VÍS.
Agnar Oskarsson, deildarstjóri Fyrirtækjatengsla VÍS.
Skipulagsbreytingar hjá VÍS
auka skilvirkni og þjónustu:
og umhyggp
Skiluirkari starfsemi, betri árangursstjórnun og aukin þjónusta uið
uiðskiptauini í anda einkunnarorða UÍS: frumkuæði, áreiðanleiki
og umhyggja.
Þetta eru markmið skipulagsbreytinga í kjölfar stefnumótunarvinnu
vorið 2003. Starfsemi VÍS var þá skipað í þrjár starfseiningar: Trygg-
ingaþjónustu, tjónaþjónustu og fjármálaþjónustu.
Tryggingaþjónusta VÍS þjónar fyrirtækjum í viðskiptavinahópi félags-
ins og ný deild innan hennar, Fyrirtækjatengsl VÍS, sinnir sérstaklega
stærri fyrirtækjum og stofnunum.
Markviss og persónuleg þjónusta
Landinu er nú skipt í sjö umdæmi sem heyra undir Tryggingaþjónustu
VÍS. Framkvæmdastjóri hennar, Eggert Á. Sverrisson, hefur yfirumsjón
með tryggingaþjónustu við alla viðskiptavini VtS; einstaklinga, fjöl-
skyldur, fyrirtæki og stofnanir. Hann segir að ábyrgð daglegrar starf-
semi félagsins hafi færst nær viðskiptavinum þess til að stuðla að enn
markvissari, persónulegri og sveigjanlegri þjónustu.
„Þetta á einkum við um einstaklinga, fjölskyldur og meðalstór og smá
fyrirtæki. Jafnan er það svo að trygginga- og þjónustuþörf stærri fyrir-
tækja og stofnana er önnur en fyrirtækja með minni umsvif. Þess vegna
er sérstakri deild, Fyrirtækjatengslum, falið að þjóna og markaðssetja
þjónustu VÍS gagnvart stærri fyrirtækjum landsins og sveitarfélögum.
Þannig getum við einbeitt okkur betur að einstökum og ólíkum viðskipta-
mannahópum og sniðið þjónustuna að þörfum hvers fyrir sig."
Vakandi auga Fyrirtækjatengsla VÍS
„Við verðum í nánum tengslum við þau fyrirtæki sem undir deildina heyra
og markaðinn í heild. Markmiðið er að fullnægja þjónustuþörf fyrirtækja
og stofnana á hverjum tíma og hafa vakandi auga með þessum
viðskiptavinum," segir Agnar Úskarsson, deildarstjóri Fyrirtækjatengsla
VÍS. Mörg af stærstu fyrirtækjum landsins eru í viðskiptum við VÍS og
Agnar segir mögulegt að þjóna þeim betur í sérstakri deild.
„Vátrygginga- og þjónustuþörf stærri fyrirtækja er oft annars eðlis
en minni fyrirtækja þó sjálfar vátryggingarnar séu eins. Skipulagsbreyt-
ingarnar gera starfsmönnum Fyrirtækjatengsla mögulegt að setja sig
eftir atvikum inn í rekstur fyrirtækjanna og skynja betur aðstæður við-
skiptavinarins, umhverfi, áhættu og þarfir. Þannig bætum við þjón-
ustuna og gerum hana skilvirkari í framtíðinni."
Þjónustufulltrúi er tengiliður VÍS og fyrirtækis
Starfsmenn Fyrirtækjatengsla VÍS búa að mikilli reynslu í samskiptum
og þjónustu við fyrirtæki og stofnanir. Úr þeirra hópi er útnefndur
44
KYNNING